Heimsmynd - 01.12.1986, Page 118

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 118
EG uar krakki sem var strítt. Með hor í nefi og hálf illa til reika. Því tók ég upp á því að bregða á leik, vera eitthvað annað en ég var. „Eiríkur Fjalar er svolítið eins og ég. Mjög feiminn, hálf hallærislegur en er að reyna...“ Laddi er feiminn. Sjálfur lýsir hann því sem minnimáttarkennd, öryggisleysi. Sem krakka var honum strítt. „Með hor í nefinu og hálf illa til fara. Því tók ég snemma upp á því að bregða á leik. Vera eitthvað annað en ég var í raun. Vera fyndinn og skemmtilegur. Þá hlógu krakkarnir. Sjálfur kom ég stundum heim úr skólanum og hágrét yfir upp- burðarleysi mínu, feimni og þeirri stað- reynd að enginn tók mér eins og ég var í raun.“ Hann er yngstur fjögurra bræðra. „Halli er elstur. Foreldrarnir voru að prufa sig áfram. Halli varð hálf mislukk- aður og þeim tókst ekki vel upp fyrr en í fjórða sinn með mig svona fullkominn." Grínlaust, lýsir hann þó barnæsku sinni sem erfiðri. Foreldrar hans skildu þegar hann var þriggja ára. „Pabbi minn fluttist upp í sveit. Hann heitir Sigurður Har- aldsson og er þekktur hrossaræktar- bóndi. Móðir mín vann í fiski og eftir skilnaðinn flosnaði fjölskyldan upp. Tveir elstu bræðurnir voru aldir upp á heimilum í sveit en við þeir yngri vorum hjá mömmu og afa og ömmu í Hafnar- firði. Það var basl. Við höfðum nóg að borða svo sem, en minnimáttarkenndin gerði fljótt vart við sig. Maður var hálf illa klæddur og átti ekki pabba eins og aðrir. Ég sagði hverjum sem heyra vildi að pabbi minn væri stór og sterkur maður sem ætti marga hesta. Þó þekkti ég hann ekki neitt.“ Og strákurinn lauk skyldunámi og fór að vinna í fiski. „Seinna fór ég í nám í Iðnskólanum í húsasmíði en lauk því ekki. Ég kynntist konunni minni sautján ára gamall. Hún var einnig við nám í Iðnskólanum í hárgreiðslu. Við giftum okkur og eignuðumst fyrsta barnið þegar ég var nítján ára.“ Hann er kominn langan veg síðan þá. Hefði hugsanlega getað orðið húsasmið- ur í Hafnarfirði en ekki einn vinsælasti grínleikari þjóðarinnar. Örlögin gripu í taumana. Laddi fór í hljómsveit. Það var á bítlaárunum. „Það voru kaflaskipti í lífi mínu. Við tóku nú ár í skemmtibransan- um. Halli bróðir var með í hljóm- sveitinni. En hann hefur alla tíð verið einn minn besti vinur. Við spiluðum í Þórscafé, Breiðfirðingabúð og víðar. Fórum meira að segja í hljómleikaferð með A1 Bishop um Noreg. Og það var fyrsta ferðin mín út fyrir landssteinana fyrir utan stutta ferð með togara til Cux- haven. Ég var í þessum hljómsveitar- bransa í fimm ár. Og því fylgdi ákveðinn lífsstíll, drykkja og partýstand. Á sama tíma var ég að vinna hjá Sjónvarpinu við smíðar á sviðsumgjörð.“ Svo datt ein- hverjum í hug að fá lánaðar raddir þeirra bræðra við brúðuleik í Stundinni okkar. Það voru Glámur og Skrámur. Brautin fyrir Halla og Ladda var rudd. j Liðinn er meira en áratugur og Ladda lætur létt að rifja upp það sem á daga hans hefur drifið. Hann situr á kaffihúsi í Reykjavík, drekkur heitt súkkulaði og dreypir á koníaki með. Hann er í góðu jafnvægi, sáttur við lífið og tilveruna - 118 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.