Heimsmynd - 01.10.1987, Side 88

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 88
bara: „Ég má! Hanna má!“ Pabbi og mamma vildu aldrei viðurkenna það en ég var mesti skaphundur fram eftir öllum aldri, skellti hurðum og ég veit ekki hvað. Svo þegar ég komst á gelgjuskeiðið sá ég að þetta gekk ekki; þá fór ég að temja mig og hemja og núna er ég ljúf sem lamb!“ Faðir Hönnu Maríu tók mikinn þátt í starfi leikfélagsins í Keflavík og ung fór hún að leika í skólaleikritum, hjá skátun- um og þess háttar. Annars voru áhuga- málin margvísleg; hún var Iþróttafrík að eigin sögn og komst að lyktum í unglinga- landslið kvenna í handbolta og bítilæðið fræga í Keflavík fór heldur ekki fram hjá henni. Þá riðu Hljómar um héruð og Hanna María Karlsdóttir fylgdi þeim hvert á land sem var. Hetjurnar voru Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson. Hún brosir þegar hún rifjar þessa tíma upp. „Mamma hafði af ein- hverjum ástæðum lagt áherslu á að við börnin hennar lærðum öll á hljóð- færi þegar við vorum krakkar. Ég byrjaði að læra á blokkflautu, fór síð- an að læra á fiðlu en hætti því af því mér var strítt svo mikið. Ég var eini krakk- inn í Keflavík sem var að læra á fiðlu og eftir að hrekkjusvín hrópaði einu sinni: „Hanna fiðla! “ á eftir mér þegar ég var að burðast með fiðlukassann minn í skólann var mér allri lokið. Ég reyndi að fela fiðl- una undir úlpunni minni um tíma en gafst svo upp og fór að læra á píanó. Mamma fór alltaf í sfld til að standa undir þessu tónlistarnámi okkar krakkanna og hún keypti handa okkur þetta rosalega fína Hönning & Möller píanó. En þá braust bítlafárið út og ég gat ekki hugsað mér að læra á neitt annað en gítar. Bróðir minn spilaði á rafmagnsgítar með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík og gott ef hann komst ekki einhvern tíma svo langt að spila með KK-sextettinum. Hann æfði sig alltaf í hádeginu þegar hann kom heim úr frystihúsinu og þá sat ég berg- numin og horfði á hann. Þannig lærði ég á gítar og fannst ég vera eins og Gunni Þórðar. Annars man ég að ég labbaði yfir- leitt framhjá heimili Gunna Þórðar þegar ég fór í skólann í gaggó og þá var hann allt- af að æfa sig á trommur sem mér fannst voðalega merkilegt. Ég man líka eftir því þegar Rúnar Júlíusson kom fyrst fram með Hljómum. Þá var hann með svarta leðurhanska af því hann var með svo mikl- ar blöðrur á höndunum og svo feiminn að hann faldi sig eiginlega bak við magnar- ann. En feimnin fór nú fljótt af honum; áður en nokkur vissi af var hann farinn að klifra upp um allt í Glaumbæ, ber að ofan.“ Hanna María ætti að vita það; hún var fastagestur í Glaumbæ meðan hann var og hét. „Ég var í stórri klíku og við komum alltaf keyrandi í bæinn á tveimur trylli- tækjum og vorum svo góðir kúnnar að við áttum fast borð sem beið okkar, hvenær sem okkur þóknaðist að koma. Á þessum tíma var ég sannfærð um að ég þyrfti alltaf að vera ógurlega skemmtileg og þess vegna reytti ég af mér gamansögur og lék á als oddi; annars hélt ég þau vildu ekki hafa mig með. Samt voru krakkarnir í klíkunni flestallir einu ári yngri en ég.“ Feimni kom líka í veg fyrir að Hanna María færi strax út í leiklistarnám sem hana langaði þó til. Hún lék samt með Leikfélagi Keflavíkur og einu sinni kom Ævar R. Kvaran að setja upp verk Einars afa síns, Syndir annarra. Hann varð svo hrifinn af leik unglingsstúlkunnar að hann hvatti hana eindregið til að koma til Reykjavíkur og læra leiklist. Það var freistandi — en hún þorði ekki. Þá hugðist hún leggja fyrir sig hitt óskastarfið, hjúkr- un, en heimilislæknirinn hennar lagði blátt bann við því, vegna þess að stúlkan þjáðist af slæmum bakverk um þær mund- ir. Hanna María Karlsdóttir ákvað þá að sætta sig við að hún fengi líklega ekki það sem hún vildi í lífinu og eftir gagnfræða- skólanám fór hún að vinna á skrifstofu Keflavíkurverktaka á Vellinum. „Eg var skrifstofumær í samtals níu ár. Eftir þrjú ár á Vellinum sótti ég um hjá ut- anríkisráðuneytinu, aðallega vegna þess að ég vissi að það myndi brátt losna staða í sendiráðinu í Washington og þar átti ég kærasta. Við vorum búin að vera saman síðan ég var þrettán ára; þá hittumst við í skrúðgarðinum í Keflavík og fórum í elt- ingaleik sem endaði með því að hann datt ofan á mig og við urðum kærustupar. Þetta var ást við fyrstu sýn! Faðir hans var Bandaríkjamaður og hann flutti út með foreldrum sínum eftir nokkur ár en ég var svo trygglynd að ég sat í festum árum sam- an. Ég var aldrei með öðrum strákum; hann var kærastinn minn og ég var kær- astan hans. Svo fór ég út til Washington með hjartað í buxunum og eftir árið flosn- aði upp úr sambandinu. Nú er hann ein- hleypur í Kaliforníu og ég er einhleyp í Reykjavík. Þetta heitir að fara illa með bestu ár ævi sinnar. . .“ í Washington var Hanna María í þrjú ár og umgekkst víst aðallega aðra Islend- inga. Hún fann sér þó annan kærasta með- al hinna innfæddu. „Það var hann Tommi minn,“ segir hún og brosir fallega. „Æ, ég hef alltaf séð svolítið eftir honum Tomma mínum. Hann var svo góður! Ég held að það hafi gert mig að betri manneskju að kynnast honum; hann er áreiðan- lega besta manneskja sem ég hef kynnst um dagana. Nei. . . — jú! Ég verð allt- of svo melló þegar ég hugsa um hann Tomma minn. Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar við fór- um einu sinni til Hawaii og gengum þar eftir eyðilegri sandströnd og sama hvert litið var var ekkert að sjá nema himin og haf og pál- matrén á ströndinni, hvergi manneskja nema við, og þetta var ógurlega rómantískt og ég var með nefhlíf og sólkrem. . .“ Eftir þriggja ára vist í Bandaríkjunum fannst Hönnu Maríu kominn tími til að halda heimleiðis. „Mér fannst ég vera farin að sökkva með annan fótinn í Ameríku og það vildi ég ekki. Ég fór heim en hann Tommi minn varð eftir. Kannski hefði ég betur tekið hann með mér? Hann gerði mér þann grikk fyrir nokkrum árum að giftast einhverri gellu; þá skrifaði ég hon- um langt og harðort skammarbréf!" Hanna María Karlsdóttir, heimkomin frá Bandaríkjunum, fór aftur að vinna hjá utanríkisráðuneytinu. Svolítið óráðin eins og venjulega en þá sá hún tilkynningu í blaði; SÁL-skólinn var að auglýsa eftir nemendum. „Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Úti í Ameríku hafði ég einu sinni ætlað í kvöld- skóla í leiklist og fékk send að heiman alls konar plögg og pappíra fyrir umsóknina og fór í heljarinnar mikið enskupróf en svo þegar á hólminn var komið guggnaði ég. Ég þakka það eiginlega Helgu Hjörv- ar, kennara við SÁL-skólann og nú skóla- stjóra Leiklistarskólans, að ég lagði í að sækja um. Einhvern veginn hafði ég mig í að hringja í hana og hún stappaði í mig stálinu. Ég var rosalega nervus, þekkti engan í Reykjavík en loksins lét ég mig hafa það.“ Flestallir sem voru í SÁL-skólanum tala um ár sín þar sem einhvern besta tíma ævi sinnar. Hanna María er þar engin undantekning þó hún hafi raunar ekki verið í skólanum nema eitt ár. Húsnæði skólans, Hótel Vík, var óhentugt og í nið- Kaliforníu og ég er einhleyp í Reykjavík. Þetta heitir að fara illa með bestu ár ævinnar. 88 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.