Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 57

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 57
57MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Ólafur Grétar Ólafsson hóf störf hjá Sjóvá á Akranesi 20. maí 1970 og fagnaði því nýverið 45 ára starfs- afmæli hjá Sjóvá. Af því tilefni höfðu samstarfsaðilar hans skipu- lagt óvænta veislu fyrir vini, kunn- ingja og viðskiptavini. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Þetta var allt svo leynilegt hjá Hörpu og okk- ar mönnum í Reykjavík,“ segir Óli Grétar. Aðspurður út í það hvern- ig það kom til að hann hóf störf hjá fyrirtækinu segist hann hafa ver- ið áður við verslunarstörf. Berg- ur Arnbjörnsson þáverandi útibús- stjóri hafi svo boðið honum þetta starf og hann hafi slegið til. „Þá hét fyrirtækið Sjóvá tryggingafélag Ís- lands og hafði skrifstofu sína við Suðurgötu 62. Ég var svo lengi vel einn þar, eða þar til ´88-89. Þá sam- einast Sjóvá við Almennar trygg- ingar og verður Sjóvá Almenn- ar. Eftir þá sameiningu flutti ég í gömlu mjólkurstöðina við Garða- braut 2 og starfaði næstu 17 árin með Ásgeiri Rafni Guðmunds- syni.“ Óli Grétar hefur ekki haft marga samstarfsmenn á þessum 45 árum. Harpa Hrönn Finnboga- dóttir hóf störf með þeim Ásgeiri og hefur hún starfað við hlið Óla í 13 ár í dag. Fyrirtækið er nú til húsa í sínu þriðja húsnæði, við Garða- braut 2a, við hlið gömlu mjólkur- stöðvarinnar. Engar tölvur Óli Grétar segir tryggingamark- aðinn hafa breyst töluvert á þeim árum sem hann hefur starfað í greininni. „Þegar ég byrjaði í bransanum voru til dæmis eng- ar tölvur. Þá skrifaði maður allar beiðnir á blað og sendi þær svo suð- ur í pósti. Þær komu svo í þríriti til baka. Eins var bara einn gjalddagi fyrir hvern hlut. 1. mars var gjald- dagi á ábyrgðartryggingum bíla og það varð oft mikið álag á þess- um gjalddögum. Líf- og sjúkdóma- tryggingar hafa aukist og skilmálar hafa breyst til hins betra. En þörfin fyrir persónulega og góða þjónustu er alltaf jafn mikilvæg, það hefur ekki breyst,“ útskýrir Óli Grétar. Hann segir samkeppnina ekki hafa dvínað með árunum heldur aukist ef eitthvað er. „Það er kannski af hinu góða. Það veldur því að þjón- ustan helst góð, enda leitar fólk að góðri þjónustu í þessum málum.“ Hann nefnir í þeim efnum að vild- arþjónustan Stofn sé til að mynda vinsæl hjá Sjóvá. „Stofn veitir við- skiptavinum öfluga vildarþjónustu, til dæmis á vörum sem tengjast ör- yggi fjölskyldunnar. Meðal annars með því að veita afslætti á barnabíl- stólum og dekkjum og endurgjalds- lausa vegaaðstoð. Sérstaða Sjóvár er svo endurgreiðsla til skilvísra og tjónalausra Stofnfélaga. Þeir fá eft- ir árið hluta af iðgjöldum sínum til baka.“ Hann segir einnig að meira upplýsingaflæði sé til kúnnans en var. „Þjónustan batnaði líka mikið þegar Hvalfjarðargöngin voru opn- uð og tjónaþjónustan hefur breyst til hins betra bæði hvað varðar bíla og fasteignir.“ Gaman að pólitíkinni Óli Grétar hefur alla tíð búið á Akranesi og kann vel við sig á Skag- anum. Hann er giftur Dóru Guð- mundsdóttur og saman eiga þau þrjú börn og níu barnabörn. Óli Grétar hefur verið virkur í ýms- um félagsstörfum í gegnum tíð- ina, hefur til dæmis verið meðlimur í Lionsklúbbi Akraness til margra ára og gegnt þar trúnaðarstörfum. „Í gegnum árin hef ég verið mikið í félagsstörfum. Ég hef starfað mik- ið með knattspyrnunni, golffélag- inu og íþróttabandalaginu. Ég hef verið í stjórn allra þessara félaga. Ég hef líka áhuga á pólitíkinni, hef mjög gaman af því að fylgjast með lands- og sveitarstjórnarmálum,“ segir hann. Óli Grétar þakkar með- al annars góðu samstarfsfólki að hafa náð þessum starfsaldri. Hon- um líður enn vel í starfi sínu og hef- ur ekki hugað að því að fara á eft- irlaun þrátt fyrir að hafa nýverið náð 67 ára aldri. „Ég hef unnið hér með góðu fólki og hef alltaf átt gott samstarf við kúnnana. Eins er þetta fjölbreytt og skemmtilegt starf. Ég hitti mikið af fólki og hef gaman af starfinu, þess vegna hef ég enst svona lengi í þessu,“ segir Skaga- maðurinn og útibússtjóri Sjóvá á Akranesi. grþ/ Ljósm. mm. Ólafur Grétar með systkinum sínum sem mætt voru í afmælishófið. F.v. Sigurður, Ásmundur, Þórður, Ólafur Grétar og Ragnheiður. Gunnar bróður þeirra vantar á myndina. Haldið upp á 45 ára afmæli í tryggingabransanum Ólafur Grétar ásamt Hörpu Hrönn Finnbogadóttur og Ómari Svavarssyni framkvæmdastjóra sölu- og ráðgjafasviðs Sjóvá. www.visitakranes.is / www.akranes.is Finnið okkur á facebook undir: Matar- og antikmarkaðir Akranesi Sultur og kleinur Prjón & hekl Írskir dagar Tónlist Bækur Golf Barnadót og tombóla Föt og skór Handverk 20. JÚNÍ: 27. JÚNÍ: 4. JÚLÍ: 11. JÚLÍ: 18. JÚLÍ: 25. JÚLÍ: 1. ÁGÚST: 8. ÁGÚST: 15. ÁGÚST: Matar- og antikmarkaðurinn SK ES SU H O R N 2 01 5 Matur og menning á Akratorgi í sumar. Alla laugardaga frá 20. júní til 15. ágúst milli klukkan 13 – 17 verður Akratorg og Suðurgata 57 iðandi af mat og menningu. Fjölmargir framleiðendur innanbæjar sem utan koma og kynna og selja varning sinn. Einnig verður sérstakt þema á hverjum markaði fyrir sig þannig að öllum stendur til boða að taka þátt. Aðilar sem áhuga hafa á að taka þátt í markaðnum með mat, menningu, handverki eða öðru eru vinsamlega beðnir um að senda póst á netfangið: hledis.sveinsdottir@akranes.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.