Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 24
FRIÐÞJÓFUR HELGASON
Bjarnason bauð mér að aðstoða sig í
heilbrigðisráðuneytinu varð það niður-
staða okkar þriggja að ég flytti mig um
set.“
Halldór sýnir ekki á sér neitt fararsnið
sem kunnugt er úr sjávarútveginum en
hefur fengið nýjan óþreyttan aðstoðar-
mann enda glíman hörð við kvótasvindl-
ara og hvalavini. Sá virðist í fljótu bragði
vera meiri fagmaður en framsóknarmað-
ur en það renna á mann tvær grímur þegar
til þess er litið að hann er systursonur for-
mannsins Steingríms Hermannssonar og
raunar tengdasonur Guðmundar Bene-
diktssonar, ráðuneytisstjóra.
Fast hefur verið lagt að Birni Björns-
syni að takast á hendur starf aðstoðar-
manns formanns Alþýðuflokksins, Jóns
Baldvins Hannibalssonar í fjármálaráðu-
neytinu. Björn er nú hagfræðingur Al-
þýðusambandsins og hefur hann ekki gef-
ið endanlegt svar þótt miklar líkur hafi
verið á því að hann tæki það að sér þegar
HEIMSMYND fór í prentun. Um hann
segir samherji í pólitík að hann kunni
kjarasamninga og skattalög utanað og að
auki kemur hann úr herbúðum Alþýðu-
sambandsins sem ekki þykir verra í
„verkalýðsflokknum".
Friðrik Sophusson varð næst síðastur
ráðherra til að skipa sér aðstoðarmann og
varð Guðrún Zoéga fyrir valinu. Guðrún
er rafmagnsverkfræðingur að mennt og
verður því Friðrik liðsauki á faglega svið-
inu. Hún hefur einnig starfað í flokknum
og á reyndar rætur að rekja til stórmenna
innan hans. Guðrún er dóttir Jóhannesar
Zoega hitaveitustjóra og systurdóttir
Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætis-
ráðherra. Einhvern tímann hefði það
Hermann Sveinbjörnsson,
aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra nýtur
ættartengsla við formann
Framsóknarflokksins.
komið á óvart að Friðrik veldi sér aðstoð-
armann úr röðum Engeyjarættarinnar.
Hann háði sem kunnugt er harða rimmu
við Björn Bjarnason (Benediktssonar) á
árum áður er kosinn var formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna. Friðrik
hafði betur og er haft á orði að Engeyjar-
ættin hafi aldrei fyrirgefið honum að
leggja stein í götu arftaka ættarhöfðingj-
ans.
Jón Sigurðsson, dóms- og viðskiptaráð-
herra, var enn að leita sér að aðstoðar-
manni í fyrrnefnt ráðuneyti er HEIMS-
MYND fór í prentun, og sagði samherji
hans að ákveðið væri að það ætti að vera
löglærð kona sem þyrfti ekki að vera
krati. Ekki þykir heldur ósennilegt að
hann ráði sér aðstoðarmann í viðskipta-
ráðuneytið og er Birgir Árnason talinn
koma til greina, ef hann verður ekki
kvaddur til ábyrgðarstarfa á öðrum víg-
stöðvum.
En hvernig líta aðstoðarmennirnir á
störf sín?
Guðmundur Magnússon, aðstoðar-
maður menntamálaráðherra, leggur
áherslu á að hann sé tilteknum ráðherra til
aðstoðar og það sé alveg ljóst að það sé
ráðherrann sem ráði ferðinni. „Það má
segja að öfugt við fasta embættismenn
ráðuneytisins er ég ekki ráðinn til að fást
við sérstakan málaflokk heldur fæst ég við
þau mál sem ráðherra felur mér hverju
sinni.“
Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heil-
brigðisráðherra, og Jónína Michaelsdótt-
ir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, tóku
bæði undir það að mjög mikilvægt væri að
trúnaður ríkti á milli aðstoðarmanns og
ráðherra. Finnur sagði: „Eg starfa oft að
málefnum sem hvaða embættismaður sem
er gæti í raun unnið. Ástæða þess að ráð-
herrann felur mér sem aðstoðarmanni
slíkt verkefni er þá oft að hann vill fylgjast
með því pólitískt."
Petta kann að vera ein ástæða þess að
margir ráðuneytismenn telja að aðstoðar-
mennirnir séu settir að vissu leyti til höf-
uðs þeim pólitískt. Ymis dæmi eru um að
óglögg verkaskipting milli aðstoðarmanns
ráðherra og annarra í ráðuneytum hafi
valdið misklíð og jafnvel hörðum deilum.
Viðmælendur HEIMSMYNDAR töldu
að verst hefði sambúðin verið á milli Jó-
hanns Einvarðssonar, aðstoðarmanns fé-
lagsmálaráðherra í stjórn Steingríms Her-
mannssonar, og embættismanna í ráðu-
neytinu og þá einkum samskipti hans við
Hallgrím Dalberg, ráðuneytisstjóra.
Embættismaður sem þekkir vel til í
nokkrum ráðuneytum segir að embættis-
mannakerfið hafi óttast um sinn hag þegar
viðkomandi ráðherra tilkynnti að hann
ætlaði að fá sér aðstoðarmann. „Það tal-
aði nánast enginn við þann aðstoðarmann
sem ég þekki best til þegar hann byrjaði í
'' v-
■
■
"
-
Lára Júlíusdóttir erfyrst og
fremst pólitískur aðstoðarmaður
Jóhönnu Sigurðardóttur,
félagsmálaráðherra, en státar líka
affaglegri reynslu vegna starfa
fyrir Alþýðusambandið og að
jafnréttismálum.
ráðuneytinu." Slíkt virðist ekki vera eins-
dæmi innan annarra ráðuneyta. Embætt-
ismenn hafa óttast að aðgangur þeirra að
ráðherra yrði takmarkaður og aðstoðar-
manninum yrðu falin skemmtilegustu
verkefnin. Auk þess þykir embættis-
mönnum oft akkur í því að vinna að verk-
efnum beint fyrir ráðherra.
Annar embættismaður dregur ekki dul
á að viss öfund sé fyrir hendi. „Ég fæ ekki
betur séð en sá aðstoðarmaður sem ég
þekki best til hafi hreinlega unnið obbann
af embættisverkum ráðherrans“ segir
hann.
En hvernig er litið á aðstoðarmennina
innan flokkanna? Kjartan Gunnarsson.
framkvæmdastjóri Sj álfstæðisflokksins,
segir að aðstoðarmenn ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins hafi fram að þessu reynst
ákaflega vel enda orðið að vinna myrkr-
anna á milli. Hann benti á að í flestum til-
fellum væru þeir valdir úr hópi yngri
flokksmanna. Fleiri taka undir með Kj art-
ani um mikið vinnuálag á aðstoðarmönn-
um og að því leytinu er ljóst að það er ekki
sældarlíf sem þeirra bíður sem nú hafa ný-
verið ráðið sig í þær stöður
Alþýðuflokksmaður sagði hins vegar
að hann hefði heyrt ónot í garð aðstoðar-
manna úr öllum flokkum. Ymsum fyndist
þeir vera valdir án tillits til starfa þeirra
innan flokkanna. Mörgum þætti óeðlilegt
að kalla til ópólitíska menn eða menn úr
öðrum flokkum eins og gerðist er Björn
Dagbjartsson síðar þingmaður sjálfstæðis-
manna aðstoðaði alþýðuflokksmanninn
Kjartan Jóhannsson er hann var sjávar-
útvegsráðherra. Þykir þeim þá nær að
umbuna fórnfúsum flokkshestum.