Heimsmynd - 01.10.1987, Side 77

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 77
DÓMSMÁL EFTIR ÁRNA SNÆVARR KYNFERÐISAFBROT í SVIÐSLJÓSINU Umræður um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur og mánuði og orðið til- efni óvæginna skoðanaskipta. Tæpast er um það deilt að kynferðisleg misnotkun barna er alvarlegt þjóðfélagsmein. Er- lendir sérfræðingar telja að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verði fyrir kynferðislegri áreitni í æsku. Sum þessara barna bíða þess aldrei bætur. Brotamað- urinn er oft náinn ættingi eða heimilisvin- ur, oftast venjulegur maður. Reynslan sýnir að börn bera iðulega harm sinn í hljóði og því komast fæst málin upp, nema fyrir tilviljun. Fjölmiðlar hafa óneitanlega dregið sifjaspell og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fram í dagsljósið en umfjöll- un þeirra hefur engu að síður verið gagn- rýnd og því haldið fram að farið hafi verið út fyrir velsæmismörk. Viðtöl DV og sjónvarpsins við grunaða og kærendur í Svefneyjamálinu hafa einkanlega dregið dilk á eftir sér. Útvarpsráð og útvarps- stjóri hafa gagnrýnt fréttastofu sjónvarps fyrir efnistök og talið umfjöllun hennar ámælisverða. í því írafári sem varð vegna þessara mála í ágústmánuði var þó engu líkara en málefnið sjálft hyrfi í skuggann af deilum um vinnubrögð blaðamanna. Flestir eru sammála um að kynferðis- legt ofbeldi gegn börnum sé miklu út- breiddara en ætla mætti og að aðstoð við fórnarlömb og forvarnarstarfi hafi verið lítið sinnt af yfirvöldum. Fram hjá því verður ekki horft að kyn- ferðisleg áreitni í garð barna hefur afdrifa- ríkar afleiðingar í för með sér. Sálfræðingar telja að kynferðisleg áreitni af hvaða tagi sem hún er sé mjög al- varleg fyrir sálræna og stundum líkamlega heilsu þess barns sem fyrir henni verður og þá sérstaklega ef um samfarir er að ræða. Jafnvel þótt ekki sé gengið svo langt geta afleiðingarnar verið barninu þungar í skauti um ókomna framtíð. Aðalsteinn Sigfússon, sálfræðingur, bendir á að það geti ekki síður verið alvarlegt áfall þótt af- brotið virðist í fyrstu ekki vera mjög gróft. „Ef faðir sýnir áhuga sinn, en snertir barn- ið aldrei, er það nóg til að halda barninu í stöðugri spennu sem litar uppeldi þess, viðhorf og þroska. Oftast á ofbeldið sér stað á heimili barnsins sem gerir upplifun þess enn alvarlegri, barnið á þar með ekk- ert athvarf.“ Aðalsteinn bendir á að þegar um kynferðislega misnotkun sé að ræða af hálfu föður finni barnið annars vegar fyrir hræðslu, reiði, skömm og sektarkennd og hins vegar fyrir mikilli athygli föður sem því þyki oftast mjög vænt um. I sumum til- fellum upplifi stúlkubarn kynferðislega nautn og auki það enn á vandann. Oft bætast hótanir hins brotlega við. Aðalsteinn segir: „Barnið lifir því við stöðugan ótta, í einmana veröld, þar sem tilfinningatjáning og tengslamyndun gagnvart móður og öðrum aðilum er ógn- vekjandi og hótun um algjöra upplausn." Þegar börnin eldast koma ýmis alvarleg sálarmein fram. Einkennin geta verið þunglyndi og tímabundin geðveiki, erfið- leikar í kynlífi, vímuefnanotkun og áfeng- issýki. Mörg dæmi eru um að fórnarlamb kynferðislegs ofbeldis í æsku örvinglist og reyni að svipta sig lífi. Fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis draga ekki dul á að erfitt sé að tala um þessa þungbæru reynslu, en bót alvarlegra sálarmeina felst þó að mati fróðra í því að takast á við minningarnar. Kona sem misnotuð var kynferðislega af föður sínum segist tæpast bíða þess bæt- ur í frásögn sem skráð var í blað Samtaka gegn kynferðislegu ofbeldi. Faðir hennar misnotaði hana kynferðislega frá því hún var á fimmta til áttunda ári. Hún segir svo frá: „Ég hafði brenglaða sjálfsmynd, var mjög lokuð og tilfinningalega í flækju og feimin. Að finna til sjálfrar mín sem kyn- veru olli mér sektarkennd. Vanmáttur minn var algjör, óttinn, angistin og um- komuleysið. Þetta var sá sem stjórnaði með harðri hendi. Líkamlegur sársauki minn var mikill. Það var ekki fyrr en ég gat mætt þessum atburðum og sársauka í afturhvarfi til liðins tíma að ég komst inn Otanda yfirvöld sig í stykkinu? Hafa fjölmiðlar farið yfir strikið? Er hœgt að vernda börnin? Er réttur afbrotamanna fyrir borð borinn? HEIMSMYND 77 FRIÐÞJÓFUR HELGASON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.