Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 57
LÍFSHÆTTIR
íSÁim
f
K ,
einar, sjálfstœðar konur,
engum háðar. Hvernig
sjá þœr sjálfar sig?
Leiðist þeim aldrei? Eða
eiga þœr kannski fcerri
stundir einar en þcer
vildu.
Sagt er að eini félagsskapur sem maður
verður að velja af sérstakri kostgæfni sé
eigin félagsskapur. Undan honum er erfitt
að komast.
Hvað segja konur sem búa einar.
Hverjir eru kostirnir og hverjir eru gall-
arnir? „Ég á erfitt með að finna einhverja
galla á því,“ segir Anna Geirsdóttir lækn-
ir. Hún hefur búið ein meira og minna frá
16 ára aldri og nær óslitið í 13 ár. í sama
streng taka Elín Pálmadóttir blaðamaður
á Morgunblaðinu og Sigríður Ingvarsdótt-
ir deildarstjóri í samgönguráðuneytinu.
HEIMSMYND tók hús á þesssum þrem-
ur konum til að ræða við þær um hvernig
þeim þætti að búa einar. Ekki var annað
að sjá á heimilum og konunum sem þar
bjuggu en þær kynnu því mæta vel. Mikið
af bókum upp um allar hillur, skemmti-
legum bókum. Bókum sem mann langar
alltaf til að lesa en hefur aldrei tíma.
Skyldu þær hafa tíma? Listaverk á veggj-
um, ferðasögur í formi muna frá framandi
löndum.
Á einum stað tölva í stofunni, hluti af
vinnu blaðamannsins Elínar. „Ég þyrfti
að stækka við mig en hér kann ég vel við
mig.“ Á áttundu hæð með útsýni yfir
Sundin bæði á sjó og landi. „Ég bý í lítilli
íbúð vegna þess að ég vil frekar eyða tíma
og peningum í ferðalög en húsnæði og að
þrífa til heima hjá mér.“ Hjá Sigríði grípur
stór flygill augað. Ekki bara til skrauts því
hún spilar á hljóðfærið. Nótnablöð með
tónlist vitna um það. Heima hjá Önnu er
greinilegt að listin er í hávegum höfð,
bæði mynd- og matarlyst. Þeir sem gerst
þekkja segja að hún sé góður kokkur.
Og þó veit maður að ekki kunna allir
því jafn vel að vera einir. Á samtölum við
þessar þrjár konur má finna að þær eiga
ýmislegt sameiginlegt. Þær eru ánægðar
með einbýlið, án þess að hafna öðru lífs-
mynstri. Þær eiga það sammerkt að eiga
góða vini og finna lítið fyrir einangrun.
Þær þekkja ekki það sem aðrar konur
finna einbýlinu helst til foráttu: „Mér
fannst gengið fram hjá mér meðan ég bjó
ein. Mér var ekki boðið með hjónafólki,"
segir ein sem er ekki sammála þeim. „Ég
held að það sé ekki komið svona fram við
karlmenn." Önnur, einnig ósammála,
kveður fastar að orði. „Mér fannst ömur-
legt að vera ein í sólarlandaferð. Þess var
vandlega gætt að ég kæmi aldrei með ef
eitthvað var að gerast. Ég var svo græn að
stinga upp á því við einhverja íslendinga
að við skryppum saman út en var þá fryst
úti. Mér fannst ég vera eins og gangandi
hættumerki.“ Einmanaleiki getur fylgt
því að búa einn. En svo þarf ekki að vera.
EFTIR ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR BJÖRNSSON
„Ég var vöruð við því þegar ég skildi
fyrir nokkrum árum að vinirnir myndu
hætta að bjóða mér heim og ég yrði mikið
ein,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir. „Sú
varð ekki raunin. Ég á góða vini sem ég
hef þekkt lengi og hef síst minna samband
við þá nú en á meðan ég var gift. Þeir líta
ekki á líf mitt sem ögrun eða eitthvað til
að rísa upp gegn.“ Anna Geirsdóttir tekur
jafnvel dýpra í árinni: „Ég hef alltaf verið
mikið út á við og læt vini mína ekki kom-
ast upp með að hætta að hafa samband.
Vinkonurnar hverfa kannski smá tíma
meðan þær eru í tilhugalífinu það varir
ekki lengi. Fólk er mismunandi félagslynt
hvort sem það er í sambúð eða ekki. Ég
hef alltaf verið mikil félagsvera, þó að mér
finnist gott að geta verið ein. Og stundum
er ég hreinlega tekin inn í fjölskyldur vina
minna.“
Stundum getur þeim sem eru einir á
ferð veist auðveldara að kynnast fólki en
þegar þeir eru með ferðafélaga með sér.
„Þegar ég ferðast ein erlendis, með lest-
um eða öðrum almenningsfarartækjum
fer fólk strax að tala við mig,“ segir Elín.
„Ef tveir íslendingar eru saman á ferð og
tala saman íslensku hafa þeir litla mögu-
leika á að kynnast fólkinu í landinu. Mér
finnst tvímælalaust kostur að ferðast ein
þótt ég hafi ferðast með ágætum ferðafé-
lögum. Þannig ferðir verða allt öðru vísi.
Starfs míns vegna hef ég ferðast mikið. Ég
bjó talsvert erlendis þegar ég vann hjá
Sameinuðu þjóðunum og var í utanríkis-
þjónustunni og mér hefur aldrei fundist
erfitt að kynnast fólki. Ferðalögin eru eitt
aðaláhugamál mitt og ein af ástæðunum1
fyrir því að ég hef verið svo lengi í blaða-
mennsku. Ég hef oft samband við blaða-
mannaklúbba eða vini vina minna í því
landi sem ég fer til og þannig kynnist ég
mörgum. Oft er fólk miklu opnara í stutt-
um kynnum sem skapast á ferðalögum en
annars væri, vegna þess að kynnin eru
bundin við takmarkaðan tíma. Ég skrifa
þessum vinum mínum jólakort ef ég man
en ég held að oft sé til lítils að halda áfram
kynnum sem verða á ferðalögum eftir að
heim er komið. Þá fer fólk að lifa og hrær-
ast í svo ólíku umhverfi og með óhk við-
horf og á ekki lengur neitt sameiginlegt.
Vissulega eru ákveðin atriði sem þarf
að taka tillit til ef maður ferðast einn. Það
lærist af sjálfu sér. Ég hef með mér blað
eða bók á matsölustaði ef ég vil ekki vera
ónáðuð. Geng úti við vegabrúnina en ekki
upp við húsasund erlendra borga, kaupi
ekki ís eða ávexti af götusölum. Enda hef
ég ekki fengið í magann nema einu sinni
erlendis og það var í skipulagðri sólar-
HEIMSMYND 57