Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 123

Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 123
en svo mikið er víst að efnin eru til; það eina (!) sem þarf til þess að þau myndi líf eru réttar ástæður. Einn fræðimaður hefur komist svo að orði að vetrarbrautin okkar sé eins og risastórt vöruhús þar sem megi finna alla varahluti í lífið. Hann bjó síðan til samlík- ingu milli vetrarbrautarinnar og reiki- stjörnu sem er ekki búin til úr neinu nema hlutum úr armbandsúri. Á nógu löngum tíma — kannski þúsund milljón árum! — fer ekki hjá því, fullyrðir hann, að vindar og straumahreyfingar alls konar komi saman að minnsta kosti einu brúklegu úri. Þetta minnir á apahjörðina við ritvélarnar og verk Shakespeares; líkurnar gegn þeim efnaskiptum sem mynduðu fyrsta mólekúlið er fjölgaði sér voru stjarnfræði- legar en það var tíminn til verksins lfka. „Lífið var þannig svo til alveg óhugsandi atburður sem hafði svo til óendanleg tæki- færi til að gerast,“ segir hann. Það er að minnsta kosti löngu sannað mál að það sem getur gerst gerist; annars værum við til að mynda ekki hér. Og mið- að við allan þann óteljandi fjölda af sólum sem til eru í alheiminum hlýtur það sann- ast sagna að vera heldur ólíklegt að lífið geti ekki kviknað annars staðar, og ergó: að það hafi ekki gerst — oft! Sólin okkar er á engan hátt merkileg stjarna; hún er ósköp venjuleg miðlungssól og enn hefur ekkert komið í ljós sem gæti gefið til kynna af hverju hún hefði endilega ein systra sinna átt að skreyta sig reikistjörn- um — og þá hvorki fleiri né færri en níu. Samkvæmt síðustu tölum telja stjörnufræðingar að fjöldi sóla í al- heiminum sé einhvers staðar í námunda við tíu þúsund milljarða milljarða, eða — ef menn skilja það betur: 10.000.000.000,- 000.000.000.000. Það er líka að setja sig á háan hest að fullyrða að aðstæður á jörð- inni séu svo einstakar að hér og hvergi annars staðar hafi lífið getað kviknað. Lengi var því haldið fram að fjarlægðin frá sólu, massi jarðar, aðdráttarafl og ég veit ekki hvað mynduðu svo fínt jafnvægi að hér hefði líf orðið til og hvergi annars staðar. Þessi skoðun er á undanhaldi. Nú dæsa menn sumir hverjir meira að segja yfir því hversu litlu hafi þrátt fyrir allt munað að nágrannar okkar Venus og Mars yrðu byggilegir líka — og þá vita- skuld öðruvísi lífi. Öðruvísi. Já, hvernig ætli geimbúarnir okkar líti út? — svo haldið sé áfram þess- um óábyrgu hugleiðingum. Svo mikið er alla vega víst að við megum ekki búast við því að þeim svipi mikið til okkar mann- anna. Maðurinn er að vísu ansi hentugur að allri gerð fyrir jarðneskar aðstæður en á annars konar reikistjörnum þætti hann sjálfsagt fráleit smíð. Það má líka minna á að það munaði ekki nema því sem munaði að dínósárusarnir héldu völdum sínum á jörðinni. Þeir eru oftast taldir hafa verið tröllheimskir og lítt til þróunar fallnir en eins og Carl Sagan benti á í bók sinni Drekarnir í Eden er málið ekki svo einfalt. Um það leyti sem fyrstu spendýrin, for- feður okkar, voru enn smádýr sem földu sig í kjarrinu voru dínósárusarnir í óða önn að reyna að framleiða viti borið líf. Til varð tegundin saurornithoides; litlar skepnur ef miðað er við tyrannosaurus rex; um það bil fimmtíu kíló að þyngd og með heila sem vóg fimmtíu grömm eða svo. Þessi hlutföll eru svipuð og meðal bavíana nútímans og um æðar saurornit- hoides rann að líkindum heitt blóð. Ann- ars líktist dýrið mest kengúru, hafði klær á fótum og langan sveigjanlegan háls. Það gekk upprétt og gat því notað framlapp- irnar til að halda á hvers konar hlutum enda ku saurornithoides hafa búið að býsna háþróuðum höndum með fjórum fingrum. Allt þetta — upprétt staða saurornit- hoides, gripfingur, þokkalegasta heila- stærð og góð sjón — er einmitt það sem gerði spendýrunum kleift að þróast til viti borins lífs er fram liðu stundir. Saurornit- hoides var hins vegar óheppinn; hann dó út fyrir sextíu og fimm milljónum ára líkt og stærstur hluti skriðdýra, af ástæðum sem enn er deilt um þó flestir séu sammála að vágestur í einhverri mynd — hala- stjarna, loftsteinaregn — hafi komið utan úr geimnum. Ef saurornithoides hefði fengið tíma til að þróast áfram, segir Carl Sagan, má allt eins telja líklegt að hann hefði getað spyrnt fótum við framsókn spendýranna og sjálfur fætt af sér tegundir sem þróuðust til vitsmuna. Og þá værum við öll saman litlir dínósárusar! Þessi saga sýnir hversu lítið (!) getur þurft til að breyta rás þróunarinnar og þá um leið hversu erfitt er — og raunar ill- mögulegt — að spá fyrir um útlit vera sem þróast hafa á reikistjörnum þar sem að- stæður eru gerólíkar því sem hér þekkist. Vísindamenn og kannski ekki síst vísinda- skáldsagnahöfundar hafa að sönnu ekki staðist freistinguna og reynt að velta þessu fyrir sér eftir bestu getu. Setja má fram nokkrar almennar athugasemdir. Geti líf til dæmis yfirleitt kviknað á gasrisum eins og Júpíter má telja líklegt að lífverum þaðan svipaði einna mest til loftbelgja eða loftskipa, enda er ekki um raunverulegt yfirborð að ræða á slíkum plánetum. (Sá gamli refur, Arthur C. Clarke, lýsir lífi af þessu tagi í bók sinni 2010; einmitt á Júpí- ter!) Ef um væri að ræða þungar og efnis- miklar plánetur má á hinn bóginn álykta að verur sem þar byggju væru líkastar heljarmiklum hægfara skriðdýrum vegna þess mikla aðdráttarafls sem ríkja myndi við shkar aðstæður. Og plánetur sem væru þaktar vatni eða öðrum vökva? Viti born- ir fiskar? Eyðimerkurheimar? Risavaxnir sandormar eins og lýst er í sögunum um Dunel Hrollkaldar jökulplánetur? Lif- andi ískristallar? Og eru máske sprellfjör- ugar bráðgáfaðar dúnsængur á flökti um Krabbaþokuna? Svona vangaveltur sanna í rauninni að- eins eitt: að e/það er líf, og ég tala ekki um viti borið líf á öðrum hnöttum, þá er það að öllum líkindum furðulegra (frá okkar sjónarhóli) en við höfum enn ímyndað okkur og sennilega öllu furðulegra en við getum ímyndað okkur. Við erum ennþá, eins og hér hefur verið þrástagast á, bara börn á mælikvarða eilífðarinnar og rétt nýfarin að líta upp úr vöggunni. Á næstu árum, áratugum og þó umfram allt öldum eigum við sjálfsagt eftir að verða alveg dolfallin yfir því sem við uppgötvum í kringum okkur — hvort heldur það verð- ur líf eður ei. Nú síðustu misserin hafa vís- indamenn verið að henda á milli sín kenn- ingum um að alheimurinn okkar, með öll- um sínum vetrarbrautum, sé bara einn af óteljandi alheimum sem einhvern veginn fléttist saman. Þessar kenningar eru skammt á veg komnar og ennþá bara teór- ía; kannski verða þær aldrei annað. En það fylgir sögunni að í hinum alheimunum gildi fráleitt sömu eðlisfræðilögmál og við teljum sjálfsögð hér. Aðdráttarafl? Bara brandari. Ljós? Hvað er það? Enginn er eins, allir eru einstakir. Önnur skemmtileg kenning gerir ráð fyrir því að til séu í veröldinni allt að tutt- ugu og sex víddum. Þetta er líka bara reikningsdæmi en með leyfi: Ef við skynj- um bara lengd, breidd, hæð og tímann (að svo miklu leyti sem við höfum áttað okkur á honum), hvernig í ósköpunum eru þá hinar tuttugu og tvær?! Kannski það komi einhverjir á morgun eða hinn og segi okkur allt um þetta. . . HEIMSMYND 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.