Heimsmynd - 01.12.1986, Page 51

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 51
borg á dögum Sesars, Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán,l mín skömm og mín tár og mitt blóð. Þetta var nú um lífið og tilveruna, Herdís mín. Mér dettur að sjálfsögðu ekki í hug að reyna að svara öllum þessum spurningum þínum, enda hefði ég þá leyst lífsgátuna, og það hefur aldrei hvarflað að mér, að mér hafi verið ætlað það auvirðilega hlutverk. Eftir lausn lífsgátunnar yrði ekkert eftir og lífið óþolandi án þeirrar óvissu, sem þessi gáta hefur í för með sér. Sjálfur hef ég reynt talsvert til að breiða yfir þessa yfirsjón náttúrunnar og líklega með allsæmilegum hætti. Ég hef spurt fleiri spurninga á undanförnum áratugum en nokkur annar íslendingur, en í Kristnihaldinu segir, að menn geti spurt svo margra spurninga, að svörin verði óskiljanlegri en spurningar og seinast verður maður orðinn idjót, eins og þar stendur. Ég tók þetta að sjálfsögðu til mín, eins og þú getur nærri. Þess vegna sný ég mér í þessu bréfi að fólki, sem aldrei spurði neins og krafðist aldrei neinna svara. Ég hef kynnst mörgu slíku fólki, sumt hefur orðið vinir mínir. En slíku fólki fer fækkandi. Nútíminn þarf á öðrum og betri leikurum að halda í sínum molíersku kómidíum. Já, þú spyrð um dauðann. Segir ekki andlitsmyndin af Marilyn Monroe, þar sem hún liggur á krufningsborðinu, allt sem segja þarf? Mér er nær að halda að svo sé, enda hef ég ort ljóð um svipaða mynd. Ég lít á dauðann sem ferðalag. Veit ekkert meira spennandi en ferðalag, þótt ég kvíði alltaf fyrir áður en lagt er af stað. Ferðalag er hreyfing og án hreyfingar er ekkert líf. Ljóðið er ferðalag frá einni hugsun til annarrar. Þannig gæti ég einnig ímyndað mér dauðann sem ferðalag frá einum áfangastað til annars, líkaminn gegndi þar sama hlutverki og geimferjan, ef farið væri til tunglsins. Hann er hylki, sem við þurfum ekki á að halda í þeirri eterísku veröld sem enginn þekkir, en allir hugsa um. Duftsins veika hreysi, segir Klopstock. Ég ætla að láta brenna þetta hylki þegar þar að kemur, en fyrst verður að taka heilann úr sambandi. Ég hef hvort eð er aldrei haft frið fyrir honum alla mína hundstíð, ekki einu sinni á nóttunni. Þá hefur hann ekki sízt ásótt mig og reynt að halda fyrir mér vöku í svefninum. Þórbergur er einhver eftirminnilegasti maður sem ég hef kynnzt. Tómas sagði eitt sinn við mig: Eftir þúsund ár, þegar við erum allir dauðir og marggleymdir verða menn að lesa einn íslenzkan höfund, Þórberg, fyndni hans lifir okkur alla. En Tómas sagði svo margt eftirminnilegt og sniðugt, að það væri efni í mörg bréf. Áður en við urðum vinir, eða í kringum það þegar Borgin hló, Njála í íslenzkum skáldskap, Kompaníið og Hólmgönguljóð komu út eins og opnað hefði verið fyrir flóðgátt, fór Tómas að ókyrrast eitthvað og þótti bækur mínar koma út með of stuttu millibili. Leizt sem sagt ekki á blikuna. Hann labbaði þá einn góðan veðurdag inn í ísafold, horfði á bókaborðið og sagði grafalvarlegur við afgreiðslustúlkuna: Hefur engin bók komið út í dag eftir Matthías Johannessen? Gekk síðan hægt út og hafði komið boðskap sínum til skila. Lfpp úr því urðum við vinir og fáum mönnum á ég meir að þakka en Tómasi Guðmundssyni... Þú spyrð um framtíðina. Ég hef engar áhyggjur af henni. Og kannski hef ég ekki þann áhuga á henni, sem efni standa til. Stundum efast ég um að það verði nokkur framtíð. Og ef það verður engin framtíð, hvað verður þá um allt þetta fræga fólk á íslandi og víðar, sem fjölmiðlarnir eru fullir af allan sólarhring- inn? Það skiptir mig til að mynda engu, hvort Ólafur Ragnar Grímsson verður að tala við einhverja kalla úti í heimi eða ekki og gæti ég bezt trúað, að hann héldi því áfram eftir dauðann. En þá verður það bara ekkert gaman, því vísinda- menn hafa ekki fundið upp myndavél fyrir annað líf. Ég held þeir fái því leiða á þessu og hætti að tala saman. En ef þeir halda áfram, þá er Höfði tilvalinn staður. Ég ætla bara ekki að vera viðstaddur. Já, framtíðin, segirðu. Hún er óskrifað blað, sem betur fer. En vonandi kemur hún með þær gullnu töflur sem í grasi finnast. Hugsun mannsins mun vaxa inn í veröld tölvunnar og ekkert okkar sem nú lifum getur ímyndað sér þann heim, sem við blasir án heimsendis. Hann er okkur svo framandi, að ekkert okkar væri í stakk búið til að lifa í slíkum heimi. Af þeirri ástæðu einni er nauðsynlegt að berja nestið áður en það verður um seinan. Þó blasir sú staðreynd við, að íslendingar eru farnir að byggja hús og fer þessi ástríða ekki fram hjá neinum. Líklega ætla þeir að vera hér áfram, en um það voru áhöld í þúsund ár. Jafnvel Hallgrímur Pétursson hefur nú komið sér upp þaki yfir höfuðið. Ég held, að rétttrún- aðarkynslóð hans hafi hugsað sér himnaríki með svona stórum kirkjum eins og í Rómaborg á sama hátt og Borges ungur hugsaði sér paradís sem bókasafn með fjöldann allan af skruddum frá ýmsum öldum. Mitt himnaríki er aftur á móti í ætt við paradís Jónasar: Meira að starfa guðs um geim. Af þessu sérðu, að ég hef ekki glatað barnatrúnni, langt frá því. En ég er farinn að tala af meiri ábyrgðartilfinningu um líf eftir dauðann en ég gerði þegar ég var yngri. Maður eldist svona. Maður eldist í hring. Maður eldist inn í sig. Senn hitti ég aftur þann feimna og hlédræga dreng, sem ég var þegar ég var unglingur. En ég er ekki viss um að við höfum um neitt að tala. Við erum ekki til saman, nema í einhverjum línum, sem ég orti áður en ég hafði tekið út fullan þroska. Samt held ég, að hann tæki undir með mér, ef ég minnti hann á þá staðreynd, sem við blasir í þessu litla erindi: Blá eru sundinj þegar kassinn hverfurj í Keldnaholt. Nei, ég er heldur áhugalítill um framtíðina sem arftakar Reagans og Gorbachovs halda í kjarnorkugreipum sínum. Af því geturðu séð, að ég er ekkert uppvægur fyrir því að eiga eftir að þurrkast út, jafnvel hef ég getað sofið fyrir því hingað til. Annað eins hefur nú gerzt! En það er kannski af þeim sökum sem ég læt mér í léttu rúmi liggja, hvort það kemur út einni íslenzkri skruddu fleira eða færra í einhverju landi, sem lætur sig hvort eð er engu skipta hvað við erum að bardúsa hér norður á hjara veraldar. Einar Benediktsson leit svo stórt á skáldskap sinn, að hann taldi sér engan dauðdaga samboðinn annan en heimsendi. Hann hefði átt talsverða von um að fá ósk sína uppfyllta, ef hann væri lifandi nú um stundir. Menn eru alltaf uppi á vitlausum tíma, ekki sízt skáld sem taka hlutverk sitt alvarlega. En hvað sem því líður legg ég framtíðina í lófa guðs hvernig sem það má nú verða og sef fyrir áhyggjum af honum. Ég er ekki einu sinni viss um, að mér mundi líka neitt sérstaklega við hann, ef ég kynntist honum persónulega eins og til að mynda Sigurði Nordal. Ef guð er eitthvað líkur sköpunarverki sínu, þá hef ég ýmislegt við það að athuga, til að mynda hvernig alls konar pólitíkusar og illmenni hafa ráðskazt með þetta leikfang hans án tillits til minna skoðana á því. Ég veit að nú verð ég kaffærður með frjálsum vilja mannsins, en ég veit ekki til, að maðurinn sé frjáls að neinu. Hann ræður ekki einu sinni hvað hann dreymir. Frelsi hans er ófrelsi þess, sem aldrei getur orðið fullkomið. Það er fullkomnað, sagði Kristur á þeirri stund, sem allir verða að engu. Ég er farinn að binda því meiri vonir við þessi orð, sem ég verð eldri... Þú spyrð einnig, hvernig íslenzkt þjóðfélag leggist í mig. Það hefur alltaf lagzt heldur illa í mig frá því ég las fyrst um hryðjuverkamennina í Sturlungu. Ég hef einungis lesið örfáar barnabækur og hef ákveðinn fyrirvara á því fagi. Drengur las ég helzt þær barnabækur, sem voru upphaflega skrifaðar fyrir HEIMSMYND 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.