Heimsmynd - 01.10.1987, Side 30

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 30
VIÐSKIPTI EFTIR GUNNAR SMARA EGILSSON ] i A Sölvhóls- götunni heyrist jafnvel sú skoðun að harka í viðskiptum sé mannúðleg. rennir sér Pað var stór sprengja sem stjórn Sam- bandsins læddi hljóðlega inn á blaða- mannafund um miðjan ágúst. Sambandið hafði gert tilboð í 67 prósent hlutafjár Út- vegsbankans hf. Þar með varð uppstokk- un bankakerfisins ekki frestað lengur. Uppstokkun er hafði verið yfirlýst stefna hverrar ríkisstjórnar á fætur annarri. Allt frá því að ríkisskipuð nefnd skilaði af sér því áliti árið 1971. Það var því langur þráður í sprengjunni. En hvað kom mönnum þá á óvart? Að frumkvæðið skyldi að lokum vera hjá Sambandinu? En hvernig leit staðan út frá sjónarhóli Sambandsins? Uppstokkun í bankakerf- inu var óumflýjanleg. íslenskir bankar eru of smáir, framleiðni ekki næg og þeir skila því of litlum arði. Petta kerfi er mun dýr- ara en víðast erlendis. Sambandið átti fyr- ir lítinn banka, Samvinnubankann, með 346 milljón króna eigið fé. Sá banki hefur ekki haft mikið frumkvæði í þeim hrær- ingum sem hafa átt sér stað á fjármagns- markaðinum á undanförnum misserum. Samvinnubankinn stofnaði ekki veðdeild fyrr en síðastliðið vor, síðastur banka utan Útvegsbanka. Á síðasta ári stofnaði bank- inn fjármögnunarleigufyrirtækið Lind hf. ásamt Samvinnusjóði íslands og franska bankanum Banque Indosuez. Lind fór hægt af stað, en starfsemin hefur verið að lifna á síðustu mánuðum. Pað er kannski dæmigert fyrir það hversu lítið Sambandið hefur beitt sér á þessum markaði, að þegar það gaf út sín fyrstu skuldabréf sá Kaupþing um sölu þeirra. Landsbankinn sá síðan um sölu annars verðbréfaflokks þess. Það var því ljóst að Sambandið var ekki vel búið undir sviptingar á fjármagns- markaðinum og þá samkeppni sem þær leiða af sér. Uppstokkun bankakerfisins fótskriðu leiðir af sér stærri og öflugri banka. Ýmsar nýjungar hafa rutt sér til rúms á þessum markaði að undanförnu og enn fleiri er að vænta. í þann darraðadans hefði Sam- bandið lítið með Samvinnubankann að gera, jafnvel þó hann gleypti Alþýðu- bankann. Saman hafa þessir tveir bankar ekki nema 8 prósent af heildarveltu bank- anna. Sambandið hefur því séð sína sæng upp- reidda. Ef öflugur einkabanki rís upp úr öskustó Útvegsbankans, með Iðnaðar- banka og Verslunarbanka innanborðs, myndi hann veita ríkisbönkunum aðhald og grimm samkeppni á fjármagnsmarkað- inum hæfist. Þá samkeppni stæðist Sam- vinnubankinn ekki. Þá lægi beinast við að breyta honum í sparisjóð. Það má því segja að Sambandið hafi verið að vernda þá fjármuni sem það hef- ur þegar sett í fjármagnsfyrirtæki sín með tilboðinu í Útvegsbankann, um leið og það er að tryggja viðskiptastöðu sína. Bankastarfsemi á íslandi er nefnilega tal- in álitleg viðskiptagrein á komandi árum. Erlendis þar sem gerðar hafa verið til- slakanir á fjármagnsmarkaði hefur mikil uppstokkun fyrirtækja á þessu sviði fylgt í kjölfarið. í Bretlandi er talað um Big Bang sem er fólgið í því að kaupa eða vera keyptur sjálfur. Því hafa risið upp blokkir sem spanna allt svið fjármagnsþjónustu. Þjónustan hefur orðið æ samhæfðari sem sést vel á því að tryggingastarfsemi og bankar eru að færast nær hvort öðru. Breytingar á þessum markaði hér hafa ekki enn náð jafn langt. Samt sem áður má sjá þess merki að undanfarið hafi verið að myndast blokkir á fjármagnsmarkaðin- um. Þessar blokkir samanstanda af bönk- um, tryggingafélögum, sterkum erlend- um bakhjörlum, verðbréfamörkuðum og fj ármögnunarleigufyrirtækjum. 30 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.