Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 66

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at- hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 48 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Sporlétt“. Vinningshafi er: Þuríð- ur Skarphéðinsdóttir, Esjuvöllum 9, Akranesi. mm At- gangur Reið Fæðir Óhljóð Bjartur Stað- festing Nóa Snædd Áflog Æmta Satt 550 Depill Bar Þýður Glæta Þófi Tónn Gælur Notkun Háski Lúsa- egg Röð Ras Sjá eftir Heiður Óhæfa 5 1 Á fæti Innyfli Nudda Vaskur Þrep Stök Gráða 20 9 Skot Álút Skafinn Ljósker Sveiað 3 Beiskur Korn Tilbúin 11 19 Þegar 17 Ögn Mana Nemur 14 Bendir Hittast Blóð- suga Lít Sér- hljóðar Tónn Slark Skraut- legt Naum 7 Ó- ánægð Þreytir 8 Ferskur Hníf Röð Knæpa Magn Mjöður Slytt- inn Tíndi Goð 15 Sagðir Skortur Ráð- vandur 4 Öldu- gjálfur Veisla Hraði Trjáteg. Berg- mál Kvísl Heiður Ókunn 12 Reykir Fákur Vangá Góð Getur lesið 16 Óhræsi Líkt Korn 6 Læti Dæs Sam- hljóðar Korn- ljár Forsögn Atorka Leyfist Hvílir Muldur Grípa Upphr. 10 Dá Óregla Slá 18 2 Sam- hljóðar 13 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Handverkssýning félagsstarfs aldr- aða og öryrkja verður opnuð á Bókasafni Akraness föstudaginn 5. júní kl. 15-18. Sýndir eru munir frá vetrarstarfinu, en hópur fólks hefur sótt starfið að Kirkjubraut 40 í vet- ur. Sýnd verða fjölbreytt verk sem lýsa vel öflugu skapandi starfi sem fer þar fram og má þar nefna t.d. muni unna úr leir, gleri, silki, perlu- saum, málað á postulin, prjónavör- ur og ýmislegt annað handverk. Félagsstarfið er rekið af Akranes- kaupstað og er mikilvægur þáttur í lífi marga. Upplýsingar um félags- starfið er að finna á sýningunni. Sýningin stendur yfir til júlíloka og er opin á afgreiðslutíma bókasafns- ins, kl. 10-18 alla virka daga. Þá verður einnig opnuð sýningin „Vér heilsum glaðar framtíðinni“ Það er farandsýning frá Lands- bókasafni í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Yfirskrift sýningarinnar ,,Vér heilsum glað- ar framtíðinni“ er tilvitnun í ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttir þann 7. júlí 1915 þegar kosningaréttinum var fagnað í fyrsta sinn á Austur- velli. -Fréttatilkynning frá Bókasafni Akraness og félagsstarfi aldraðra og öryrkja hjá Akraneskaupstað. Sýnishorn af handverki félagsstarfsins. Sumarsýningar á Bókasafni Akraness Sýningin Vér heilsum glaðir fram- tíðinni verður einnig opnuð á sama tíma. Síðastliðinn laugardag opnaði Metta Íris Kristjánsdóttir mynd- listar- og sölusýningu í Átthag- astofu Snæfellsbæjar. Metta Íris er „Ólsari“ en hún er dóttir hjónanna Fríðu Björnsdóttur frá Grund í Ólafsvík og Kristjáns Jenssonar. Metta Íris hefur áður haldið sýn- ingu í Ólafsvík, fyrir fjórum árum í Mettubúð. Hún byrjaði að mála fyrir um sjö árum, segist aldrei hafa snert pensil fyrir þann tíma. „Þá var eitthvað sem kom til mín og ég byrjaði að mála og hef ekki stoppað síðan.“ Hún segir að myndlistin sé í raun heilun fyr- ir hana. Metta Íris hefur sótt ýmis námskeið og verið nokkrar annir í Myndlistarskóla Kópavogs. Hún málar olíumálverk bæði af lands- lagi og abstrakt, þykir mjög gam- an að leika sér að efnum og not- ar því ekki eingöngu pensla við verk sín. Þá þykir Mettu Írisi mjög ánægjulegt að geta komið vestur og sýnt verk sín. Hún segist allt- af hafa haft taugar á heimaslóðir og það skemmi ekki fyrir að sömu helgi og sýningin opnaði hittust fermingarsystkini hennar í tilefni af 50 ára fermingarafmæli þeirra. Sýning Mettu Írisar verður opin í Átthagastofu til 18. júní næstkom- andi. þa Metta Íris opnaði sýningu í Átthagastofu Karlakórinn Svanir á Akranesi og hljómsveitin My Sweet Baklava hafa sent frá sér nýtt lag í tilefni af Sjómannadeginum sunnudaginn 7. júní. Hljómsveitin My Sweet Bak- lava er skipuð þeim Valgerði Jóns- dóttur og Þórði Sævarssyni, en Val- gerður er einmitt stjórnandi Karla- kórsins Svana. Lagið heitir Systurn- ar söltu og er bæði lag og texti eft- ir Valgerði. Textinn fjallar um öld- ur hafsins og eru þær persónugerð- ar með íslenskum kvenmannsnöfn- unum Alda, Bylgja, Bára, Unnur og Dröfn. Þess má geta að í ár eru 100 ár frá stofnun Karlakórsins Svana, en kórinn var endurvakinn eft- ir nokkurt hlé árið 2012. Um gít- arundirleik sá Þórður Sævarsson, á saxófón spilaði Jón Trausti Her- varsson. Upptökur og hljóðblönd- un var í höndum Baldurs Ketils- sonar. Upptaka fór fram í Saurbæj- arkirkju á Hvalfjarðarströnd og í Stúdíó-B á Akranesi. Hægt er að sjá og heyra upptök- una á Youtube. mm Svanir og My Sweet Baklava senda frá sér nýtt lag Háskólinn á Bifröst heldur um þess- ar mundir upp á að tíu ár eru lið- in frá því að skólinn setti á laggirn- ar námsbraut í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS). Á þess- um tíma hefur námsbrautin vaxið, dafnað og þroskast og hafa yfir tvö- hundruð nemendur útskrifast með BA gráðu af námsbrautinni á Bif- röst. Af þessu tilefni var efnt til af- mælisveislu í Iðnó við Reykjavíkur- tjörn í síðustu viku. „Mikil gleði ríkti enda margir fyrrverandi nemendur samankomnir til þess að halda upp á afmælið. Meðal gesta sem tóku til máls voru þrír fyrrverandi nemend- ur; þær Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Hlédís Sveinsdóttir frumkvöðull og Brynhildur Björns- dóttir varaþingmaður. Einnig flutti erindi Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri, ráðherra og rekt- or Háskólans á Bifröst, sem var sér- stakur heiðursgestur. Magnús Árni Magnússon kennari í HHS náminu og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst fjallaði svo um tilurð náms- ins og hvernig það kom til að það yrði sett á fót. Þá hélt hljómsveit- in 1860 uppi ljúfri stemningu fram á nótt. Námsbraut í Heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði var sett á laggirnar árið 2005, að breskri fyr- irmynd. Hugmyndin kviknaði fyrst við Oxford háskóla á fyrri hluta 20. aldar og var námið hugsað til þess að búa framúrskarandi nemendur und- ir störf í stjórnmálum og stjórnsýslu. „Háskólinn á Bifröst er stoltur af því að viðhalda mikilvægri hefð sem hefur það að markmiði að mennta víðsýna frumkvöðla sem bera gagn- rýna virðingu fyrir grunngildum samfélagsins,“ segir í tilkynningu frá skólanum. BA nám í Heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði er þverfaglegt nám sem fléttar saman efnistök og að- ferðir þriggja grunngreina hug- og félagsvísinda til að skapa einstaklega víða sýn og óvenju ríkan skilning á álitaefnum upp koma í sérhverju samfélagi og þarnast málefnalegrar úrlausnar. mm Tíu ár frá því nám í HHS hófst á Bifröst Rekstorar skólans fyrr og nú. Jón Sigurðsson, Vilhjálmur Egilsson og Magnús Árni Magnússon. Þær hafa allar útskrifast úr HHS námi á Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.