Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 67

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 67
67MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ S K E S S U H O R N 2 01 5 Borgarbyggð auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í áhaldahús Borgarbyggðar. Helstu verkefni: Vinna við umhirðu og grasslátt á opnum svæðum. Önnur tilfallandi verkefni áhaldahúss. Hæfniskröfur Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar. Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum. Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur. Lágmarksaldur 18 ára. Upplýsingar veitir Guðrún S. Hilmisdóttir í síma 433-7100. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum ásamt náms- og starfsferilsskrá á netfangið gudrunh@borgarbyggd.is. Sumarstarfsmenn S K E S S U H O R N 2 01 5 Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf full- trúa á umhverfis-og skipulagssviði. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni eru umsjón með umhverfis-og land- búnaðarmálum, svo sem sorpmálum, snjómokstri, fjall- skilamálum, refa- og minkaeyðingu, opnum svæðum og öðrum tilfallandi verkefnum. Menntunar- og hæfniskröfur Menntun og reynsla sem nýtist í starfi Þekking á staðháttum í Borgarbyggð er kostur Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum Upplýsingar veitir Guðrún S. Hilmisdóttir í síma 433-7100. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitar- félagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2015. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á net- fangið gudrunh@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Fulltrúi á umhverfis- og skipulagssvið Héraðsdómur Vesturlands hefur kveðið upp dóm þess efnis að um- mæli konu í Eyja- og Miklaholts- hreppi, sem hún skrifaði á Facebo- ok síðu, skuli dæmd dauð og ómerk. Orðin féllu 24. nóvember 2013 í garð þáverandi oddvita í hreppn- um en þar sagði: „[...] En það vant- ar ekki að hann smjaðrar fyrir Ólafi Ólafssyni sem á Miðhraun 1. Enda gaf Ólafur honum nýjan traktor (mútur eða hvað?)“ Ákærðu var gert að greið 50 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs og komi fjögurra daga fangelsi í stað greiðslu sektar verði hún ekki greidd innan fjög- urra vikna frá birtingu dómsins. Jafnframt var ákærðu gert að greiða verjanda sínum 1.200.000 krónur í málsvarnarlaun. Gera má fastlega ráð fyrir að dómur þessi muni hafa fordæmis- gefandi gildi hvað snertir ærumeið- andi ummæli um nafngreinda ein- staklinga á vefsíðum, þar á meðal samskiptasíðunni Facebook. mm Kostar sitt að viðhafa ærumeiðandi ummæli Í Sögustofunni í Grundarfirði lifnuðu sögur af lífi íslenskra vest- urfara, síðastliðið sunnudags- kvöld, þegar kanadíska sagnakon- an Karen Gummo sagði sögur af forfeðrum og formæðrum. Fólki sem hélt til Vesturheims í von um betra líf. Áheyrendur fengu meðal annars að kynnast harkinu í járn- brautavinnunni, frændanum Fúsa sem var förumaður og aufúsugest- ur á heimilum Íslendinganna og hattagerðarkonunni Runi (Guð- rúnu), sem náði langt í tískuheim- inum og komst meira að segja í Life Magazine. Karen kryddaði sögurnar með söngvum bæði frá Íslandi og Kanada og lék á for- láta flautu. Karen Gummo hefur safnað saman sögum og heimild- um í 25 ár og er nú komin í lang- þráða ferð til Íslands „með nesti og nýja skó“. sh/ Ljósm. sk. Af frændanum Fúsa og fleiri Vesturförum Karen Gummo. Karen og Ingi Hans í Sögustofunni. Laugardaginn 6. júní mun Söng- hópurinn Veirurnar heimsækja Reykholtskórinn í Reykholtskirkju. Kórarnir syngja sitt prógram hvor og sameinast síðan í söng. Þá mun Eyþór Árnason ljóðskáld flytja ljóð úr nýútkominni bók sinni Norður. Saga Veiranna er um margt ólík sögu annarra kóra. Lengi framan af aldri var hann stjórnandalaus, æfði ákaflega stopult og hélt ekki tónleika. Kórinn á sér engu að síð- ur 25 ára sögu og meira en helm- ingur kórfélaga hefur verið með frá upphafi. Til gamans má geta þess að flestir kórfélagarnir eru í öðrum kórum svo sem Óperu- kórnum, Dómkórnum, Karlakór Rangæinga, Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss, Kirkjukór Kálf- holtskirkju, Kirkjukór Miðdals- kirkju og Kirkjukór Vídalínskirkju. Veirurnar hafa gefið út tvo geisla- diska: Stemningu og Jólastemn- ingu. Margrét S. Stefánsdóttir er stjórnandi Sönghópsins Veiranna. Reykholtskórinn hefur frá upp- hafi verið samstarf söngfólks úr Hvanneyrar- og Reykholtspresta- köllum. Þetta samstarf hófst á ní- unda áratug síðustu aldar. Upp- hafsmaður þessa samstarfs var Bjarni Guðráðsson organisti og bóndi í Nesi í Reykholtsdal og stjórnaði hann kórnum frá upp- hafi og til ársins 2011 þegar Við- ar Guðmundsson tók við en hann hafði verið aðal undirleikari frá árinu 2001. Kórinn er rekinn af kórfélögum sjálfum og hafa þeir allan veg og vanda af en hafa að- stöðu í Reykholtskirkju og hjá Snorrastofu. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og miðaverð er 1.500 kr. Söng- hópurinn Veirurnar verður með geisladiskana sína til sölu við inn- ganginn. Enginn posi er á staðn- um. - fréttatilkynning Veirurnar heimsækja Reykholtskórinn Á undanförnum vikum hefur veðr- áttan verið fremur óhagstæð fyrir sauðfjárbændur og búfénað þeirra og bíða menn nú með óþreyju eft- ir hærri lofthita og sprettutíð sem hæfir árstímanum. Fremur kalt veður og á stundum úrkoma að auki gerir snöggklipptum lambán- um lífið leitt og hætt er við að nyt þeirra falli við slíkar aðstæður. Víð- ast hvar er þó óhjákvæmilegt ann- að en að setja lambféð út vegna plássleysis í fjárhúsum. Við eðlileg- ar kringumstæður er það líka best enda er nýgræðingurinn besta fóðr- ið fyrir ærnar. Því hafa flestir bænd- ur gefið ánum ríflega útigjöf. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var um miðja síðustu viku, eru kindur frá Skorholti í Melasveit að gæða sér á töðunni úr sitthvorum rúllu- endanum og virðast una hag sínum prýðilega. mm/ Ljósm. ki. Ánum gefin útigjöf til viðbótar við nýgræðinginn Um næstu helgi, dagana 4.-7. júní, verður eldsmíðamót í Smiðjunni í Görðum á Akranesi. Eldsmið- ir verða að störfum alla helgina og um að gera að koma við og fylgjast með. Íslandsmeistaramótið í eld- smíði verður síðan haldið sunnu- daginn 7. júní kl. 13-16. Allir vel- komnir. Opnunartilboð í Garða- kaffi. -fréttatilkynning Eldsmíðamót á Akranesi um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.