Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 48

Skessuhorn - 03.06.2015, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ Enginn þarf að velkjast í vafa um að mikil vinátta er milli Íslands og Færeyja enda eiga þessar frænd- þjóðir í Norður-Atlantshafi ýmis- legt sameiginlegt. Eitt af því er fisk- veiðar og sjósókn. Leiðir Íslendinga og Færeyinga liggja víða saman á hafinu og þjóðirnar stunda veiðar í lögsögum hvorrar annarrar. Íslend- ingar hafa þó ekki gert mikið af því að sækja vinnu til Færeyja svo sem um borð í skipum þeirra eða í fisk- vinnslu í landi. Á hinn bóginn hafa Færeyingar sótt til Íslands. Flestum er það kannski gleymt eða ókunn- ugt með öllu að upp úr miðri síð- ustu öld störfuðu hátt í tvö þús- und Færeyingar í íslenskum sjávar- útvegi. Færeyingar héldu atvinnu- greininni gangandi fyrir Íslend- inga. Í staðinn byggðu fjölmarg- ar fjölskyldur í Færeyjum lifibrauð sitt á fiskveiðum við Ísland. Flest- ir Færeyinganna fóru heim aftur en sumir ílentust hér á landi, fundu sér maka, stofnuðu fjölskyldur og búa hér enn. Einn þeirra sem komu hingað 1955 var piltur á 16. ári frá Vogi á Suðurey sem er syðst Fær- eyja. Hann heitir Finnur Gærdbo og á nú að baki 60 ár í Ólafsvík. Færeyingarnir koma Þrátt fyrir öll árin á Íslandi er Finn- ur mikill Færeyingur í sér. Hann hefur aldrei gleymt uppruna sínum og er stoltur af honum. Um árabil þegar sumarhátíðin Færeyskir dag- ar var haldin í Ólafsvík var hann einn af lykilmönnunum í þeim há- tíðarhöldum. Þeir dagar voru ein- mitt með skírskotun til þess að fyr- ir 50 til 60 árum var Ólafsvík það sjávarþorp á Íslandi sem hýsti hlut- fallslega flesta Færeyinga. Finn- ur þekkir þá sögu mjög vel enda er hann sjálfur hluti af henni. „Haust- ið 1954 voru tveir Færeyingar í Ólafsvík. Svo kom ég og nokkrir aðrir árið eftir. Næsta ár þar á eftir komum við sex Færeyingar hingað og réðum okkur allir á sama bátinn sem var Víkingur SH. Fjöldi ann- arra fór svo á aðra báta og í sjáv- arútvegsstörf í landi. Færeyingum í Ólafsvík fjölgaði mjög hratt þarna um 1955. Veturinn 1958 voru 128 Færeyingar búsettir í Ólafsvík. Þá var íbúafjöldinn alls um 800 manns. Það var Færeyingur á hverjum ein- asta báti sem réri héðan nema ein- um.“ Þessi mikla fjölgun Færeyinga hér á landi á sér sögulegar skýr- ingar. Árin eftir seinni heimsstyrj- öld voru eitt mesta uppgangstíma- bilið í sögu Íslands. Nýrík þjóð með hirslur fullar af gjaldeyri hófst handa við uppbyggingu sam- félagsins. Liður í því var að endur- nýja fiskiskipaflotann. Nýir togar- ar og bátar voru keyptir í hrönn- um. Í landi var mikil þensla og næg atvinna. Þegar til kom höfðu Ís- lendingar þó takmarkaðan áhuga á að stunda sjóinn. Þeir vildu frekar vera í landi og þéna sæmilega þar í staðinn fyrir að strita við slark og hættuleg skilyrði á hafinu. Upp úr 1950 varð stöðugt erfiðara að manna fiskiskipaflotann. Björgunin var að leita eftir vinnuafli í Færeyj- um. Þar var atvinnukreppa á þess- um tíma, fiskverð lágt og fiskiskipa- flotinn um margt úreltur. En Fær- eyingar áttu hörku sjómenn. Þess- ir menn hófu að leita leiða til að fá pláss á erlendum fiskiskipum; jafnt enskum, þýskum, dönskum, norsk- um og íslenskum. Á Íslandi var þeim tekið opnum örmum. Fækkaði hratt aftur Sjómannafélag Færeyja gerði kjara- samninga við íslenskar útgerðir fyr- ir hönd færeysku sjómannanna. Ís- lensk stjórnvöld liðkuðu til með því að fallast á að einungis helmingur af skatti launa þeirra skyldi greidd- ur hér á landi. Hinn helminginn greiddu Færeyingar í sínu heima- landi. Stjórnvöld féllust einnig á að veita Færeyingunum tímabund- in atvinnuleyfi hér á landi sem giltu yfirleitt frá vertíðarbyrjun í janúar til lokadagsins 11. maí ár hvert. Ís- lenskir útvegsmenn greiddu slysa- tryggingar og sáu færeyskum sjó- mönnum fyrir fríum ferðum til og frá Íslandi. Síðast en ekki síst var samið um að færeysku sjómennirn- ir gætu tekið hluta af launum sín- um heim í dönskum krónum. Fær- eyingum fjölgaði hratt. Strax árið 1955 voru 657 þeirra á íslenskum skipum og enn fleiri ef landverka- menn voru taldir með. Færeyingunum í íslenskum sjáv- arútvegi, jafnt í Ólafsvík sem ann- ars staðar, fækkaði svo jafn hratt um og upp úr 1960 og þeim hafði fjölgað næstu ár á undan. Efna- hagslegar ástæður eru helsta skýr- ingin. Það harðnaði á dalnum á Ís- landi. Hérlend stjórnvöld reyndu að spara gjaldeyri. Ráðamönnum óx í augum þeir fjármunir sem Fær- eyingarnir fóru með heim í dönsk- um krónum. Sumarið 1958 voru sett lög um að 55% yfirfærslu- gjald skyldi sett á erlendan gjald- eyri sem færi úr landinu. Um svip- að leyti fór gengi íslensku krón- unnar að veikjast. Frá 1954 til 1957 hafði það haldist stöðugt þar sem 2,36 íslenskar krónur voru á móti einni danskri. Í ársbyrjun 1960 var þetta komið í 5,51 á móti 1. Krónan veiktist áfram allan sjöunda áratug- inn. Í árslok 1968 þurfti til dæmis 11,69 íslenskar krónur á móti einni danskri. Þetta er saga sem Íslend- ingar þekkja fram á þennan dag. „Það varð einfaldlega of lítið að hafa upp úr því fyrir Færeyinga að hafa að koma hingað á vertíðir. Þó komu lengi vel alltaf einhverjir á hverju einasta ári en aldrei viðlíka og þarna á seinni hluta sjötta ára- tugarins,“ segir Finnur Gærdbo. Sjómannadagurinn www.fulltingi.is / fulltingi@fulltingi.is / sími 533 2050 / Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík Slys geta gerbreytt aðstæðum í lífi okkar. Hvort sem þú ert í rétti eða órétti, getur þú átt rétt á bótum! Réttur í órétti? Hafðu samband – það kostar ekkert! Finnur Gærdbo fyrrum sjómaður og útgerðarmaður: „Ég er síðasti Færeyingurinn í Ólafsvík“ Finnur Gærdbo ásamt Svövu Alfonsdóttur. Myndin er tekin þegar Finnur var heiðraður á sjómannadaginn í Ólafsvík fyrir tíu árum, það er 2005.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.