Heimsmynd - 01.12.1986, Page 66

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 66
eftir Viðar Eggertsson Tarkovsky-stjarnan Guðrún Gísladóttir Eg er gódkynja norn Gamall bíll stendur fyrir utan hrörlegt hús og fjaran er steinsnar frá. Pað er komið undir miðnætti á sunnudegi á Stokkseyri. Guðrún Gísladóttir á þetta hús ásamt tveimur vina sinna. Við hitt- umst þar. Hún tekur á móti mér og með töluverðu stolti leiðir hún mig um rang- hala hússins, þar sem tíminn hefur staðið kyrr og öll verksummerki bera vitni því kyrrláta og nostursamlega lífi sem þar hefur verið lifað frá lokum síðustu aldar. „Þetta herbergi á að halda sér. Sjáðu gluggann og útsýnið.“ Við göngum að glugganum og horfum á hafið. Við stönd- um f þögn. Ég verð veraldlegur, rýf þögnina og segi: „Guðrún, í bílnum á leiðinni hingað voru þeir í fréttunum í útvarpinu að segja frá kvikmyndahátíðinni í Cannes. Par bíða allir í ofvæni að tilkynnt verði hvaða mynd hljóti Gullpálmann. Pað er að heyra að Fórnin sé sigurstrangleg. Svo virðist sem allir þeir sem að einhverju leyti tengjast myndunum sem þar er ver- ið að sýna séu þangað mættir, bæðir stór- ar og litlar stjörnur, en ekki þú?“ Hún lítur á mig í þögn og ekki ósvipað því eins og móðir sem þarf að tala um fyrir rellnum krakka. „Ég hef komið þangað. Ég var líklega nítján ára. Það var áður en ég fór í Leiklistarskólann. Ég var bara stödd þarna þegar þessi kvik- myndahátíð helltist yfir bæinn. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið né hvað var að gerast. Hélt helst að það ætti að fara að afhenda Óskarinn. Ég stóð eins og bæjarbúar og horfði á af götunni í forundran. Það var á að líta eins og ó- raunveruleg bíómynd. Glæsikerrurnar stöðvuðust við fínu hóteldyrnar og pallí- ettukjólarnir stigu út og svifu inn á hótel- in. Einhvernveginn fannst mér eins og bæjarbúar skriðu í felur meðan á þessum ósköpum stóð. Eins og þetta væri ein- hver óþrifnaður.“ Hún hlær örlítið og lítur góða stund út um gluggann og segir: „Þú verður að koma niður í fjöru með mér. Ég þarf að sýna þér svolítið.“ Við fikrum okkur nið- ur þröngan og brattan stigann og komum út. Tökum á rás. Hún staðnæmist skyndi- lega á sandinum. „Sjáðu hvað skerja- garðurinn er fallegur." Tunglið er hátt á lofti á heiðskírum himni, speglast á haf- inu og litlar öldur gæla við skerin. Öldun- um skolar upp á sandinn þar sem við stöndum. „Það er enginn skerjagarður í Cannes." Meira var ekki um það að segja. Heimurinn þar er ekki hennar. Hennar heimur er með sjónum og fuglunum á Stokkseyri. Á dögunum hittumst við aftur. Jörðin orðin hvít og sjórinn úfinn. Við göngum eftir fjárgötum í fjörunni á eftir rollum í reifum og myrkrið skellur á. „Það er einhver undarlegur straumur sem liggur hingað inn í fjöruna, ein- hverntíma var því logið að mér. Útlend- ingar hafa komið og rannsakað þennan straum, þennan kraft, sem virðist bara leggjast hér að,“ segir Guðrún og bætir við: „Það er ekki einleikið hvað mér og fleirum líður vel hérna.“ Og hún strunsar á eftir kindunum. Ég í humátt á eftir, því mér leikur forvitni á að vita hvernig á því stóð að hún var valin í kvikmynd hins fræga leikstjóra, Tarkovskys. Hún fellst á að segja mér það, þótt greinilegt sé að henni falli betur að tala um flest annað en sjálfa sig. „Það var eiginlega tilviljun,“ segir hún og ætlar að láta það nægja. En ég geng á hana og hún horfir á mig þessu móðurlega augnaráði, hnussar eins og hún sé svolítið bit og segir: „Svíar fjármögnuðu myndina að hálfu, Frakkar og Bretar hinn helming- inn. Svo það lá fyrir að megnið af leikur- unum yrðu Svíar. Auk þeirra var sín hvor leikkonan frá Bretlandi og Frakklandi. Leikararnir voru sum sé frá þeim þjóðum sem höfðu fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Tarkovsky var fullkomlega sáttur við að krafturinn, eða María, sú persóna sem ég stend fyrir, kæmi frá íslandi. Hann hafði ekki komið hingað þá, en lesið bókmenntirnar okkar. Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri benti honum á mig. 66 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.