Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 68
68 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hilmir B ehf
Alhliða pípulagningaþjónusta
hilmirb@simnet.is
facebook.com/hilmirbehf
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
Vélabær ehf.
Bæ í Bæjarsveit
Alhliða viðgerðarþjónusta
á bílum, dráttarvélum
og vélum tengdum
landbúnaði
Smur og hjólbarðaþjónusta
velabaer@vesturland.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Pennagrein
Fimmtudaginn 28. maí síðastlið-
inn var haldinn fjölmennur íbúa-
fundur hér á Akranesi um málefni
fiskhausaþurrkunarverksmiðjunnar
Laugafisks sem HB Grandi rekur
hér neðst á Skaganum og þar með í
og við gamla bæjarkjarnann. Vanda-
málið með verksmiðju þessa er lykt-
armengun sem frá henni leggur og
er svo stæk að lífsgæði íbúa miðbæj-
arins eru stórlega skert, svo ekki sé
talað um verðfall húseigna sem er
víst staðreynd og tregða í sölu hjá
þeim sem vilja burt.
Starfsemi Laugafisks hefur plag-
að íbúa Akraness frá því fyrirtæk-
ið flutti starfsemi sína hingað frá
Reykjanesbæ árið 2004, þaðan sem
það hröklaðist vegna lyktarmeng-
unar. Bót og betrun var lofað en lít-
ið sem ekkert hefur lagast.
Nú vill HB Grandi byggja nýja
verksmiðju á sama svæði og nýta
betri húsakost og nýjustu tækni til
að lágmarka fýluna - og allt að því
fjórfalda framleiðsluna. Nýleg út-
tekt frá VSÓ um nýja verksmiðju
styður áætlanir HB Granda, en
niðurstöður hennar eru þó mál-
um blandnar að því leyti að ljóst
er aldrei að verður hægt að útiloka
fýlu frá starfseminni. Undir það tók
forstjóri HB Granda á fundinum á
fimmtudaginn.
Hvað er þá til ráða, hvað skal
gera? Á bærinn að leyfa áframhald-
andi og enn stærri rekstur og taka
sénsinn? Þetta gæti batnað, en fýla
er nú samt fýla þótt hún sé minni,
ekki satt? Og þegar fyrirtæki hefur
lagt í mikinn kostnað við nýja verk-
smiðju með blessun bæjaryfirvalda
verður ekki svo auðveldlega bakk-
að.
Ætti ekki bærinn frekar að
standa í lappirnar gagnvart þessu
ágæta fyrirtæki, standa með bæj-
arbúum, standa með sjálfum sér
og segja nei; við ætlum ekki að
láta meiri hagsmuni víkja fyrir
minni, við ætlum að efla mannlíf,
verslun og þjónustu í miðbæn-
um, við viljum að það verði eftir-
sótt að búa í gamla bænum, gera
upp eldri hús, þjónusta bæjarbúa
og ferðamenn og eftirsótt - eins
og raunin er orðin - að upplifa
náttúru sjávarsíðunnar?
Á fundinum fór Vilhjálmur Vil-
hjálmsson, forstjóri HB Granda,
vítt og breitt yfir starfsemi fyrir-
tækisins og var tíðrætt um þá vakn-
ingu sem orðin er hjá fyrirtækinu í
umhverfismálum. Það er vel og því
ætti næsta verkefni þess að vera að
færa hausaþurrkunina úr byggð og
á stað þar sem sómi er að. Akranes-
bær á að eiga í góðu samstarfi við
fyrirtæki eins og HB Granda, en
það á að vera á jafningjagrundvelli
og með hagsmuni bæjarbúa allra að
leiðarljósi.
Við getum
ekki í einu orð-
inu sagt að við
viljum betri bæ,
betra mann-
líf, líflegri og
fallegri miðbæ, en í hinu gamblað
með þessa sýn okkar því þetta fer
einfaldlega ekki saman. Við get-
um haldið áfram að vera í fýlu, en
við getum líka svo auðveldlega gert
ráðstafanir til að hætta því.
Kristinn Pétursson.
Höfundur er stjórnarmaður í
Bjartri framtíð á Akranesi og vara-
maður í Umhverfis- og skipulagsráði
og Menningar- og safnanefnd.
Um bæ sem nennir ekki lengur að vera í fýlu
Pennagrein
Hugleiðing eftir heimsókn á Grundartanga
Almennur fundur um umhverfismál
og framleiðslu á Grundartanga var
haldinn þar þann 30. apríl sl. Þar
mættu forsvarsmenn stóriðjufyrir-
tækjanna með 106 blaðsíðna skýrslu
(sjá nánar á http://www.nordural.is/
files/Skra_0071142.pdf) með nið-
urstöðum umhverfisvöktunar iðn-
aðarsvæðisins á árinu 2014. Verk-
kaupar þessarar vöktunar eru El-
kem Ísland ehf, Norðurál ehf. á
Grundartanga, GRM endurvinnsla
ehf. og Kratus ehf. Þessi fyrirtæki
eru öll staðsett á skipulögðu iðn-
aðarsvæði á Grundartanga þar sem
önnur starfsemi fer einnig fram.
Framleiðsla ársins 2014 hjá El-
kem var tæp 108 þúsund tonn af
75% kísilmálmi og rúm 21 þúsund
tonn af kísilryki. Ársframleiðsla
Norðuráls var rúmlega 298 þúsund
tonn, en fyrirtækið hefur óskað eftir
heimild til að auka framleiðslu sína
enn frekar. Úr 300 þúsund tonnum
í 350 þúsund tonn. Það er aukning
um 16,7%. Endurvinnsla GMR á
brotajárni nam rúmum 10 þúsund
tonnum. Kratus ehf. endurvann
2.400 tonn af álgjalli.
Á fundinum fóru nokkrir sérfræð-
ingar og höfundar skýrslunnar yfir
helsta innihald hennar og upplýstu
að niðurstöður vöktunar árið 2014
fyrir loftgæði, ferskvatn, sjó og hey
leiddu í ljós að öll viðmiðunarmörk
sem sett eru í starfsleyfum og reglu-
gerðum eru uppfyllt. Fram kom þó
að ekki eru til skilgreind viðmiðun-
armörk fyrir ákveðnar gróðurteg-
undir, búfénað og úrkomu. Styrkur
flúors í gróðri mældist í öllum til-
vikum undir þolmörkum hans.
Þó að gróðurinn lifi af þessa
mengun ennþá er spurning hvaða
afleiðingar það hefur fyrir skepn-
urnar sem éta hann. Fjölmörg önn-
ur eiturefni berast frá Grundar-
tanga, má þar m.a. nefna; brenni-
steinstvíoxíð, brennisteinsvetni,
köfnunarefnisoxíð- og tvíoxíð,
vetnisklórið- og flúoríð, arsen, klór,
díoxín/furön, kvikasilfur, kadmíum,
antimon, blý, króm, blásýru, járn,
kopar, mangan, vanadíum, selen,
telleríum, nikkel, kobolt, tin, PAH
efni, svifryk og ýmis önnur efni sem
ekki verða talin upp hér. En hvað
með mannfólkið sem borðar þau
matvæli sem þessar skepnur gefa
af sér, svo sem kjöt og mjólkuraf-
urðir?
Einnig má velta því fyrir sér
hvort þessi viðmiðunarmörk séu
allt of rúm. Allavega virðist stór-
iðjan á Grundartanga ekki vera í
vandræðum með að halda sig und-
ir þeim mörkum samkvæmt skýrsl-
unni. Vert er að ítreka að það eru
fyrirtækin sjálf sem hafa forgöngu
um vöktunina og standa straum
af fjárhagslegum kostnaði sem af
henni leiðir.
Eftir stendur óbættur sá um-
hverfiskostnaður sem starfsemi
og áhlaðandi uppsöfnun meng-
andi efna mun hafa á náttúruna,
menn og málleysingja í námunda
við Grundartanga. En hvað er um-
hverfiskostnaður? Hann er m.a. sá
fórnarkostnaður sem leggst á um-
hverfið við meðferð þeirra á því
sem ráða för hverju sinni.
Sem dæmi þá á Laxá í Leirár-
sveit enn einu sinni í vök að verj-
ast vegna sívaxandi ágangs stóriðj-
unnar í neysluvatn sem tekið er úr
vatnasviði Laxár til iðnaðarnota á
Grundartanga. Nú eru uppi áform
um að auka vatnstöku um 135% úr
lindum í Svínadal sem annars falla í
Laxá, en viðkvæmt vatnasvið henn-
ar má mjög illa við slíku.
Þegar Hvalfjarðargöngin voru
á framkvæmdastigi á sínum tíma,
kynnti ég valinkunnum aðilum
hugmynd mína að öflugu vatns-
bóli sem myndi duga vel stóriðj-
unni á Grundartanga, byggðinni
sunnan Akrafjalls og Akraneskaup-
stað. Hugmyndin snérist um að
Akraneskaupstaður og Grundar-
tangi sem báða skorti vatn og ef til
fleiri, sameinuðust um að ná sam-
komulagi við viðkomandi aðila
um að fá að byggja vatnsból hátt
uppi í Blikdal, skammt frá suður-
enda Hvalfjarðarganga. Blikdal-
ur er lengsti dalur Esjunnar. Hann
nær upp undir hæsta tind hennar,
Hábungu í 914 m.y.s. Síðan átti að
leggja lögn frá vatnsbóli úr Blikdal
í gegnum göngin áður en lokið var
við frágang þeirra. Þetta er umtals-
vert styttri leið heldur en ofan úr
Svínadal og byði upp á sjálfrenn-
andi vatn og margfalt meiri þrýst-
ing sem gerði bæði stofnkostnað og
rekstur miklu hagkvæmari en ella.
Að auki hefði verið hægt með til-
tölulega litlum aukakostnaði að
setja upp gífurlega öflugt bruna-
varnakerfi eftir endilöngum göng-
unum, en það skortir tilfinnanlega
enn í dag. Hugmyndin þótti góð,
en síðan ekki söguna meir. Stór-
iðjan var með vatnslögn frá vatna-
sviði Laxár og lengi hægt að auka
flutningsgetu hennar. Akurnesingar
höfðu gert stóriðjuna ábyrga ef hún
mengaði vatnsból þeirra um of, þá
yrði hún af skaffa þeim nýtt vatns-
ból á eigin kostnað. Málið dautt.
En áhrifa stóriðjunnar gætir víð-
ar. Stundum blandast mökkur ryks
og reyks saman við blámóðuna sem
sjá má leggja frá svæðinu á kyrrum
dögum og fólk kemst ekki undan
að fá ofan í lungun sín meðan það
þráast við að draga andann. Það
vakti athygli mína að sjá háspennu-
línumöstur og önnur stálvirki á víð
og dreif um svæðið sem voru fyr-
ir ekki svo mörgum árum þykkhúð-
uð af sinki, en eru núna kolryðguð
upp úr og niður úr. Slíkur er tær-
ingarmátturinn í andrúmsloftinu á
Grundartanga.
Grunur er um að rekja megi skaða
á búfénaði til efnaútblásturs frá
Grundartanga. Starfsfólk þar, íbúar
í Hvalfjarðarsveit og sumarbústaða-
eigendur sem telja má í þúsund-
um og afkomendur þeirra gætu allt
eins mátt búast við hrakandi heilsu-
fari í framtíðinni sem stundum er
kennt við „menningarsjúkdóma.”
Nær væri að
nota hugtak-
ið hnignun
í þessu sam-
bandi, en ekki
menningu.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að tíðni hvers konar ofnæmis
og óþols, ofvirkni og/eða vanvirkni
líffæra og aðrar heilsutengdar rask-
anir hjá almenningi fara vaxandi.
Ástæður eru m.a. taldar eiga ræt-
ur að rekja til þess lífsstíls sem við
búum við ásamt allri þeirri mengun
sem skammsýnir valdhafar hverju
sinni leggja blessun sína yfir. Stór-
iðjureksturinn á Grundartanga með
alla sína eiturefnalosun á sinn þátt
í þeirri óheillaþróun. Jafnvel þótt
hún sé sögð undir svokölluðum
„viðmiðunarmörkum.”
Markmið valdhafa ætti að vera að
tryggja þjóð sinni góð lífsskilyrði án
þess að ganga á rétt komandi kyn-
slóða til hins sama.
Spyrja má hvort ekki sé löngu
tímabært að stöðva frekari upp-
byggingu á mengandi stóriðju á
Íslandi, krefja þær sem þegar eru
starfræktar um að draga úr losun
eiturefna yfir þjóðina og fá óháða
sérfræðinga til að fylgjast með að
þeim kröfum verði framfylgt.
Að fortíð skal hyggja ef framtíð
skal byggja.
Reynir Ásgeirsson,
kt. 300645-4379.