Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 137

Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 137
þungarokkarar laumuðu gjarnan djöful- legum skilaboðrum inn á plötur sínar, til dæmis með því að hafa þau aftur á bak, hugleiddi sveitin að koma einum slíkum fyrir á téðri plötu. Pau áttu að hljóða: Drekktu mjólk, hún er holl. Þessi þáttur þungarokksins er þó ekki veigamikill. Aðdáendahópurinn er þröngur, enda fá sveitirnar yfirleitt ekki inni hjá útvarpsstöðvunum, helst að þeim séu gefin grið í skólaútvarpi. Þungarokk sem mikilla vinsælda nýtur er poppaðara en almennt gerist í þessum geira, tiltölu- lega auðmelt, viðkunnanlegt og innan þeirra marka sem fólk um og innan við fertugt og ólst upp við rokk setur og leyfir börnum sínum að hlýða á. Hið víðlesna bandaríska tímarit Rolling Stone, málgagn bongó- og gæruhippa, hefur fram að þessu ekki haft mikið álit á þungarokki ef Hendrix og Zeppelin er undanskilið. Fyrir skömmu var forsíða þess þó undirlögð hljómsveitinni Mötley Crtie og prýdd fyrirsögninni: Þungarokk — Það er hávært — Það er andstyggilegt — Það fer hvergi. Þessi fyrirsögn segir ef til vill allt sem segja þarf. í framtíðinni verður þunga- rokk líkast til fyrirferðarmeira á vinsælda- listum en fyrir daga Bon Jovi, en þó svo að vinsældir þess dvíni frá því sem nú er eiga síðhærðir, leðurklæddir menn eftir að drynja lengi enn. Hér er um gamlan draug að ræða, sem seint tekst að kveða niður. Hanna María framhald af bls. 89 ar vikur og jafnvel mánuði á eftir voru les- endadálkar blaðanna fullir af bréfum frá hneyksluðum áhorfendum sem töluðu um klám, viðbjóð og ég veit ekki hvað og hvað. Þessu flóði virtist aldrei ætla að linna og Hanna María hristir höfuðið í for- undran þegar ég minnist á þetta. „Þetta kom mér rosalega á óvart. Ég skal að vísu viðurkenna að það var svolítill kvíði í mér áður en leikritið var sýnt, það var liðið eitt og hálft ár frá því það var tek- ið upp og ég vissi ekki almennilega við hverju var að búast. Ég bað þess vegna Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra um að fá að sjá það í einrúmi og við horfðum á það tvær einar. Ég man hvað mér létti! Mér fannst þetta bara fallegt. Að kalla þetta klám: ég skil það ekki. Fólk, sem horfir á morð og nauðganir og viðbjóð og ofbeldi og blóð öll kvöld í vídeóinu; það gerir svo veður út af tveimur fallegum ís- lenskum líkömum, berum. Mér fannst þetta bara fallegt. Og það var svo mikil della í gangi í sambandi við þetta; margir bréfritarar voru að tönnlast á því að Arn- ór hefði tekið mig á eldhúsborðinu og ég hefði verið buxnalaus. En ég var alls ekki buxnalaus. Ég var í þessari fínu silkibrók, vel varin! En ég man að ég var dauðkvíðin vegna viðbragða fjölskyldunnar; svo kom bróðir minn í heimsókn tveimur dögum eftir sýninguna og sagði: „Hæ, systir. Hel- víti var þetta gott hjá þér!“ Þá létti mér mikið — í bili. Hvorki systir né móðir sáu leikritið en ég veit að mamma varði mig með kjafti og klóm suður í Keflavík eftir að lesendabréfin fóru að birtast. Þá varð sjálfri mér hins vegar ekki um sel; ég fór með veggjum vikum saman og fór varla út úr húsi nema með sólgleraugu. Mér fannst þetta svo ósanngjarnt! Þetta var svona svipað og þegar allt varð vitlaust út af samfarasenu Gunnars Eyjólfssonar og Kristbjargar Kjeld í 79 afstöðinni á sínum tíma. Það sást í axlirnar á þeim, minnir mig. Að vísu skal ég viðurkenna að sýn- ingartíminn var fáránlegur og upphafs- senan sjálfsagt afskaplega ögrandi miðað við að þetta kvöld er fjölskyldan yfirleitt saman að horfa á sjónvarpið. Fyrst ætluðu þeir að sýna þetta á annan í jólum en þá hefði ég nú farið og stolið spólunni; nýárs- kvöld var svo ekki mikið skárra." Hún getur hlegið að þessu núna. „Sem betur fer fengum við góð viðbrögð líka, reyndar alveg rosalega góð; annars hefði ég líklega flutt til Trékyllisvíkur. En þeir sem voru hrifnir voru ekki að skrifa í blöð- in, ekkert móts við hina sem voru hneykslaðir. Og eftir allt það sem ég var búin að leggja á mig! Ég man sérstaklega eftir atriðinu á Þingvöllum þegar ég þurfti að hlaupa niður Almannagjá á háhæluð- um skóm. Þetta var endurtekið hvað eftir annað, eins og alltaf er, og að lokum var ég orðin svo dösuð að ég kastaði upp. Ekki tók betra við þegar ég skellti mér út í ána á háhæluðu skónum og nælonsokk- um. Mér hefur aldrei orðið jafn kalt á æv- inni! Þegar þessu lauk loksins voru tvær tær orðnar snjóhvítar og stóðu beint upp í loftið — þær dóu, greyin. Það tók langan tíma að nudda lífi í þær aftur.“ Hanna María hugsar sig um stundar- korn, segir svo: „Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekk- ert mikið gefin fyrir það að klæða mig úr fyrir framan fólk. En Kristín er frábær leikstjóri og ég ákvað að setja bara allt traust mitt á hana. Ég sé ekkert eftir því, þrátt fyrir allt, og ég vona að þetta leikrit verði sýnt einhvern tíma aftur og menn horfi þá á það fordómalaust. Ég sé ekki eftir neinu og fyrir Kristínu myndi ég gera það aftur, hiklaust, hvenær sem er.“ Þegar ég kveð hana segir hún glottandi: „Þú veist ekkert um mig ennþá." Og finnst það greinilega ekkert verra. En bætir svo við: „Við þyrftum að detta í það saman. Þá gæti ég sagt þér sögur. . .“ KYNHEGÐUN framhald af bls. 73 hann var spurður út í niðurstöðurnar. „Fræðslan er ekkert lausnarorð í sjálfu sér.“ Sölvína Konráðs tók undir þá athuga- semd og sagði að þessi niðurstaða hefði ekki komið sér neitt á óvart. „Ef fólki dettur í hug að fræðsla geti haft áhrif á kynhegðun þá er það að beija höfðinu við steininn,“ sagði hún. „Náttúran verður ekki lamin með lurk. Mannkynssagan hefur margsannað það. í kjölfar full- komnari getnaðarvarna þá jókst líka frelsi og fijálsræði í kynferðismálum og ég er ekki viss um að fólk sé tilbúið að sleppa því.“ Máli sínu til stuðnings benti Sölvína á breskar og bandarískar kannanir á áhrif fræðslu á kynhegðun. „Það hefur ekki orðið vart neinnar breytingar. Því meira sem fólk veit, því öruggara þykist það vera og því líklegra er það til að brjóta gegn fræðslunni. Ég á heldur ekki von á því að sú kynslóð sem er kynferðislega virk í dag breyti svo snöggt um hegðun. Hitt er annað mál að þessir ungu aldurs- hópar kunna að vera skírlífari en eldri kynslóðir. Bandarískar kannanir benda meðal annars til þess. En þessi atriði eru bundin í tíðarandanum og það getur eng- inn staðið upp og ætlað sér að stjórna þeim. Við streitumst alltaf á móti þegar reynt er að stjórna gjörðum okkar. Þannig getur fræðsla haft þveröfugar afleiðingar við það sem henni er ætlað.“ Sigurður Guðmundsson sagði hins veg- ar að þrátt fyrir þetta væru til rannsóknir sem bentu til að breyta mætti kynhegðun með fræðslu. „Það eru til stórar marktæk- ar kannanir á kynhegðun bandarískra homma í kjölfar AIDS umræðunnar og þar kemur mjög vel fram að þeir breyttu kynhegðun sinni, fækkuðu rekkjunautum og annað slíkt. Smokkaherferðir meðal bandarískra unglinga hafa líka borið um- talsverðan árangur.“ í framhaldi af þessu er athyglisvert að á fyrstu sjö mánuðum þessa árs fundust að- eins tveir einstaklingar með eyðnisýkingu en næsta hálfa árið þar á undan fundust 30. Að sögn Sigurðar Guðmundssonar smitsjúkdómafræðings er það mun minna en búist hafði verið við á þessu ári. „Við áttum von á að útbreiðslan yrði með sama móti og annars staðar, það er að kúrfan stefndi beint upp en nú virðist eins og hafi komið einhver afturkippur í hana. Fyrir þessu geta legið þrjár hugsanlegar ástæð- ur. í fyrsta lagi er hugsanlegt að hópur sýktra sé minni en við var að búast. Kannski hefur fræðslan haft áhrif. Sjúk- dómurinn kom seinna upp hér en annars staðar og við fengum tíma til að átta okk- HEIMSMYND 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.