Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 41

Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 41
Þessi skýrsla hefur valdið þó nokkrum ugg en í ljós kom að framleiðni hér er mun minni en annars staðar. „Ég þarf engar tölur til að komast að því að agi er ekki til staðar né virðing fyrir vinnunni,“ segir Davíð Scheving Thorsteinsson fyrrum formaður Félags íslenskra iðnrekenda. „Þetta er skortur á stolti segir hann ennfremur. Aðrir tala um ábyrgðarleysi. „Fólk reynir að komast eins auðveldlega frá verki sínu og unnt er. Vinnusvik eru daglegt brauð,“ segir ungur vinnuveitandi. Mörgum ber saman um að karlar af eldri kynslóðinni séu mun samviskusamari en þeir yngri. „Það heyrir til undantekninga að karlar af eldri kynslóðinni notfæri sér veikindadaga í fyrirtækjum," segir Davíð Scheving Thorsteinsson. „Ungir karlar vita hins vegar að hér er næga vinnu að fá. Þeir þurfa ekki að leggja sig alla fram, þeir geta alltaf fengið vinnu annars staðar. Afstaða manna og stoltleysi (þessu velferðarþjóðfélagi lýsir sér í tilhneigingu til að spila á kerfið sem hér áður fyrr hét að vera upp á sveitina kominn og þótti mesta hneisa." Sigfús Erlingsson framkvæmdastjóri Flugleiða sem lengi starfaði sem yfirmaður Flugleiða í New York segir að starfsandinn hér sé ekki sá sami og þar. „Það er erfitt að fá menn hér til að vinna af fullri einlægni." Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sem einnig starfaði sem yfirmaður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum tekur í sama streng: „Bandaríkjamenn vinna betur en íslendingar." Sigfús Erlingsson segir að það sé ekki gífurlegur munur á körlum og konum í vinnu, þó konur séu eitthvað samviskusamari. „Hins vegar virðist íslenskar konur skorta metnað til að vera fagmanneskjur." Ungur menntamaður sem nýlega setti á fót eigið fyrirtæki segir hins vegar: „Ég vil eingöngu ráða konur og borga þeim vel.“ íslenskir karlar vinna í skorpum að mati Sigfúsar Erlingssonar framkvæmdastjóra. „Þegar þeir vinna vel í þessum skorpum sínum þá er eins og þeir séu að verðlauna sig. Maður getur aldrei treyst á fullkomlega eðlileg afköst sem er hins vegar reglan í Svíþjóð og Bandaríkjunum, þaðan sem ég hef reynslu. Þjónustulund er ekki til (fari íslenskra karla. Þeir kvarta undan laununum en athuga ekki að það er þeirra að velja sér vinnuveitanda og þegar þeir hafa valið verða þeir að standa við sitt. Það skortir hér tryggð við starf og fyrirtæki." Davíð Scheving Thorsteinsson segir að íslenskir iðnaðarmenn vinni eingöngu vel séu þeir að vinna fyrir sjálfa sig. „Annars þarf maður að standa yfir þeim, jafnvel krjúpa á hnjánum og biðja þá að reyna að ljúka verkinu. Það voru þýskir iðnaðarmenn að vinna við að leggja gólf hjá mér síðasta sumar og íslenskur múrarameistari sagði að það þyrfti þrjá íslendinga til að skila svipuðum afköstum og einn Þjóðverji. Sem yfirmenn í fyrirtækjum sem þeir eiga ekki sjálfir eru margir íslenskir karlar einnig gagnrýndir. „Séu afköstin í fyrirtækinu ekki nógu góð er sökin stundum ekki síður þeirra sem eru settir yfir. Það skortir mikið á að menn þori að taka ákvarðanir. Þeir gleyma því að byggja upp liðsanda, að fá starfsfólkið til að vera þátttakendur í að ná fram markmiðum,“ segir Sigfús Erlingsson. Hann segir þó íslensku karlþjóðinni til hróss að undir álagi séu fáir betri en því miður sé leti alltof almenn. Ótal margir taka undir þessa skoðun. Jafnt, gott viðmót virðist ekki einkenna íslenska karla í vinnu. Letin virðist fremur landlæg. „Þá skortir sjálfsagða þjálfun í umgengni við starf sitt og aðra,“ segir einn forstjóri. í einkageiranum ber mönnum saman um að mætingar hafi batnað þótt enn sé þeim í mörgu ábótavant. Varðandi vinnugleði hjá hinu opinbera eru skiptar skoðanir. „Þetta eru möppudýr. Enda keypti ég skordýraeitur og gaf til ríkisfyrirtækis um daginn,“ segir Davíð Scheving Thorsteinsson. „Möppudýrunum má segja það til hróss að þau eru dugleg að framleiða pappír og vandamál." Andstætt þessu segir háttsett kona í einu ráðuneytanna: „Karlmenn eru almennt duglegir og skipulagðir. Þeir nálgast verkefni af áhuga og ósérhlífni, enda skipuleggja þeir líf sitt og stefna að settu marki." Konur eru almennt ekki háttskrifaðar í stjórnsýslunni, þar ráða karlar lögum og lofum þótt nokkrar konur séu titlaðar deildarstjórar. Allir hafa heyrt sögur af skriffinnum, mönnum með stafla af skjölum á borðinu sínu og sögur af tregðulögmáli sem ræður afgreiðslu mála hjá því opinbera. Þá ganga jafnframt sögur af bruðli í bákninu, ferðalögum embættismanna og gegndarlausum risnukostnaði. „Þetta á víða við þar sem menn bruðla með annarra fé,“ segir ungur maður í stjórnsýslunni. Fjármálastjóri nýstofnaðs fyrirtækis á fjármálasviðinu tók yfirmann sinn sem dæmi um hinn táknræna framagosa sem lægi örugglega ekki andvaka fyrr en f BRAGI Þ. JÓSEFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.