Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 14

Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 14
HVERNIG Á FÓLK AÐ RÁÐSTAFA SPARNAÐI SÍNUM EF KREPPA ER YFIRVOFANDI? Dr. Ravi Batra hefurgert meira en að spáyfirvofandi kreppu. Hann hefur verið óþreyt- andi við að segja fólki hvernig það skuli búa sig undir kreppuna, og þá einkum með tilliti til þess hvernig það eigi að haga sparnaði sínum. Héreru fimm reglursem Batra hvetur fólk til að fara eftir með tilliti til komandi kreppu: 1. Ekki eiga neinar eignir sem erfitt er að koma í verð strax! Hafðu sem mestan hiuta eigna þinna í peningalegum eignum! 2. Ekkieigahúsnæði, leigðuþérfrekar. Efþúátthúsnæðiðsemþúbýrð í, selduþaðþá! 3. Geymdu hluta eigna þinna í gulli! 4. Skiptu peningalegum eigum þínum í þrennt. Geymdu einn hlutann heima hjá þér, settu annan hlutann í bankahólf og leggðu þann þriðja inn á sparisjóðsbók. 5. Efþú hyggstgeyma fé í verðbréfum skaltu einungis kaupa ríkisskuldabréf og ef til vill skuldabréf öruggustu fyrirtækja. Dr. Ravi Batra, Sunita eiginkona hans og greinarhöfundur, Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur, sem starfar í San Fransisco, en hann er fyrrum nemandi Batra. UM DR. RAVI BATRA Ravi Batra er fæddur í Punjabhéraði í Indlandi árið 1943. Hann lauk MA prófi í hag- fræði við Delhi School of Economics, en hélt síðan til náms í Bandaríkjunum. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði við Southern lllinois University árið 1969 og kenndi við þann skóla í eitt ár eftir það. Frá 1973 hefur Ravi Batra gegnt prófessorsstöðu við Southern Methodist Universityí Dallas, þarsem hann hefurfengist viðkennslu og rannsóknirutan einsárs, 1980 tíl 1981 þegar hann var gestaprófessor við Vanderbilt University í Nashville. Dr. Batra er nú talinn einn fremsti hagfræðingur í Bandaríkjunum. Árið 1973 skipaði hagfræðitímaritið Economic Inquiry, sem gefið var út við University of California, Los Angeles, honum í þriðja sæti þegar blaðið valdi 46 afburðahagfræðinga úr hópi allra hag- fræðinga er gegndu prófessorsstöðu við bandariska eða kanadíska háskóla. Dr. Batra gaf árið 1973 út bók um alþjóðaviðskipti og hefur skrifað fjöldann allan af greinum um hagfræðileg málefni í virt hagfræðirit. Það var hins vegar ekki fyrr en nýjasta bók hans kom út árið 1985, The Great Depression of 1990, sem frægðarsól Batrafór að rísa fyrir alvöru. Bókin fór hægt af stað í fyrstu, en þótti um margt forvitnileg og í kjölfarið kom dr. Batra fram í sjónvarpi og útvarpi til að útskýra kenningar sínar, ásamt því að taka þátt í mörgum ráðstefnum um hagfræðileg málefni. Bókin, en í henni spáir dr. Batra al- varlegri heimskreppu sem hefjist árið 1990, varsíðan endurútgefin síðastliðið vor og hef- ur síðan verið á lista yfir söluhæstu bækur í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur hafa tekið bókinni vel. Þeir fallast ekki endilega á að sú þróun sem dr. Batra lýsir í bók sinni hljóti að leiða til heimskreppu, en kenningar hans eru taldar mjög athyglisverðar og þeim er tekið af fullri alvöru. Batra sett fram þá hugmynd að nú þegar verði lagður 5 prósent auðskattur á alla þá einstaklinga í Bandarfkjunum sem eiga umfram tvær milljónir dala í þeim tilgangi að losna við tekjuhallann og til að draga úr spákaupmennsku í kauphöllunum. Með því móti segir hann að unnt sé að koma í veg fyrir kreppu. Þó er Batra svartsýnn á að héðan af verði komist hjá miklum sam- drætti í efnhagslífinu, þó svo að kreppu verði forðað. Sé litið á muninn á samdrætti og kreppu, þá er samdráttur skilgreindur sem hægfara uppsöfnun vörubirgða sem leiðir til þess að fyrirtækin sjá sér ekki fært annað en að segja upp starfsfólki og minnka framleiðsluna til þess að losna við vörubirgðirnar. í kjölfar þess kemur at- vinnuleysi, kaupmáttur minnkar sem og eftirspurn eftir vörum. Venjulegur sam- dráttur varir yfirleitt ekki lengur en í þrjú ár. Kreppa skellur á þegar lánamarkaðir og bankakerfið hrynja og efnahagslífið hálf lamast. Kreppunni fylgir mun meira atvinnuleysi en venjulegum samdrætti eða yfir 25 prósent. Það getur tekið þjóðfélag áratug að brjótast út úr slíkri kreppu. Það er óhætt að segja að andrúmsloftið í þjóðlífinu í Bandaríkjunum nú beri keim af ákveðinni peningaglýju sem fylgir mik- illi auðsköpun. Veldi hinna auðugu hefur ekki verið eins mikið og áberandi síðan á þriðja áratugnum sem nefndur var the roaríng twentie’s eða hinn œðandi áratug- ur. Almenningur virðist haldinn ofur- bjartsýni sem birtist í neyslu- og fjárfest- ingarmynstrinu. Almennur sparnaður er nú um 2 prósent og hefur aldrei verið minni í sögu þjóðarinnar. Samfara því hefur almenn lántaka aldrei verið meiri. I góðæri er tilhneiging hjá fólki að festa kaup á nýjum bflum og stærra húsnæði. En hér er um falskt góðæri að ræða. Rauntekjur almennings hafa ekki vaxið það mikið þennan áratug. Þessi neysla hefur að miklu leyti verið grundvölluð á lánsfé. Vegna hárra raunvaxta hafa bank- ar sýnt óvarkárni og lánað hverjum sem er. Vandamál vegna óvarlegrar lána- stefnu stórra banka eru þegar kunn. Batra brýnir af þessum sökum mikil- vægi sparnaðar fyrir fólki. Hann ráðlegg- ur almenningi að spara eins og unnt er til að undirbúa sig fyrir kreppuna. Hann er svartsýnn á að Reagan-stjórnin eða Bandaríkjaþing muni gera nauðsynlegar breytingar á stefnu sinni. Því segir hann það nú á ábyrgð einstaklinga að reyna að vernda sig sem best þeir geta. Kenningar Ravi Batra byggja að miklu leyti á sögukenningu indverska heimspek- ingsins P.R. Sarkar, sem nefnist félags- ferliskenning eða Social Cycle Theory. Hefur Batra stutt kenningu Sarkars um umbætur á efnahagssviðinu. Nefnist sú kenning framfara- og nýtnikenningin (Progressive Utilization Theory, skamm- stafað PROUT). Um þessar kenningar er fjallað ýtarlega í bók Batra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.