Heimsmynd - 01.12.1986, Side 27

Heimsmynd - 01.12.1986, Side 27
RAGNAR AXELSSON 4ÞDDAMÆ Eftirmáli aö leiðtogafundi ÝMSAR ÓVÆNTAR AFLEIÐINGAR... eftir Gunnar Gunnarsson Ýmsum kann að þykja það að bera í bakkafullan lækinn að bæta enn á þau ógrynni af skrifum og töluðum orðum sem fjölmiðlar hafa sett fram um fund þeirra Reagans og Gorbachevs í Reykja- vík. En margt er þó athyglisvert við þennan fund sem lítið hefur verið minnst á hérlendis. t>að er til dæmis alveg ljóst að hér er um að ræða einn óvenjulegasta leiðtogafund Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna meðal annars vegna þess hvern- ig að honum var staðið. Pá má einnig nefna að það samkomulag, sem að lok- um strandaði á ágreiningi um geimvopn og er það róttækasta sem um getur í sögu afvopnunarviðræðna, hefur hrint af stað umræðu sem er bæði sérkennileg og merkileg; í Vestur-Evrópu um það hversu æskilegt það sé að fækka meðal- drægum kjarnavopnum eftir allt saman, og beggja vegna Atlantshafsins um nokk- uð sem menn hafa alls ekki talið vera raunhæft fram til þessa, það er spurning- in um kjarnorkuvopnalausan heim. Það eru atriði sem þessi sem eru tilefni þess- arar greinar. Til að byrja með er eðlilegt að bera Reykjavíkurfundinn saman við fyrri fundi leiðtoga risaveldanna. Þegar það er gert vekur fyrst athygli hversu lítt undir- búinn fundur þeirra Reagans og Gorba- chevs var. Allflestir leiðtogafundir hafa verið mjög vel undirbúnir og útkoma þeirra að meira eða minna leyti frágengin fyrirfram. Sérstaklega á þetta við um fund Nixons og Breshnevs í Moskvu 1972 og Carters og Breshnevs í Vínarborg 1979 þegar SALT I og SALT II samning- arnir um takmörkun langdrægra kjarn- orkuvopna voru undirritaðir. Vissulega voru ekki öll ásteitingsefni frágengin fyrir fundina en meginatriði var búið að negla þannig niður að árangur fundanna var tryggður. Þó mönnum hafi verið kunnugt um að Reykjavíkurfundurinn var ekki undirbúinn á svipaðan hátt (enda lýst sem undirbúningsfundi fyrir fyrirhugaðan leiðtogafund í Washington) var almennt álitið að búið væri að ganga frá því að rammi að samkomulagi um meðaldræg kjarnavopn í Evrópu yrði meginniðurstaða fundarins. Jafnframt var það von manna að leiðtogunum tæk- ist að koma viðræðum um langdræg kjarnorkuvopn og geimvopn inn í nýjan farveg, þar sem hvorki hefur gengið né HEIMSMYND 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.