Heimsmynd - 01.12.1986, Síða 16

Heimsmynd - 01.12.1986, Síða 16
Telur hann líklegt að Þorsteinn Pálsson verði tilbúinn að fara í stjórn undir hans forsæti? „Við skulum ekki gleyma þessari fjár- ans öfund í pólitíkinni, fremur en í lífinu sjálfu. Flokkar fara stundum í fýlu, þegar þeim er hafnað. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert efni á því að fara í fýlu. Formaður hans, hvað sem hann heitir á hverjum tíma, mun hugsa sig um þrisvar sinnum þrisvar áður en hann teflir sig út úr lífvænlegri ríkisstjórn. Flvað gerðist ekki 1983, þegar þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins kaus Steingrím Hermannsson forsætisráðherra?" -Og hvert mun hann snúa sér fyrst? „Ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur rétt á spilunum og teflir fram sínum bestu mönnum yrði Viðreisnarstjórn trúlega heilsteyptari. Samstarfið yrði traustara og þar með vonin um árangur. Ég dreg enga dul á að ég óttast sundrungina innan Alþýðubandalags. Foringjar á þeim bæ standa í illvígum persónulegum deilum. Svavar formaður stendur í ei- lífum jakahlaupum til að halda rekaldinu saman. Það væri slæmt að draga það heimilisböl inn í ríkisstjórn. Menn verða að geta sameinað sjálfa sig, áður en þeir sameinast öðrum. Þess vegna geta þeir alveg gleymt þessu auglýsingasprelli Ól- afs Ragnars um Kvennalistakommisaríat með okkar tilstyrk. En engum er alls varnað. Reynslan af þátttöku Alþýðu- bandalags í ríkisstjórnum að undanförnu var skelfileg. Ástæðan var sú að þá skorti stefnu í efnahagsmálum, út frá hagsmun- um launþega. í staðinn buðu þeir upp á tóma frasa alveg eins og í utanríkismál- um. Þar eru þeir á gagnfræðaskólastigi. En við eigum líka margt sameiginlegt með raunsæjum Alþýðubandalags- mönnum innan raða verkalýðshreyfing- arinnar, mönnum eins og Ásmundi og Þresti. Það yrðu engin vandkvæði að eiga gott samstarf við þá. En hver verður þeirra hlutur innan Alþýðubandalags? Við skulum sjá hvað setur. Ef hippaliðið í Alþýðubandalaginu lítillækkar forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar eru örlög Alþýðubandalags ráðin. Fyrr en síðar munu þessir menn ekki telja sér vært þar og leita samstarfs við skoðanabræður sína í Alþýðuflokknum." Hann segir að komi Alþýðuflokkurinn það sterkt út úr næstu kosningum að þeir setjist að stjórnarmyndunarsamningum, muni þeir fyrst gera tillögur um breyting- ar á ráðuneytum og fækkun ráðherra- stóla. Hann vill leggja niður utanríkis- þjónustuna í núverandi mynd og búa til nýtt utanríkis-viðskiptaráðuneyti. Hann vill líka stofna nýtt embætti, efnahags- og atvinnumálaráðuneyti, sem samræmi at- vinnustefnu og fjárfestingarstjórnun og hafi sjávarútveg, iðnað og landbúnað sem undirráðuneyti. Hann segist heldur ekki fara í grafgötur með hver sé hæfast- ur til að stjórna þessu ráðuneyti. „Hvort heldur um væri að ræða samstarf til hægri eða vinstri, verður það Jón Sigurðsson.“ -En hvernig liti Viðreisnarstjórn Jóns Baldvins út? „Alltaf að leiða mann í gildru. Veistu ekki að þú varst nærri því búin að ganga af Ólafi Ragnari Grímssyni dauðum út af þessu Kvennalistakommisaríati, þessari seinustu HEIMSMYNDAR-ríkisstjórn. Hún varð skammlíf og Ólafur Ragnar var sendur í útlegð á Reykjanes. Ætlarðu mér sama hlutskipti?" Honum snýst hugur og segir: „Við skulum ekkert vera með þennan feluleik. Þetta er ekkert mál. Það eru ákveðnar leikreglur í þessu. Sá flokkur sem fær forsætisráðuneytið í tveggja flokka stjórn lætur þar með af hendi fjármála- og utan- ríkisráðuneyti. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur alltaf lagt höfuðáherslu á utanríkis- mál. Þá kæmi í okkar hlut að sjá um festu í efnahagslífinu og félagslegt réttlæti. Leikreglurnar segja, að hvor flokkur ráði sínum mönnum, nema foringjarnir hvísl- ist eitthvað á um liðtæka menn.“ Og hverja telur hann líklegasta úr röðum Sjálfstæðisflokks? „Eigum við að púsla? Formaðurinn, Sverrir, Birgir ísleifur, Friðrik Sóphus- son og Eykon. Ég þykist vita að Halldór Blöndal, bekkjarbróðir minn, verði þungbrýnn þegar hann les þetta.“ Síðan krotar hann nöfnin á blaðsnepil. Úr krotinu má lesa að hann ætlar sjálf- um sér forsætisráðuneytið. Þorsteinn Pálsson fær utanríkis- og viðskiptaráðu- neytið. „Vilji hann standa við stóru orðin um uppstokkun á skattakerfinu setur hann Vilhjálm Egilsson í fjármálaráðu- neytið með tillögur SUS um ráðdeild í ríkisrekstri upp á vasann. í embætti efna- hags- og atvinnumálaráðherra myndi ég að sjálfsögðu vilja sjá Jón Sigurðsson.“ Hvað með undirráðuneytin? „Ætli Sverrir Ögurvíkingur fari ekki í sjávarútveginn. Dr. Kjartan Jóhannsson forveri minn sjái um að skipuleggja fram- tíð iðnaðarins. í landbúnaðarmálum leikum við snjallan leik. Hvorugur flokk- urinn getur unað hinum þess. En þar verður ríkisstjórn af þessu tagi að tryggja hagsmuni beggja, bænda og neytenda. Bændur segja mér að þeir hafi fengið sig fullsadda af hefðbundnum rollubændum í þessum ráðherrastóli. Við leitum þess vegna að þaulreyndum atvinnustjórn- anda, annað hvort utan flokka eða sem báðir flokkar sætta sig við og við treystum til að mölva framsóknarkerfið mélinu smærra. Ég sting upp á Brynjólfi Bjarnasyni í Granda eða Birni Björns- syni, hagfræðingi ASÍ. Félagsmálaráðu- neytið fengi Jóhanna Sigurðardóttir, að sjálfsögðu. Friðrik Sóphusson stjórnar- formaður ríkisspítalanna, sæi um ráð- deild í hospítalkerfinu. Birgir ísleifur spilar vel á píanó. Hann fengi mennta- málaráðuneytið. Þá er eftir þetta ryk- fallna og maðksmogna réttarfarskerfi. Við heimtum það. Þar verður að vera snjall lögfræðingur, en utan kerfis. Ég finn hvergi hæfari mann en Björn Frið- finnsson úr okkar röðum, þótt utan þings sé.“ -Hvað með Nýsköpunarstjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar? Ríkisstjórn með þátttöku Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks? „Jón Sigurðsson er á sínum stað. Þor- steinn Pálsson sömuleiðis. Alþýðubanda- lagið fengi fjármálaráðuneytið að því til- skyldu að þeir hefðu vit á að afhenda Þresti, sem var ritstjóri skattaskýrslunn- ar, eða Ásmundi lyklavöldin. Sverrir Ögurvíkingur yrði áfram í sjávarút- veginum og Bryújólfur eða Björn í land- búnaðinum. Félagi Svavar Gestsson fengi að sýna í verki, að hann hefði eitt- hvað lært af mistökum sínum í fyrri ríkis- stjórnum. Hann ætti að verkstýra iðnað- inum undir öruggri handleiðslu nafna míns Sigurðssonar. Jóhanna sæi um fé- lagslegt réttlæti og Birgir ísleifur um menntamálin. Ragnar Arnalds yrði að hætta við næsta leikrit í miðjum klíðum og ráðast að daggjaldakerfinu í heilbrigð- isráðuneytinu. Friðrik Sóphusson yrði dóms- og kirkjumálaráðherra." Strangt til tekið, segir hann, að það sé ekki sitt mál að vísa annarra flokka mönnum til sætis. Mér segir þó hugur um, að komist hann í þá aðstöðu verði hann ekki hógværðin uppmáluð. Hann segist umfram allt vilja starfhæfa ríkis- stjórn og hafi ekkert á móti því að sækja ráðherraefni út fyrir þing. „Ef þar er augljóslega að slægjast eftir afburða stjórnendum. Hvernig litist þér á Matthí- as Johannessen sem menntamálaráð- herra? Eða Ingjald Hannibalsson í utan- ríkisviðskipti og markaðsmál? Hvað með Gunnar Slippara á Akureyri í sjávarút- veginn. Eða séra Sigurbjörn biskup í menntamálin, hámenntaðan og göfugan húmanista? Eða Þorvald Gylfason pró- fessor í nánast hvað sem væri? Sann- leikurinn er sá að government of all the talents, verður aldrei mynduð með þing- mönnum einum saman. Þetta er ekki sagt þingmönnum til hnjóðs. Alþingi er lýðræðisleg stofnun og á að endurspegla þjóðina, en ekki að vera hafin yfir hana.“ Hárið er farið að grána í vöngum og augun eru stálgrá, svolítið köld og kalkúleruð. Hingað til hefur hann eins og Hannibal af Karþagó gegn Rómverjum, unnið hverja orustuna á fætur annarri. Og samlíkingin milli Rómverja og Sjálf- stæðisflokks er heldur ekki alveg út í hött. Sjálfur vitnaði Jón Baldvin í ein- hverju samtala okkar í orðin sem Shake- speare lætur Sesar segja: ...hefur magran svip og soltinn, og var þá ekki að tala um sjálfan sig. Ég hef hins vegar séð þessum svip bregða fyrir á andliti hans. Þar sem hann er enginn amatör veit hann að sigur eða tap í orustum sker ekki úr um hver vinnur stríðið. 16 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.