Heimsmynd - 01.12.1986, Page 24

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 24
RAGNAR TH. „Fjölmidlar setja ákveðin stimpil á fólk sem fellur í prófkjöri, sérstaklega konur...“ einhlítt. Varðandi jafnréttisbaráttuna er ljóst að konur sem heild eiga langt í land, jafnvel að ná sjálfsögðu takmarki eins og sömu launum fyrir sömu vinnu. Konur eru stærsti láglaunahópurinn." Fjölskyldan virðist eiga sterk ítök í henni. „Ef hjónabandið er gott þá er það fullkomnasta stofnun sem til er. Þegar tveir einstaklingar ná því að bæta hvor annan. Þannig upplifi ég það. Mér finnst mitt hjónaband eflast við hverja raun eins og til dæmis nýafstaðið prófkjör þar sem Kristinn var eins og klettur á bak við mig. Þannig á maki að vera. Auk þess erum við svolítið lík. Vorum bæði bóka- ormar sem krakkar og erum bæði gamlir poppistar." Hún lýsir sér sem ekkert sérstakri móður - og þó. „Ég geri kröfur til þeirra en vil samt að þau fái að vera börn með sínar fantasíur. Ég brýni þó fyrir þeim heiðarleika, góða framkomu og að þau séu góð við minnimáttar. Mér finnst mjög mikilvægt að fjölskyldan eigi sínar tómstundir saman. Elsti strákurinn minn vildi fá mig til að tefla við sig svo ég fór að læra að tefla. Næst hyggst ég kenna dóttur minni að tefla. Það er leiðinlegt að stúlkur skuli ekki aldar upp í sama áhuga á skák og strákar, því það er þroskandi íþrótt. Þá förum við mikið í hálendisferð- ir, en það er fræðandi fyrir börnin og ýtir undir þjóðernisvitund sem mér finnst því miður á undanhaldi." Annað sem henni finnst miður er minnkandi pólitískur áhugi ungs fójks. „Þegar ég var í háskóla gekk maður í gegnum alls konar krísur þegar lífsvið- horfin voru íhuguð. En pólitísk umræða var hins vegar í hávegum höfð. Unga fólkið nú finnst mér mun meira efnis- hyggjufólk, því miður.“ Hverju sem fram vindur á næstu mán- uðum er Ijóst að Sólveig Pétursdóttir vann stórsigur í prófkjöri Sjálfstæðis- flokks. Og hún keppir að meiru. „Ég ætla að standa mig og hef enga trú á að ég geti það ekki. Ég held meira að segja að það sé kostur að koma inn á Alþingi með ekki of fast mótaðar skoðanir fyrir- fram. Ég hef Iært mikið á undanförnum vikum. Ég heyrði í fyrsta sinn samræður sem einkenndust af lýsingarorðum á borð við að einhver væri verseraður í pólitík og annar væri kafbátur og heppi- legt væri að láta renna með saumum...“ Hún brosir út í annað. „Ég vona að ég detti ekki ofan í slíka gryfju. En það er greinilegt að ég á margt ólært í sambandi við valdatogstreitu og baknag. Öfundinni hef ég hins vegar kynnst. Satt best að segja er ég orðin hundleið á öllu tali um ættir, peninga, útlit, föt og framkomu. Það væri nær að skyggnast undir yfir- borðið.“ Einhver sagði þá sögu af henni í próf- kjörinu að á fundi þar sem frambjóðend- ur hefðu komið fram hafi kona ein tekið Sólveigu tali eftir fundinn. Þær ræddu um skólamál. Annar frambjóðandi, karl- kyns, kom aðvífandi og tók orðið. Sól- veig gekk í burtu. Nokkru síðar kom sama konan, greip í handlegg hennar og sagði: Heyrðu ég ætlaði að ræða við þig ekki hann. Hann lagði til alls herjar breytingu á grunnskólafrumvarpinu. Mig langaði til að ræða við þig. Þú ert bara eðlileg manneskja. „Ég nenni ekki að koma fram undir öðrum formerkjum,“ segir hún sjálf. Ásamt manni sínum Kristni. „Ég hef lært heilmikið af að búa með honum, meðal annars að temja skap mitt." i 24 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.