Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 36

Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 36
„Karlremba hlýtur að vera fólgin í yfirgangi, fordómum og frekju gagnvart konum. “ - FLOSI ÓLAFSSON karlar sneiði hjá þeim í samræðum, oft vitandi að þær hafi jafnvel meiri áhuga á umtalsefninu eða þekkingu en þeir sem talinu er beint að. Dulin karlremba kerfisins er fólgin í því að útiloka konur. Þetta bendir fjölmiðlagagnrýnandi Morgunblaðsins á nýlega þegar hann álasar stjórnanda sjónvarpsþáttar fyrir að kalla ekki konur til skrafs og ráðagerða heldur eintóma karla. Segir gagnrýnandinn að þessi karlveldisdýrkun sé stunduð í íslenskri fréttamennsku þar sem það heyri til undantekninga að leitað sé álits kvenna í sú hlið karlrembunnar sem margar konur kvarta undan er tilraunir karla til að tala niður til þeirra. Ung, háttsett kona í stjórnsýslunni segir að þetta komi meðal annars fram í ávörpum karla, heyrðu vinan, jœja góða eða sœl ástin mín. Önnur tekur undir og segir að stundum sé hún kölluð stelpa á fundum, jafnvel af undirmönnum sínum. Sú segist þó hafa þá reynslu að karlmenn séu yfirleitt óhræddir við að veita aðstoð og upplýsingar og telji það ekki skerða sjálfsvirðingu sína að leita ráða hjá konum eða að taka við boðum frá þeim. Arni Bergmann ritstjóri segist telja að karlrembu gæti síst í hópi hinnar sæmilega menntuðu miðstéttar. Hann nefnir sem dæmi kennarastétt. Er hugsanlegt að jöfn laun kynjanna þar geri það að verkum að karlar setja sig ekki á háan hest? Islenskir karlmenn sem eru kvæntir útlendum konum eru margir sammála um það að konur þeirra líti almennt á íslenska karlmenn sem durga. „Islenskir karlmenn hugsa mjög lítið um hegðun sína,“ segir Árni Bergmann. „Þeir eru ekkert að velta fyrir sér framkomu sinni eða hvað sé viðeigandi. Erlendis er framkoma stéttbundin. Menn úr efri lögum samfélagsins eru auðþekktir af því sem kallast siðfáguð framkoma. Durgsleg framkoma eða lítt fáguð er einkenni lægri stétta í sovésku þjóðfélagi." Árni Bergmann skefur ekki af hlutunum þegar hann segir íslenska karlmenn þurfa að losa sig við þá frekju sem almennt einkenni þá. Hér er ég og ég hef réttfyrir mér! SIÐFÁGUNIN? Því hefur oft verið haldið fram að íslenskir karlmenn séu engir sérstakir herramenn. Sjentilmennska hefur löngum ekki átt upp á pallborðið hjá íslenskum karlmönnum. Margir íslenskir karlmenn svara því til að sjentilmennska sé yfirborðsleg kurteisi eða hégómi. Englendingar sem oft hafa verið orðlagðir fyrir almenna kurteisi eða siðfágun myndu taka í annan streng. Þar er viðkvæðið að siðfágun verði til með þremur kynslóðum eða; að sjentilmaður sé enginn nema honum sé það í blóð borið. Góðir siðir þurfi að þróast mann fram af manni. Því segir Árni Bergmann að íslenskir karlmenn séu enn á milli vita. „Ég held að íslenskir karlmenn geti vart kallast durgar en þeir eiga samt langt í land að læra almenna tillitssemi. Þeir eru hvorki sveitamenn né heimsborgarar." Davíð Scheving Thorsteinsson segist telja kurteisi eða siðfágun aldursbundna í íslensku þjóðfélagi. „Mér var kennt að standa upp fyrir eldra fólki og þegar ég heilsaði konum. En yfirborðsmennska einkennir marga útlendinga sem ofgera þjóðmálaumræðunni. Karlremba í persónulegum samskiptum kynjanna er hins vegar lítt dulin. I nýlegri skoðanakönnun á vinnustað kom í ljós að flestar konur töldu sig verða fyrir beinni kynferðislegri áreitni af hálfu karla. Var vísað til líkamlegra þreifinga, þukls og klúryrða. En þessi remba tekur á sig fleiri myndir. „Kúltíverað fólk þarf ekki á karlrembu að halda,“ segir Flosi Ólafsson. En 36 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.