Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 80

Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 80
S]AMKVÆMT FRÁSÖGN MÓÐ URINNAR VAR BARNIÐ NAKIÐ Á PESSUM MYNDUM AÐ ÖÐRU LEYTIEN ÞVÍAÐ ÞAÐ VAR KLÆTT í NÆLONSOKKA OG MEÐ EINHVERS KONAR SKRAUTíNAFLA. Hördustu vidurlögum sjaldan beitt Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er talið vera með alvarlegustu afbrotum. Viðurlög við því að beita barn kynferðis- legu ofbeldi geta samkvæmt hegningar- lögum verið allt að lífstíðarfangelsi en svo virðist sem dómstólar hafi aldrei beitt svo þungri refsingu. Nokkur ákvæði eru í hegningarlögum sem geta tekið til kynferðislegs ofbeldis. Viðurlög við því að eiga samræði við barn yngra en 14 ára eru allt að 12 ára fangelsi samkvæmt 200. grein laganna. Hins vegar gera þau ákvæði sem beitt er í nauðgunar- málum, þegar börn eiga í hlut, ráð fyrir allt að lífstíðarfangelsi. Hinn brotlegi get- ur þó sloppið betur, en þó er refsing aldrei vægari en eins árs fangelsi. Athygli vekur að ef um samræði er ekki að ræða gilda sömu viðurlög, en þó segir að beita skuli vægari refsingu að tiltölu. Enn meiri athygli vekur að vægar er tekið á sifjaspellum en kynferðislegu af- broti af völdum óskylds manns. Sérstakt lagaákvæði er um samræði foreldra og barna og er gert ráð fyrir allt að 6 ára fang- elsi. Ásdís J. Rafnar, héraðsdómslögmað- ur, gagnrýnir þetta í grein sem hún skrif- aði um þessi mál: „Sú spurning vaknar hvort það verði ekki að meta það sérstak- lega til refsiþyngingar ef foreldri á sam- ræði við ungt barn sitt, fremur en að hafa sérákvæði í lögum þegar slík tengsl eru á milli barnsins og afbrotamannsins." En lög eru eitt og beiting þeirra annað. Þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp er að sögn Ásdísar 10 ára fangelsi yfir manni sem nauðgaði ungri stúlku. Fæstir gera sér líklega grein fyrir því að saknæmt er að láta undir höfuð leggjast að tilkynna um afbrot gegn börnum, þar á meðal kynferðisafbrot. í barnaverndar- lögum er kennurum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum, lögreglumönnum og fleiri stéttum lagðar sérstakar skyldur á herðar. Þeim ber að tilkynna barnaverndarnefnd- um um vanrækslu og brot af hálfu for- eldra. Mjög hart er tekið á því að til- kynna ekki um brot og getur það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Almenningur er hvattur til þess að skýra frá grunsemd- um af þessu tagi til barnaverndarnefndar og er gert ráð fyrir því að nafn viðkomandi komi ekki fram. Ekki er kunnugt um að þessum refsiákvæðum hafi verið beitt. verndarnefndar um að myndirnar væru „dónalegar“. Barnið var kvatt til yfirheyrslu hjá rann- sóknarlögreglu en vildi í fyrstu ekki kann- ast við að neitt óeðlilegt hefði gerst um- fram það sem myndirnar sýndu. Myndirn- ar eru eitt helst sönnunargagn í þessu máli. Samkvæmt frásögn móðurinnar var barnið nakið á þessum myndum að öðru leyti en því að það var klætt í nælonsokka og með einhvers konar skraut í nafla. Þaö sem mest stakk í augu var þó að hún hélt utan um bangsa og var smurð olíu. Af frásögn móðurinnar að dæma komu mörg þeirra rannsóknarefna sem rann- sóknarlögreglan hefur fengist við hins vegar ekki fram í dagsljósið fyrr en síðar. Að sögn móðurinnar „opnaði" dóttir hennar sig fyrst fyrir sálfræðingi og skýrði frá því að hin grunuðu hefðu látið sig taka þátt í kynlífi. Hægt og sígandi komu fleiri atriði fram í máli stúlkunnar. Einna at- hyglisverðast er að ýmis rannsóknaratriði komu fram er barnið ræddi við ömmu sína um vágestinn eyðni. Að sögn móðurinnar sagði barnið frá alvarlegustu kæruatrið- um, af ótta við að hafa smitast af eyðni. Dóttir annarrar konu sem var um tíma í sumarbúðunum hefur einnig haldið fram að hún hafi verið látin taka þátt í kynlífi hinna grunuðu. Móðir hennar segir þó að hún hafi verið ófáanleg að tala um þetta að öðru leyti en því að staðfesta orð hinn- ar stúlkunnar. Þessi mál eiga eftir að koma fyrir dóm og því er ljóst að hér er um ásakanir að ræða sem eiga eftir að fá staðfestingu. Hins vegar eru þær svo alvarlegar að fram hjá þeim verður ekki litið. Svefneyjamálið hefur opnað umræðu um hugsanlega skaðsemi umfjöllunar fjöl- miðla um sifjaspell og kynferðisofbeldi. DV hefur óneitanlega látið þetta tiltekna mál mest til sín taka. Fréttaflutningur blaðsins hefur að verulegu leyti byggst á viðtölum við málsaðila enda litlar upp- lýsingar að fá frá opinberum aðilum sem bundnir eru þagnarskyldu. Umfjöllunin tók þó nýja stefnu þegar blaðið birti opnu- viðtal við hjónin sem liggja undir grun. Miklar deilur hafa spunnist um viðtalið ekki síst vegna þess að ófögur mynd er dregin upp af börnunum og foreldrum þeirra. Viðbrögð foreldranna voru harka- leg er þeir fóru fram á að fá að setja sín sjónarmið fram opinberlega. Mæður barnanna töldu orð hinna grunuðu í við- talinu vera „ofbeldisverk" og kröfðust þess að grunaði yrði settur í gæsluvarð- hald þar til dómur yrði kveðinn upp. Heitastar urðu þó deilurnar vegna viðtals í sjónvarpinu við mæðurnar. Sjónvarpið hefur legið undir ámæli fyrir að birta við- talið ekki síst vegna þess að konurnar fóru hörðum orðum um grunaða. Vegna þeirra hafa komið fram hótanir um mál- sókn vegna meiðyrða. Gagnrýni á fjölmiðla er þó ekki bundin við þessa frétt og viðtal DV. Segja má að tvö aðalsjónarmið takist á innan fjöl- miðlaheimsins. Annars vegar sjónarmið þeirra sem telja umfjöllun um einstök mál óþarfa og jafnvel skaðlega og hins vegar sjónarmið þeirra sem telja mikilvægt að fjalla um kynferðislegt ofbeldi eins og hver önnur afbrot. Össur Skarphéðins- son, ritstjóri Þjóðviljans, gagnrýndi áður- nefnda fjölmiðla harðlega fyrir frétta- flutning um málið í blaði sínu 21. ágúst síð- astliðinn. „Barnaverndarmál af ýmsu tagi eru allajafna afskaplega erfið og flókin, ekki síst þau sem varða kynferðislega mis- notkun á börnum,“ segir Össur. „Það hef- ur verið eins konar þegjandi samkomulag á fjölmiðlunum um að láta slík mál liggja að mestu milli hluta. Sú afstaða réðst af þeirri viðurkenndu staðreynd, að það eru fyrst og fremst börnin sem eru í hlutverki þolenda, sem líða fyrir fréttaflutning af þannig málum. Menn hafa verið sammála um að umfram allt beri að kosta kapps um að vernda þau og viðkvæmar tilfinningar þeirra. Það er allra síst til sálarheilla þegar fjölmiðlar bæta því ofan á önnur meiðsl að tíunda þann miska sem þeim var ef til vill gerður, rökræða jafnvel þau sjálf, aðstæð- ur og foreldra opinberlega." Svo virðist sem útvarpsstjóri og út- varpsráð taki undir þessi sjónarmið því fundið hefur verið að vinnubrögðum fréttastofu. Viðmælendur HEIMSMYNDAR eru ekki allir sammála þessum viðhorfum. Ellert B. Schram, ritstjóri DV, ver skrif blaðsins á þeim forsendum að mál sem séu til rannsóknar séu hálfopinber og því sé rétt að greina frá þeim. Formælendur þessa sjónarmiðs benda á að upp komist um æ fleiri mál einmitt vegna þess að kast- framhald á bls. 134
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.