Heimsmynd - 01.12.1986, Page 48

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 48
Bréf til Herdísar Valdir kaflar úr bréfum eftir Matthías Johannessen Brekkuskógi, 21. október, 1986. Herdís mín. Þú sendir mér bréf með spurningum um líf og dauða og allt þar á milli. Það var mér að kenna. Ég hafði lofað þér samtali, en guggnaði enda búinn að fá mig fullsaddan af þessum daglega skammti innantómra yfirlýsinga í samtalsformi, sem eru að verða ein helsta hrollvekja íslenskrar endurtekningar. Þegar ég les þessi samtöl sakna ég þess, að við skulum ekki krunka eins og hrafnarnir. Þessi samtöl eru orðin ein helsta plága samfélagsins, eins og poppið, sem einnig er að mestu leyti endurtekning. Ég hef alla mína vizku úr bókmenntum og veit ekki betur en endurtekning þyki vond í texta. í henni missa allir hlutir bláma fjarlægðarinnar, verða gráir og hvers- dagslegir eins og súrt regn í skógum V-Evrópu. Mér er samt skítsama um öll þessi samtöl og allt þetta popp, enda hef ég aldrei litið svo á, að hlutverk mitt væri að frelsa heiminn. Ég reyni bara að lifa eins og hver annar og ef það er rétt hjá þér, að ég sé lifandi og mikill tilfinningamaður í þokkabót, þá gleðst ég yfir því, án þess að hreykja mér, enda ekki af neinu að miklast. Ég vona samt að orðið sérstakur í bréfi þínu merki ekki, að þú teljir mig einhvern yfirgengilegan sérvitring eða hvítan hrafn í samfélagi svartra hrafna. Ég held nánast, að ég sé laus við að vera sérvitur, og það hefur kannski háð mér dálítið. Því eldri sem ég verð á ég erfiðara með að fóta mig í föstum skoðunum og hef raunar reynslu af því, að hollast sé að hafa mannúðlega en ekki einstrengingslega afstöðu til skoðana, sem maður aðhyllist ekki. En ég get víst verið fastur fyrir, ef því er að skipta, án þess að það teljist til sérvizku. Það er enginn ritstjóri Morgunblaðsins í tæpa þrjá áratugi, sem heldur að lífið og annað fólk sé einhver elsku mamma, nei, það er nú eitthvað annað og ég hef sætt mig við það eins og aðrir. Þetta viðhorf mitt kemur vonandi fram í Morgunblaðinu, sem er orðið svo stútfullt af ólíkum skoðunum, að ég hef stundum sagt að ég sé ekki sammála neinu, sem í blaðinu stendur, nema forystugreininni. Það kalla ég nokkuð góðan árangur af löngu starfi og í anda þeirra manna sem hafa trúað okkur fyrir þessu langstærsta dagblaði þjóðarinnar. Þegar ég gluggaði í greinarnar í síðustu HEIMSMYND hafði ég vissa samúð með Atla Heimi, þótt ég sé ekki þeirrar skoðunar, að rithöfundur sé eitthvað meiri eða betri höfundur fyrir það eitt að fara á tónleika, en mér finnst það skína út úr niðurlagi samtalsins við hann. Þórbergur taldi óperur seigdrep- andi hávaða og var samt ekkert minni rithöfundur fyrir bragð- ið. En hann hlustaði stundum á útvarp og líklega af meiri þörf en Atli Heimir. Orð voru honum fíkniefni. En sem sagt: Mér var þetta mátulegt að lofa að skrifa þér bréf í stað enn eins þessara stöðluðu samtala, hvílík örlög að vera einn helzti ábyrgðarmaður þessarar greinar ritæðisins og það á tölvuöld, sem breytir öllum stfl í meðalflæði, sem húmanisti eins og ég ætti að dásama, en geri ekki af þeirri einföldu ástæðu, að ég er haldinn meira ofnæmi en ráða má af Morgunblaðinu. Þó veit ég að stundum eru skrifuð góð samtöl, veit til að mynda að þú hefur lagt þig fram, enda komin úr Morgunblaðseggi. Ég þekki ungan mann, sem er svo vel gerður, að hann er eins konar afruglari ættar sinnar. Samt hefur engum dottið í hug að eiga við hann samtal. Ég er stundum að segja honum að fara út í pólitík eða skrifa bók eða semja poppóperu, en hann er ekki í þeim stellingum, og kemst líklega aldrei í blöðin. Faðir unga mannsins er alltaf eitthvað að þvælast í fjölmiðlum. Hann er atvinnuskrumari, sem ég hef grunaðan um að ætli sér í prófkjör áður en langt um líður. En hann er ekki viss fyrir hvaða flokk. Það skiptir ekki heldur höfuðmáli. Hann er atvinnuruglari með góð sambönd. Um hann orti rómverska skáldið Catullus ódauðleg kvæði, þau fjalla um svallið í Róma- 48 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.