Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 121

Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 121
► einn góðan veðurdag að smíða einhvern þann aflgjafa sem næði því sem næst ljóshraða — og það er langt, langt þangað til — þá væri far frá jörðinni samt sem áð- ur mörg herrans ár á leiðinni til næstu sólkerfa og það tæki marga áratugi og ald- ir bara að kanna nánasta umhverfi okkar. Til þess að eitthvert vit sé í ferðalögum milli stjarnanna þarf því farartæki sem getur farið hraðar en ljósið og það, sagði Einstein, er ekki hægt. Er þá öll spilaborgin hrunin? Nei, við skulum ekki gefast upp strax. Pótt Ein- stein hafi verið mikill vísindamaður og af- stæðiskenningar hans bæði byltingar- kenndar og ótrúlega endingargóðar er engin ástæða til að ætla að hann hafi end- anlega rekið smiðshöggið á eðlisfræðina — og það kringum árið 1915! Vísinda- j menn eru nú þegar farnir að hvíslast á um einhverjar agnir sem ef til vill kannski virðast hreyfa sig hraðar en Ijósið og vís- indaskáldsagnahöfundar eru fyrir löngu búnir að leysa þetta mál. Þeir hafa fundið upp ýmisleg tæki sem gera geimförum kleift að skjótast út úr þessum þrívíða (eða ætti ég að segja fjórvíða?) geimi sem við þekkjum og inn í einhvers konar hyp- er-space eða ofurgeim þar sem förin enda- sendast sólkerfa á milli á fáeinum mínút- ágætu höfundar gleymt að útskýra í smá- atriðum hvernig geimförin þeirra eru knúin áfram en hver veit nema það standi til bóta. Pað má hafa það í huga að fyrir aðeins hundrað árum voru hvorki til bflar, flugvélar né kafbátar á jörðinni og flestir töldu fyrirbæri af slíku tagi óhugsandi um alla framtíð. Af þessu má draga ýmsar ályktanir. Sú augljósasta er að ef einhverjar skyni gæddar verur setja sig í samband við okk- ur og ég tala nú ekki um koma í heimsókn í fyrirsjáanlegri framtíð, þá segir það sig sjálft að þær hljóta að vera komnar miklu lengra á þróunarbrautinni en við menn- irnir, kornabörn á mælikvarða eilífðar- innar. Og hvernig mun okkur falla hlut- verk hinna frumstæðu eyjaskeggja and- spænis framandi og fullkomnum skipum sem koma um kyrruhöf geimsins að sækja okkur heim? Flestir sem þessum málum hafa velt fyr- ir sér að einhverju ráði halda dauðahaldi í þá von og trú að verur sem komnar eru svo langt á þróunarbrautinni að þær geta farið í stórfiskahlaup um sólkerfin hljóti jafnframt að vera svo þroskaðar andlega að þær hafi engan áhuga á að gera öðrum lífverum neitt til miska. Þær séu því góðar og vilji áreiðanlega ekkert frekar en styðja sundurlynd smábörn eins og okkur til far- sældar og friðar. Margir vonast meira að segja beinlínis eftir heimsókn utan úr geimnum einmitt vegna þess að andspæn- is svo goðumlíkum verum eigi mannkynið ekki annars kost en leggja fánýtar deilur sínar á hilluna og koma fram sem samstæð heild, köttur útí mýri. Hugleiðingar af þessu tagi má vissulega til sanns vegar færa, samkvæmt gefnum forsendum. En þetta er samt ekkert víst! Hver veit nema hinar háþróuðu geimverur hafi þrátt fyrir allt bara hug á því að gernýta jörðina okk- ar í sína þágu og gera okkur að húsdýrum, rétt eins og kolkrabbarnir frá Mars í sögu H.G.Wells — auk þess sem raunveruleg- ar geimverur myndu náttúrlega hafa vit á að passa sig á bakteríum! Alla vega er ljóst að ef við fáum heimsókn eigum við fárra kosta völ nema gera það sem okkur er sagt. Við skulum því vona að geimbúarnir væntanlegu (!) verði líkari ET en Svart- höfða. . . En ef alheimurinn er iðandi af lífi, eins og sumir halda fram, hvers vegna höfum við þá ekki orðið vör við það ennþá? í um það bil tvo áratugi hafa vísindamenn beint öllum hugsanlegum tólum og tækjum upp í himinhvolfið í von um að heyra eitthvað, einhver merki þess að þarna úti í stjörn- umprýddu myrkrinu væri ekki tóm lífvana auðn. Hingað til hafa sjónaukarnir (og ég nota orðið sjónaukar í sinni víðustu merk- ingu um öll þau tæki sem beina radíósjón- um sínum út í geiminn) ekki sýnt neitt. Ekki fótspor, ekki hóstakjöltur, ekki um eða dögum og gefa ljósinu langt nef. Algengt er að tala um göng í geimnum í þessu sambandi. Því miður hafa þessir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.