Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 50

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn Hann er fjörutíu og átta ára gamall, skipstjórnarlærður og býr á Hellis- sandi. Eggert Bjarnason hefur ver- ið skipstjóri á mörgum bátum í ein fimmtán ár en er nú háseti á Magn- úsi SH á dragnótarveiðum auk þess að róa á eigin smábáti, Hugborgu SH á strandveiðum. Skessuhorn spjallaði við hann í vigtarhúsinu í Rifi. Þegar Eggert er fyrst spurður að því hvers vegna hann sé nú kom- inn á dekkið aftur eftir að hafa verið við stjórnvölinn á bátum af ýmsum stærðum og eigin herra að auki seg- ir hann það góða tilbreytingu. Magnús verður lengdur „Ég var stýrimaður á Magnúsi fyrir nokkrum árum en það er ágætt að breyta til og vera háseti. Síðast var ég með Guðbjart SH, sem er svona 15 tonna ofurtrilla og var með netabátinn Keili frá Njarðvík um tíma en það er 60 tonna netabát- ur. Ég hef mest verið á línuveiðum en er búinn að fá alveg upp í kok af því. Kröfurnar á þessar stóru trill- ur eru alltof miklar. Það er ætlast til þess af útgerðarmönnum þeirra að menn rói með 48 bala en þessir bátar bera það ekki einu sinni. Það er fínt að vera háseti á Magnúsi, mér finnst ég vera kominn heim aftur því ég var svo lengi á Magn- úsi áður og hef verið á þremur bát- um með þessu nafni hjá útgerðinni. Þegar þeir hringdu í mig og báðu mig að koma var ég fljótur að segja já.“ Eggert segir breytingar, sem gerðar hafa verið á Magnúsi, hafa tekist vel. „Já, þetta hefur tekist ofboðslega vel og útgerðarmenn- irnir eru ekki hættir breytingum því nú eru þeir búnir að semja um að lengja bátinn líka. Síðan er það magnað með þá feðgana og nafnana að það er sama hvað þarf að gera við bátinn hjá þeim, þeir fara allt- af til Akraness. Oft láta þeir fleiri gera tilboð en niðurstaðan er sama. Þeir vita hvað þeir hafa þar, þekkja starfsmennina og eru ánægðir með vinnuna sem þar er unnin. Þetta virkar allt vel og á netunum er það flott að láta allt fara í stokk aftur á, net, baujur og allt sem tilheyr- ir. Svo er þetta bara lagt beint út af skutnum. Báturinn var sérhann- aður fyrir net og dragnót og þetta hefur allt gengið upp.“ Eggert hef- ur stundað sjómennsku frá 14 ára aldri en hann byrjaði sjómennsk- una á báti sem hét Hugborg. Hann segir hafa verið einstakt fiskirí í Breiðafirði í allan vetur en tíðar- farið með eindæmum slæmt. „Það hefur aldrei komið heil vika al- mennileg. Við náðum mest tveimur dögum í þokkalegu veðri, það hefur verið stöðug suðvestanátt. Ég man ekki eftir svona slæmu tíðarfari á 34 ára sjómannsferli mínum. Fjörður- inn er hins vegar bókstaflega fullur af fiski ennþá.“ Gott að vera á Skagaströnd Morguninn áður en talað var við Eggert hafði hann landað klukk- an fimm úr strandveiðibáti sín- um Hugborgu en síðan haldið út á dragnótina um borð í Magnúsi. „Það var verkfall og ekki hægt að landa á fimmtudagskvöldið. Ég var fyrstur til að landa klukkan fimm og þegar ég var búinn þar brunaði ég út í Rif og fór út með Magnúsi klukkan sjö. Þetta er ekkert mál. Ég gæti alveg verið á þremur bátum,“ segir Eggert og hlær en hann ætl- aði þó ekki að vera lengur á Magn- úsi en út maí og snúa sér þá alfar- ið að strandveiðunum. Hann seg- ist líka hafa farið beint á annan bát eftir að netarallinu lauk á Magnúsi. „Þegar allir fóru í frí fór ég beint um borð í Báruna SH. Ég hef ekki sagt nei við einn einasta mann sem hefur beðið mig að koma á sjó í vetur.“ Í ellefu sumur reri Eggert frá Skagaströnd á Guðbjarti SH. „Þar var frábært að vera og Skag- strendingar tóku mér vel. Enn þann dag í dag borga ég ekki í sund þeg- ar ég kem þangað. Þeir líta á mig sem heimamann, þótt mörg ár séu síðan ég var þarna, en heimamenn borga ekkert í sund. Ég mæti líka á þorrablót þarna. Það var gott að róa þarna á sumrin þegar enn mátti veiða ýsuna að einhverju marki. Stutt að sækja hana og mikið af henni. Þarna kynntist ég yndislegu fólk og á fjölmarga góða vini á öll- um aldri.“ Fæddist í miðri fertugsafmælisveislu Eggert hefur verið sjómaður frá fjórtán aldri og fyrsta bátinn eign- aðist hann sautján ára gamall. „Sá hét Helen og hann sökk tvisv- ar hjá mér hérna við bryggjuna í Rifi. Hann fór undir trébryggjuna. Það var eitthvert gat þar og hann sökk þegar féll að. Tjaldurinn kom og dældi úr honum í fyrra skiptið. Þegar ég var búinn að lagfæra bát- inn eftir þetta hafði ég hann hinum megin við bryggjuna til öryggis en það fór á sömu leið. Hann festist þar og sökk aftur,“ segir Eggert og hlær að þessum óförum sínum, sem eru síður en svo einu ófarir hans á ævinni, af nægu er að taka í þeim efnum. Í rauninni byrjaði hrakfalla- sagan strax við fæðingu þegar Egg- ert skaust óvænt í heiminn. „Ég er fæddur í fertugsafmælinu hjá Geira Bjarna kafara í Ólafsvík. Mamma var bara þar í miðri afmælisveislu og hún var bara sett inn í herberg- ið hennar ömmu þar sem ég fædd- ist.“ Þar með hófst saga Eggerts og hann segir ótrúlega margt hafa komið fyrir sig. „Það sem ekki hef- ur komið fyrir mig í gegnum tíðina er varla til, nefndu það bara,“ seg- ir hann og segist nú þegar vera bú- inn með níu líf kattarins svo hann sé örugglega með fleiri líf. Skipið sigldi sjálft á togarann „Ég hef örugglega átt að vera dauður svona tíu sinnum ef ekki oftar.“ Þegar hann er beðinn að nefna dæmi byrjar segir hann þau svo mörg að hann viti hvar hann eigi að byrja. „Ég settist einu sinni á prjónasett. Ég hélt þá á ungbarni og hlammaði mér á það. Prjón- arnir fóru alveg á kaf í kviðarhol- ið á mér. Eftir það hafa húsmæður hér ekki skilið eftir prjóna í sófum. Einu sinni sigldi bátur, sem ég var með, á togara í höfninni á Skaga- strönd. Þetta var Guðbjartur SH þegar báturinn var glænýr og hann sigldi sjálfur á togarann. Þegar við vorum búnir að landa þá henti ég spúlslöngunni um borð og beint ofan á olíugjöfina. Báturinn fór á fulla ferð og sigldi beint á togara, sem lá við bryggju. Ég stóð bara upp á bryggju og horfði á þessi ósköp.“ Ofsóttur af sel Eitt sinn var Eggert að koma í land úr Guðbjarti á bryggjunni í Rifi. „Það var selur sem ofsótti mig. Þegar ég reyndi að fara upp að aft- an til að binda bátinn þá kom sel- urinn urrandi á mig og sama gerð- ist þegar ég fór fram á. Þetta end- aði með því að ég fór fram í lúk- ar, sótti byssu og skaut helvítis sel- inn. Þetta var mikið flykki, örugg- lega útselur svona 200-300 kíló. Við vorum þrír að draga hann hérna upp bryggjuna. Það var ekki árennilegt að fara á móti honum. Svo var það eitt sinn að kona, sem var pósthússtjóri hérna, bað mig að leita að perkneskum inniketti, sem hún átti og slapp út. Ég var nýkominn í land en keyrði af stað á bílnum að svipast um eftir kett- inum. Svo var ég búinn að keyra um plássið og var að fara til baka yfir brúna þá keyrði ég yfir kött- inn og steindrap hann. Ég bank- aði svo hjá konunni og var lengi að koma orðum að þessu en sagð- ist hafa fundið köttinn, keyrt yfir hann og drepið hann. Konugreyið horfði lengi á mig en stundi svo upp: „Þakka þér fyrir að láta mig vita,“ hún vissi greinilega ekkert hvað hún átti að segja en ég var bara með líkið af kettinum í skott- inu.“ Var dæmdur dauður í vigtarskúrnum Flestar hrakfarir Eggerts í gegn- um tíðina hafa verið í landi. Þó lenti hann í undarlegri ákeyrslu úti á sjó einu sinni. „Ég er líklega eini maðurinn sem björgunarbátur hefur siglt yfir. Þetta var á Húna- flóa. Þeir í björgunarsveitinni voru að koma úr útkalli og voru á land- leið eins og ég. Ég var þreyttur og syfjaður og því ekki með einbeit- inguna í lagi nema allt í einu átta ég mig á að bátur nálgaðist á mikl- um hraða. Ég beygði og auðvitað í vitlausa átt, fór þvert fyrir hraðbát- inn frá björgunarsveitinni og hann sigldi einfaldlega yfir bátinn hjá mér á mikilli ferð en ég slapp alveg frá þessu og báturinn líka. Einu sinni var ég dæmdur dauður hérna á vigtinni. Þá var ég nýkominn í land og fór eitthvað að kvarta við Reyni vigtarmann um að ég væri að drepast úr hausverk svo hann sagði mér að ég yrði fá einhverj- ar verkjatöflur. Ég fór upp í Virki til Stínu og hún lét mig fá fimm töflur. Ég spurði hana hvað þetta væri og hún sagði þetta barnamag- nýl og ég ætti bara að gleypa þetta í mig. Ég gerði það og fór svo út í bíl en man lítið eftir ferðinni hing- að niður í vigtarskúrinn. Þegar ég kom þangað lagðist ég fram á stýr- ið og steinsofnaði. Reynir sá mig og sagði við stráka sem voru hérna að gera eitthvað því ég hefði feng- ið heilablóðfall. Þeir drógu mig inn á vigtina, reyndu að slá mig í framan og tukta til en ég rumsk- aði ekki svo þeir fóru með líkið inn á heilsugæslustöð. Þar var lækn- ir sem reyndi að tjónka við mig og náði loks einhverju sambandi. Hann spurði hvort ég hefði étið eitthvað skrítið og ég sagðist bara hafa étið samloku. Svo reyndi hann ítrekað að láta mig svara meiru og Hefur mun fleiri líf en kötturinn og hefði margoft átt að vera dauður Eggert Bjarnason sjómaður á Hellissandi rifjar upp brot úr hrakfarasögu sinni Eggert Bjarnason. Myndin er tekin í nýju og glæsilegu vigtarhúsi í Rifi en þar var viðtalið tekið. Betra er að hafa bátana hreina og fína. Ljósm. Alfons Finnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.