Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ inn að vera að þvælast á sjó síðan ég var um tvítugt. Bæði á netum, trolli og frökturum. Ég hef veitt með öll- um veiðarfærum nema nót. Ég var meðal annars á bát sem hét Haffari, á togaranum Bessa vestur frá Súða- vík, svo var ég á togaranum Skutli sem síðar hét Eldborg á rækju- veiðum á Flæmska hattinum und- an ströndum Kanada. Síðan var ég á hinu fræga flutningaskipi Axel sem hvarf úr höfn í skjóli myrkurs sum- arið 2012 eins og frægt varð. Reynd- ar var ég kominn í land þegar þeir stungu af og farinn í frí til að fara á sjóstangveiðimót,“ sagði Gunn- ar hress í bragði á meðan hann gekk frá afla dagsins. Veiddi í frosthörkunum miklu við Akranes í apríl „Þetta gekk þokkalega hjá okkur í dag,“ sagði hann og leit yfir nokk- ur plastkör sneisafull af þorski. „Ég tók líka þátt í sjóstangveiði héðan frá Akranesi á innanfélagsmóti í frost- hörkunum miklu í apríl nú í vor. Stangirnar voru ísaðar hjá okkur þá. Það var sex stiga frost og átta til níu metra vindur á sekúndu. Þú getur ímyndað þér hvernig þetta var. Við norpuðum þetta á trillunum héðan frá Akranesi úti í Faxaflóa.“ Gunnar sagðist ekki hafa stund- að sjómennskuna síðan hann hætti á flutingaskipinu Axel. Síðan hefur hann haslað sér frekari völl í kvik- myndunum. Verðlaunakvikmyndin Fúsi var frumsýnd í mars síðastliðn- um. Á Tribeka kvikmyndahátíðinni í New York sópaði hún til sín verð- launum og fékk þrenn þau helstu á hátíðinni. Gunnar fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki, Dag- ur Kári leikstjóri og handritshöf- undur var verðlaunaður fyrir besta handritið í leikinni kvikmynd og sjálf myndin, Fúsi, var valin besta leikna myndin. „Ég er í sjóstang- veiðinni vegna þess að veiðidellan blundar alltaf í manni eftir að hafa verið sjómaður á fiskiskipum. Þetta er líka eins konar þrá að komast út á sjó, sjórinn kallar á mann. Mað- ur fær útrás fyrir þetta með því að fara í sjóstangveiðina.“ mþh Sjómannadagurinn Arnar Laxdal Jóhannesson skip- stjóri á línubátnum Trygga Eðvars SH frá Rifi var að landa afla sín- um ásamt félaga sínum Guðmundi Njáli Þórðarsyni, þegar fréttaritari hitti þá á laugardaginn. „Æji, þetta er ekkert sérstakt í dag,“ sagði Arn- ar þegar hann var spurður um afla- brögð. „Þetta eru rúm 100 kíló á balann og farið að draga úr veið- inni upp á síðkastið.“ Aðspurður um hvernig vertíðin hafi verið segir Arnar hana fína og að góður kraft- ur hafi verið í henni. „Fiskurinn er mikið stærri en í fyrra, boltaþorsk- ur sem við vorum að fá, en það var minna af ýsu en undanfarnar vertíð- ar. Þorskurinn var úti um allt, sama hvar lagt var, alls staðar reynd- ist mokveiði. En veðrið var hrein hörmung í vetur. Ég man ekki eftir öðrum eins vetri og var núna.“ Á Tryggva Eðvarðs eru þrír menn um borð og er aflinn á þessu kvótaári kominn í þúsund tonn, að sögn Arnars. Hann segir að það hafi verið stíft róið og að þeir hafi verið hingað og þangað umhverfis landið. „Við löndum mikið á Arn- arstapa og Rifi en í nóvember fór- um við til Bolungarvíkur og svo til Grindavíkur í mars og apríl þeg- ar loðnan var að ganga inn Breiða- fjörðinn. En nú erum við að klára línuveiðarnar og síðan fer Tryggvi Eðvarðs í slipp og svo verður gert klárt fyrir makrílveiðar í sumar.“ Arnar gerir út strandveiðibátinn Gísla Mó SH og mun fara á strand- veiðar á honum þegar hann fær til þess tíma. „Annars finnst mér þetta strandveiðikerfi vera fáránlegt, al- gjör dauðagildra. Þetta kerfi hvetur menn til þess að fara út í allskonar veðrum og það bíður bara hættunni heim,“ segir Arnar og kveðst ósátt- ur við fyrirkomulagið. „Þetta ættu að vera tíu dagar á mánuði og menn réðu þá sjálfir hvenær þeir sæktu þessi 700 kíló sem þeim er skammt- að í róðri,“ segir hann að lokum. af Fín vertíð þrátt fyrir rysjótt tíðarfar Guðmundur Njáll að smúla eftir löndunina. Arnar Laxdal í löndun. „Þetta er tómstundaiðjan. Ég keppi fyrir hönd sjóstangveiðifélagsins í Ólafsvík en er bara fæddur í Hafn- arfirði. Hins vegar er ég ættaður úr Breiðafirðinum, nánar tiltek- ið frá Melum á Skarðsströnd. Ég var oft þar sem strákur þó ég væri aldrei þar í sveit,“ sagði sjómaður- inn, kvikmyndaleikarinn og sjóst- angveiðimaðurinn Gunnar Jóns- son, eða Gussi eins og hann oft líka kallaður. Gunnar er nú síðast þekktur fyrir aðalhlutverk sitt í kvi- myndinni Fúsa sem frumsýnd var í vetur. Áður hefur hann meðal ann- ars slegið í gegn í leik sínum í Fóst- bræðraþáttunum í sjónvarpi. Hollywood má bíða Við hittum Gunnar þar sem hann var nýkominn úr róðri á fyrra degi aðalmóts Landssambands sjóstang- veiðifélaga sem haldið var á Akra- nesi um síðustu helgi. Hann hafði róið vestur svokallað Rennur sem eru úti á Syðra Hrauni í Faxaflóa beint vestur af Akranesi á trilluni Leifa AK þar sem Jóhannes Eyleifs- son er skipstjóri og útgerðarmað- ur. „Ég hef stundað sjóstangveiðina síðan 2011. Þetta er rosalega gam- an. Hollywood getur bara beðið þar til sjóstangveiðitímabilið er búið. Ég tek þátt í sjóstangveiðinni á hverju sumri og er með allt í kringum land- ið. Ég reyni að komast á allar keppn- ir sem mér er mögulega unnt. Í fyrra fór ég á 13 mót, sjö aðalmót og sex innanfélagsmót.“ Þegar talað er við Gunnar kem- ur brátt í ljós að hann þarf ekki að leita langt eftir skýringum á áhuga sínum á sjóstangveiðinni. „Ég er bú- Jóhannes skipstóri, Gunnar leikari og Gilbert úrsmiður. Gunnar Jónsson sjómaður og kvikmyndastjarna: „Hollywood getur beðið meðan ég klára sjóstangveiðimótin“ Leif AK 2 kemur að bryggju á Akranesi eftir vel heppnaða veiðiferð með þrjá sjóstangveiðimenn þar sem Gunnar Jónsson kvikmyndaleikari var einn þriggja. Jóhannes Eyleifsson skipstjóri og útgerðarmaður stýrir bát sínum styrkum höndum. Gunnar með félaga sínum Gilberti Ó. Guðjónssyni úrsmiði. Kvikmyndin Fúsi með Gunnari Jóns- syni í aðalhlutverki hefur fengið afbragðs gagnrýni og sópaði nýverið til sín verðlaunum á kvikmyndahátíð í New York þar sem hin heimsfræga leikkona Whoopi Goldberg var í dómnefnd. Gunnar Jónsson gengur frá afla sínum á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.