Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 108
Yves Saint Laurent er ekki lengur konungur hátískunnar í París. Helsta nýjungin hjá
honum eru yfirhafnir úr leðri með bryddingum úr refaskinni.
einkenni Diorlínunnar í vetur er aftur-
hvarf til sjötta áratugar, einkum áberandi
í yfirhöfnum.
Jean-Louis Scherrer sem er
helst þekktur fyrir kvöldkjóla
tók mið af Vínartískunni frá
síðustu öld fyrir næsta vetur.
Að vísu er hann mun sparsam-
ari á efni en margir aðrir.
Arabar eru helstu viðskiptavinir hjá
Scherrer sem fleirum en sagt er að þeir
kaupi upp áttatíu prósent hátískunnar.
Franskar konur eru af þessum sökum (og
líka vegna fjárskorts) sagðar í minnihluta
þeirra sem kaupa hátískuna. „Ef útlend-
ingar ganga í þessu ganga þær í einhverju
öðru,“ sagði kunnur aðili úr tískubransan-
um.
Á sýningu Féraud var einnig mikið um
kvöldkjóla en heiðri hússins var haldið
upp af Helgu Björnsson að mati þeirra
sem til þekkja, því fatnaður annarra
hönnuða hjá Féraud vakti litla athygli í
samanburði. Helga fékk ekki aðeins lof
fyrir stórglæsilega kvöldkjóla og mynstrin
sem hún er þegar orðin þekkt fyrir heldur
einnig fyrir skartgripi sína. Skartgripir eru
mjög mikið í tísku í ár og Yves Saint Laur-
ent lét þau orð falla að konur ættu að geta
skrýðst skartgripunum einum.
Karl Lagerfeld, einn athyglisverðasti >
Parísarhönnuðurinn undanfarin ár, hefur
heldur betur lífgað Chanel-línuna við og
að sumra mati einum of. Hann útfærði til
dæmis hina sígildu Chanel-dragt mjög
þrönga með gylltum bryddingum, „eins
og hann væri með Kleópötru í huga,“
sagði einhver.
Pierre Cardin sem nú er hálf-
sjötugur hefur verið titlaður
guðfaðir stuttu tískunnar.
Hann heldur sig ennþá við
stutt, leggur áherslu á mitt-
ið og sýndi meðal annars
mjög stutta kjóla yfir þröngum, svörtum
teygjubuxum og uppháa hanska sem voru
lengri en pilsfaldurinn. „Ég aðhyllist nú-
tímalega línu í minni tísku, ekki aftur-
hvarf til fyrri alda, kúrekastíl eða Holly-
woodlínu fyrri ára,“ sagði hann.
Það var tískuhús Pierre Balmain sem
hlaut gullfingurbjörgina að þessu sinni en
það er sú viðurkenning sem útvaldir
blaðamenn veita tískuhönnuði þeim sem
þykir skara fram úr hverju sinni. Aðal-
108 HEIMSMYND