Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 86

Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 86
LEIKLIST EFTIR ILLUGA JÖKULSSON Vðkvæm en með bein í nefinu! Hanna María Karlsdóttir einn af máttarstólpum Leikfélags Reykjavíkur, tekst hvort tveggja, að vera góð manneskja og mikill listamaður . . . Upp úr 1960 var táningsstúlka suður með sjó sem lét sig dreyma um að verða leikkona, jafnvel mikil kvikmynda- stjarna. Þegar hún fór í bíóið í heimabæ sínum, Keflavík, sat hún oft gráti nær úti í sal og lifði sig inn í ævintýri fallega fólksins á hvíta tjaldinu; fór svo heim til sín, á óbrotið íslenskt alþýðuheimili, og lék sen- ur úr myndinni sem hún hafði verið að horfa á þegar enginn sá til, lék þær af mik- illi innlifun en tómu vonleysi. Hún vissi fullvel að hún yrði aldrei leikkona. Hún var svo ljót! Hún var með rautt hár og hræðilega skakkar tennur, hún var rengluleg í vexti og líktist ekki hið minnsta stjörnunum í Hollywood. Fram að því hafði hún aðallega getið sér orð sem Chaplin í sumarbúðum skátanna en lengra myndi hún aldrei ná. Núna, rúm- um tuttugu árum síðar, er Hanna María Karlsdóttir að vísu enn ekki orðin stjarna í Hollywood en hún er hins vegar betri leik- kona en þær flestar. Það eru níu ár síðan hún lauk leiklistar- námi, þá tæplega þrítug, og búin að upp- lifa sitt af hverju. Fljótlega eftir að hún út- skrifaðist var henni boðinn fastur samn- ingur hjá Leikfélagi Reykjavíkur og þar hefur hún verið síðan, leikið hverja stór- rulluna á fætur annarri og iðulega stolið senunni í smærri hlutverkunum. Hún telst núorðið í hópi máttarstólpa Leikfélagsins og segist hæstánægð þar; henni lætur best að vinna með samstíga og samhentum hópi og kann vel við sig í vinalegu örygg- inu í Iðnó. Það þýðir þó ekki að hún sé ekki djarfur listamaður; efist einhver um það þarf ekki annað en minna á frammi- stöðu hennar sem ballerínan sem árin eru farin að færast yfir í Brosi úr djúpinu eftir Lars Norén, eða hlutverk hennar í frægu nýársleikriti sjónvarpsins, eftir Nínu Björk Árnadóttur, en viðtökurnar við því verki voru svo svæsnar að Hanna María fór með veggjum vikum saman og setti upp sólgleraugu í hvert sinn sem hún hætti sér út fyrir hússins dyr. Hún er viðkvæm, en með bein í nefinu. Hana er, þykist ég vita, gott að eiga að vini. Ég hugsa líka að ef hún stæði frammi fyrir þeirri fástísku spurningu hvort hún vildi heldur vera góð manneskja eða mik- ill listamaður myndi hún hiklaust velja hið fyrrnefnda. En henni tekst hvort tveggja. Hún hefur aldrei látið taka við sig viðtal áður. „Ég hef ekkert að segja,“ segir hún af meiri alvöru en fólk leggur oftastnær í þessi orð. „Ég átti yndislega æsku; hvað er til dæmis meira um það að segja?“ Ég bað samt um meira. „Ég fæddist í hjónarúminu hjá mömmu og pabba á Vesturbraut í Keflavík 19. nóv- ember 1948; þetta var rétt hjá slippnum og gatan náði lengst út á skaga svo þarna var mikil víðátta að leika sér í: móar og tún og engi og svínabú rétt hjá, hæsnabú líka, og svo náttúrlega slippurinn. Ég var yngst af þremur alsystkinum; það var sautján ára aldursmunur á pabba og mömmu og fyrir átti hann þrjú börn. Pabbi dó í fyrra, þá níutíu og eins árs unglingur svo ég fékk sem betur fer að njóta hans lengi. Hann var yndislegur kall; hann var uppáhaldið mitt og ég var uppáhaldið hans. Samt var ég algjör frekjudós þegar ég var krakki; ég sagði til dæmis aldrei: „Má ég?“ heldur 86 HEIMSMYND BRAGI Þ. JÓSEFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.