Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 44

Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 44
„Ég get ekki hugsað mér að sofa hjá jafnöldru minni!u - FRÁSKIUNN MIÐALDRA MAÐUR ungu og myndarlegu mennina sem eru að taka við og eiga við sjálfa sig.“ Pað er kynslóðamunur í afstöðunni til ábyrgðar og siðgæðis þótt mönnum sem fara illa með almannafé eða sýna ábyrgðarleysi í fyrirtækjarekstri hafi aldrei verið refsað hér. Halldór Laxness lýsir þessari afstöðu í íslandsbersa í Guðsgjafaþulu: „í útlendum blöðum hefur staðið að vegna gjaldþrota sinna hefði Bersi Hjálmarsson verið margfaldur afbrotamaður á íslandi. Þessu vil ég andmæla. Mér er vel kunnugt um að gjaldþrotamenn í útlöndum verða venjulega að þola laung tugthús. Þráttfyrir raunveruleg gjaldþrot Bersa, og hið fjórða mest, var hann aldrei sóttur til saka né dœmdur, heldur gerður út afhendi Bánkans á nýaleik undir einhverju formi eða yfirskini. Einhvern veginn ávann þessi maður sér traust þráttfyrir alt. Landslýðnum þótti vœnt um hann eins og nokkurs konar hetju á borð við Gretti sterka Ásmundarson. “ Kannast ekki margir við fleiri slíkar hetjur úr samtímanum? RÓMANTÍKIN? Þeirri alhæfingu er oft varpað fram að íslenskir karlmenn séu ekki rómantískir. Þeir segja það gjarnan sjálfir. Rómantík er tíkfrá Róm, sagði Þórbergur Þórðarson og lýsir það ef til vill afstöðu stórs hluta íslenskrar karlþjóðar. En hvað er átt við með rómantík? Að apa upp hegðunarmynstur úr Hollywood- bíómyndum, þar sem konfektkassar, blómavendir, kertaljós og kampavín koma mikið við sögu? Hreint ekki, að mati margra kvenna. Heldur er hér fremur um að ræða lífsviðhorf. Rómantík gæti þess vegna verið fólgin í virðingu fyrir kvenþjóðinni, jafnvel upphafningu hennar. Þótt íslenskir karlar vildu gjarnan vera galant eða rausnarlegir við konur, og þá konur sem þeir hafa áhuga á að kynnast betur, þá eru aðstæður hér þannig að þeim hefur verið gert erfitt um vik. Lengi vel voru aðeins tveir matsölustaðir í bænum, krár voru óþekkt fyrirbæri og hámenning heimsborganna ljósár í burtu. „Það er dýrt fyrirtæki að bjóða konu út að borða,“ segja margir karlmenn. „Hví skyldi ungur maður líka vera að bjóða ungri konu út í mat, sem jafnvel hefur hærri laun en hann sjálfur,“ segir vel stæður eldri maður. Það er ekkert séreinkenni íslenskra karlmanna að ætlast til þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð bjóði þeir konu út. Margar konur af yngri kynslóðinni segjast feimnar við að þiggja slík boð eða finnst þau skuldbindandi. „Má ég bjóða þér eitthvað á barnum," finnst mörgum konum næstum það sama og ávísun á rúmið. Lengi vel tíðkaðist ekki hér, meðal annars vegna fárra matsölustaða og kráa, að menn byðu konum út í hádegis- eða kvöldverð, hvað þá hinum og þessum konum. „Ég hef aldrei skilið þessi lunch- og dinner- fyrirbœri í útlandinu," segir Flosi Ólafsson. „Til hvers að vera að bjóða einhverjum konum út að borða sem maður hefur kannski engan áhuga á.“ Hér er verið að vísa til þess sem Bandaríkjamenn kalla dating eða Frakkar rendez-vous. Oft eru þetta þreifingar í þá átt að kynnast konum. Ungur íslendingur sem búsettur er erlendis segist ekki nenna að standa í þessu. Það er sama viðkvæðið og heyrist hjá mörgum íslenskum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.