Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 82
götu og heitir Gallery Robert Schoelkopf.
Á þess vegum eru verk hennar sýnd og
kynnt víða. Louise hefur verið búsett í
New York í 40 ár og viðurkenningin kom
ekki á einni nóttu.
Louise kemur eins oft til íslands og hún
getur. Eiginmaður hennar, Leland Bell,
er oftast með í förum, en hann er einnig
málari. Dóttirin Temma hefur einnig lagt
myndlistina fyrir sig. Ætli þau ræði listina
sín á milli heima eða fá þau nóg af slíkri
umræðu í hópi annarra? „Við tölum mikið
um myndlist og gagnrýnum verk hvers
annars," upplýsir Louise. „Og við reynum
að skoða eins mikið af söfnum og sýning-
um og við komumst yfir þegar við erum á
ferðalögum.“ Hvernig líst henni þá á ís-
lenska myndlist? „Ég er yfirleitt á ferð hér
á sumrin og þá er lítið um sýningar, en ég
sé það sem ég get. Það er líf í listinni á Is-
landi og ég hef séð ýmislegt ágætt. Annars
er Lee miklu meiri gagnrýnandi en ég.“
Mörgum þykir full langt liðið síðan
Louise sýndi verk sín seinast á Islandi.
Megum við eiga von á sýningu í bráð? „Já.
Það er fyrirhuguð sýning í Gallerí Borg nú
í vetur og þar verð ég aðallega með ný
verk. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær
vetrar sýningin verður en vonast til að
geta verið við opnunina. Galleríið mitt sér
yfirleitt alveg um sýningar fyrir mig.
Ég sýndi í fyrsta sinn í Noregi í sumar,
nánar tiltekið í Bergen. Ég hafði mjög
gaman af að koma þangað. Ég er af norsk-
um ættum að einum fjórða, afi minn, Jó-
hannes Askevold, var norskur en búsettur
á íslandi. Annars er ég mjög lítið ættfróð
og ættrækin og að því leyti lítill íslending-
ur í mér.“ Hún brosir bara leyndardóms-
full við spurningunni um hvort hún hafi
hitt einhverja norska ættingja sína í ferð-
inni. „Það er aldrei að vita.“
„Næsta sýningin mín verður sennilega í
einhverjum háskóla á austurströnd
Bandaríkjanna. Það verður sýning á verk-
um okkar Nínu Tryggvadóttur." Nína og
Louise voru afskaplega nánar vinkonur
og það er greinilegt að Louise hlakkar til
þessarar sýningar.
Myndir Louise hafa þótt bera með sér
undarlega íslenskt yfirbragð þrátt fyrir að
þær séu flestar málaðar í stórborginni
New York. „Ætli það sé ekki bara vegna
þess að ég þekki ísland best,“ segir Louise
kímin. „Ég mála alls staðar en kannski
frekar litlar myndir hér á íslandi því það
er erfitt að vera að bera of mikið með sér.
Ég fæst einnig við skúlptúr, geri eingöngu
hvítar styttur úr gifsi, en gifsið flyt ég auð-
vitað ekki með mér milli landa."
Hún er staðin á fætur, ætlar að ljúka
gönguferðinni. Það er rétt sem sagt er að
hún er ekki mannblendin og enn síður
frökk þótt sagt sé að hún sé ákveðin þegar
hún vill það við hafa. En hvernig leggst
það í hana að vera við opnun sýningarinn-
ar sinnar í vetur, með öllu því umstangi
sem því fylgir? „Ágætlega. Það er nú ekki
svo slæmt að hitta fólk.“