Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Sjómannadagurinn Starfsfólk Ísfells óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadaginn. Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Akraneskaupstaður sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni dagsins SK ES SU H O R N 2 01 5 Fyrir tæplega hálfri öld, árið 1966, stofnuðu konur á Hellissandi og í Rifi kvennadeild Slysavarnafélags Íslands á svæðinu og nefndu hana Helgu Bárðardóttur. Meðal stofn- félaga þessarar kvennadeildar var Þorbjörg Alexandersdóttir í Rifi. „Nafnið á deildinni er sótt í Bárð- arsögu Snæfellsáss en sagan seg- ir að Helgu hafi rekið á ísjaka til Grænlands. Við vildum meina að ef góð slysavarnadeild hefði verið til staðar, þá hefði slíkt ekki gerst,“ segir Þorbjörg og hlær. Fjáraflanir aðalstarfið Á milli þrjátíu og fjörutíu kon- ur á Hellissandi og í Rifi stofnuðu kvennadeildina og Þorbjörg seg- ir að álíka fjöldi kvenna hafi síð- an skipað deildina alla tíð. „Það var strax öflugt starf í deildinni og svo er ennþá. Við byrjuðum strax að afla fjár til að kaupa tæki og hlífð- arfatnað fyrir björgunarsveitina. Síðan þegar upp komu atvik eins og stórar leitir að fólki eða stór björgunarverkefni þá sáum við um að gefa björgunarfólki að borða. Helstu fjáraflanirnar hafa allt- af verið hefðbundnar eins og hjá öðrum kvennadeildum. Við höfum verið með kökubasara, selt blóm og verið með kaffisölur. Svo hefur alltaf verið sérstök kaffisala á sjó- mannadaginn og er enn. Það hef- ur alltaf verið góð fjáröflun. Síðan vorum við stundum með basar með okkar eigin handavinnu og ýmis- legt fleira.“ Sjómannskonur telja sjálf- sagt að leggja deildinni lið Þorbjörg er nú heiðursfélagi í kvennadeild Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Helgu Bárðardótt- ur, en hún segist þrátt fyrir það vilja vera með í sem flestu. „Ég er búin að gegna öllum stjórnarstöf- um á einhverjum tíma og það hef- ur verið mjög gaman. Sem betur fer hefur orðið sífelld endurnýj- un í deildinni og ungu konurnar hafa komið til starfa. Ég hef nú oft hvatt ungu konurnar, sem eiga sína menn á sjó, til að koma í deildina og stuðla þannig að því að björg- unarsveit sé reiðubúin ef á þarf að halda fyrir þeirra menn.“ Þorbjörg segir sjómannskonur yfirleitt telja það sjálfsagðan hlut að vera með í þessu starfi enda sé það forsenda fyrir því að hægt sé að stunda smá- bátaútgerð að björgunarsveit sé á staðnum sem komi til hjálpar þegar hætta steðjar að. Hún segir kvenndeildina hafa komið mikið að byggingu nýju björgunarmiðstöðv- arinnar „Von“ í Rifi. „Þetta var sameiginlegt átak slysavarnasveitanna hér. Við byggð- um líka björgunarmiðstöðina Líkn á Hellissandi en það hús var byggt á árunu 1977-1985. Það var mikið átak á þeim tíma enda mikið hús. Þar var flott aðstaða fyrir starfið. Svo eftir að þetta varð eitt starfs- svæði hér í Snæfellsbæ og starfið efldist og verkefnin jukust þá þótti rétt að fara út í byggingu þessarar myndarlegu björgunarmiðstöðvar hér í Rifi. Við tókum virkan þátt í fjáröflun fyrir hana líka.“ Fjölskyldan rekur útgerð og fiskvinnslu Maður Þorbjargar er Kristinn J. Friðþjófsson, sjómaður og skip- stjóri í áratugi. Þau reka ásamt fjöl- skyldu sinni útgerð og fiskvinnsl- una Sjávariðjuna í Rifi. Stærsti bát- ur útgerðarinnar er Hamar SH, sem er rúmlega 250 tonna bátur, en svo eru minni bátar, þeir Sæ- hamar og Stakkhamar en bát með því nafni seldu þau nýlega en ver- ið er að smíða annan stærri í hans stað. Minnstur er svo Litli Ham- ar en hann bíður þess nú uppi á landi að verða gerður út á makríl í sumar. Hún segir líf sjómannskon- unnar bara hafa verið nokkuð gott. „Það voru auðvitað ekki þessi sam- skipti þá við sjómennina í gegnum farsíma eða tölvu eins og nú er. Ég öfunda nú stundum sjómannskon- urnar núna af því. Þá var það bara talstöðin og við konurnar hlustuð- um á bátabylgjuna í gegnum út- varpið og hringt var á hafnarvigtina til að spyrja frétta. Maður hringdi ekkert út á sjó til að tala um ein- hver einkamál í gegnum talstöðina, sem allir gátu hlustað á. Minn mað- ur stundaði mikið dagróðra héð- an úr heimahöfn en hann var mik- ið að heiman á haustin þegar hann var á síldveiðum fyrir austan land. Einnig sigldi hann til Englands og Þýskalands með fisk og þær sigl- ingar tóku langan tíma. Þá fannst manni oft of langt milli frétta af þeim. Það reyndi meira á.“ Slysavarnastarfið er gefandi Þorbjörg segir slysavarnastarfið hafa gefið sér mjög mikið. „Þetta hefur verið mjög gefandi að starfa að þessu með góðum konum. Það hefur verið góður félagsandi hjá hópnum og þetta eflir samhuginn í svona litlu samfélagi. Ræturnar fyr- ir slysavarnastarfi eru sterkar hér og stemning fyrir því. Slysavarna- deild karla, Björg, var stofnuð hér sama ár og Slysvarnafélag Íslands árið 1928 þannig að þetta starf er rótgróið hérna. Það er ríkjandi hefð fyrir þessu starfi.“ Hún segir starf kvennadeildarinnar ekki bara hafa verið streð og peningasöfn- un. Konurnar skemmtu sér sam- an og jafnvel var farið í ferðalög áður fyrr. Þau Þorbjörg og Kristinn eignuðust sex börn en misstu elsta son sinn af slysförum. Þau eiga nú tvo syni og þrjár dætur á lífi. Barna- börnin eru 18. Dæturnar búa á höf- uðborgarsvæðinu en synirnir í Rifi og á Hellissandi. Þeir starfa nú báð- ir við fyrirtæki fjölskyldunnar, son- urinn Halldór er meira við útgerð- ina en Alexander aftur á móti með fiskvinnsluna. „Halldór var á sjón- um þar til síðasta haust að hann kom í land. Elsta dóttir okkar, Erla, starfaði við vinnsluna í tuttugu ár en hætti fyrir einu og hálfu ári. Við hjónin erum smám saman að draga okkur frá þessu starfi en það er mikil vinna og mikill vandi að halda þessu öllu gangandi,“ sagði Þorbjörg Alexandersdóttir í Rifi. hb Þorbjörg Alexandersdóttir sjómannskona í Rifi: Var í hópi stofnenda kvennadeildar SVFÍ á Hellissandi og í Rifi Björgunarmiðstöðin í Rifi og björgunarskipið Jón Oddgeir frá Sandgerði við bryggjuna. Þorbjörg Alexandersdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.