Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 45

Skessuhorn - 03.06.2015, Blaðsíða 45
45MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ síðast á strandveiðunum í fyrra,“ segir hann. Einar hefur sínar skoðanir á fiskveiðistjórnun og kvótaúthlutunum sem hann segist alls ekki hafa alltaf verið sáttur við. Hann telur nýjustu hugmyndir um makrílúthlutun afleitar og verða til þess að ekki verði hægt að gera smábáta út á þetta. „Margir eru búnir að leggja í mikinn kostn- að við að útbúa bátana vel á þess- ar veiðar og menn voru að ná tök- um á þessu en þá á bara að kippa þessu nánast öllu af þeim. Þetta er allt svolítið skrítið en ég held að þjóðin sé að átta sig almennilega á þessu núna hvernig farið er með úthlutunina á fiskinum.“ Þau Einar og Katrín Knudsen, kona hans, eiga einn son sem bú- settur er í Reykjavík en hefur ekki lagt sjómennsku fyrir sig þó að hann hafi oft verið með föður sín- um á sjó áður. Einar segist hafa haft gaman af strandveiðunum en nú sé hann hættur. „Ég er alfarið kominn í land og dunda mér bara í þessu netum hjá Sigga Valla,“ seg- ir Einar Kristjónsson í Ólafsvík. hb Sjómannadagurinn fiskverkun óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. ur sem smíðaður var á Akureyri. Þetta voru raðsmíðabátar, ýmist 105 eða 140 tonna, smíðaðir hjá Stálvík í Garðabæ, Þ&E á Akra- nesi og Slippstöðinni á Akureyri og nokkrir þeirra komu hingað á Snæfellsnesið. Við áttum gamla Garðar áfram eða þar til hann var dæmdur ónýtur árið 1979.“ Einar og Björn bróðir hans héldu áfram útgerð sinni þar til Björn dó fyr- ir aldur fram, 57 ára gamall árið 1989. Í millitíðinni hafði Hrað- frysihús Ólafsvíkur keypt helmings hlut í Garðari II en eftir það voru báðir bátarnir gerðir út í samvinnu við það. „Svo fór þetta allt í háa- loft þegar frystihúsið var gert upp. Þetta var nú þannig að sá sem tók við af Guðmundi, sem verið hafði framkvæmdastjóri, vann stöðugt af því að setja frystihúsið á haus- inn. Hann ætlaði að taka bátana út úr rekstrinum því þeir voru með kvóta og gera þannig frystihús- ið nánast eignalaust og láta það svo rúlla. Hins vegar var séð við því og bátarnir teknir út úr því og bæði Garðar II og Gunnar Bjarna- son seldir svo honum tókst ekki að nýta þetta fyrir sjálfan sig.“ Hóf útgerð Sómabáts Eftir þetta lét Einar smíða nýj- an rúmlega fimm tonna Sómabát, sem fékk nafnið Guðrún og fór að róa á honum. „Ég hafði nánast ekkert komið að trilluútgerð áður. Ég reri einn á þessum báti með línu og net en sonur minn var með mér annað slagið. Þessi bátur var happafley og ég fiskaði vel á hann meðan ég átti hann. Ég komst upp í 80 tonn af slægðu eitt sumarið á færi. Þá var þetta þannig að það mátti ekki koma með óslægðan fisk að landi. Maður varð því oft að hætta skakinu á miðjum degi til að slægja ef vel fiskaðist. Oft á tíð- um hefði ekki veitt af því að hafa mann með til að slægja.“ Þennan bát átti Einar til ársins 1997 en þá fór hann í kompaní með Jóhanni Steinssyni og þeir keyptu saman 40 tonna stálbát sem fékk nafn- ið Björn Kristjónsson eftir Birni heitnum bróður Einars. Þennan bát gerðu þeir út til ársins 2005 að þeir Jóhann hættu útgerðinni og aftur lét Einar smíða fyrir sig lítinn plastbát. Að þessu sinni var bátur- inn smíðaður í Rifi. „Þegar þetta var þá var komið enn eitt ruglið í gang í þessari fiskveiðistjórnun og báturinn mátti ekki vera stór. Þetta var því bara þriggja tonna, sjö metra bátur. Þennan bát átti ég í tvö ár og ætlaði þá að hætta á sjó en fór svo að róa með öðrum og síðar að taka báta fyrir aðra eftir að strandveiðarnar byrjuðu.“ Endanlega kominn í land Einar er nú kominn endanlega í land. Hann segist dunda sér við netafellingar og ýmislegt sem til fellur hjá Sigga Valla bróðursyni sínum á Magnúsi SH. „Ég var nú Á leið í róður. Ljósm. af. Einar og Sigtryggur Þráinsson stýrimaður um borð í Garðari II. Þeir halda á stórri löngu á milli sín. Ljósm. af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.