Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 126
Gary Hart ásamt tveimur Hollywood-stjörnum, þeim Jack Nicholson og Warren Beatty. Hann var mikið i félagsskap Beatty en þeir kynntust
í kosningabaráttu McGoverns og fannst Hart mikið til um Beatty koma, sérstaklega fjörugra samskipta hans við hitt kynið.
myndu fáir vera að velta fortíð hans upp
þar sem hann yrði aldrei tekinn alvarlega
sem forsetaefni. Þannig gætu hjólin snúist
honum í hag þar sem ekki myndi nást ein-
hugur um neinn annan frambjóðanda.
Þetta eru augljóslega vangaveltur fjöl-
miðla í gúrkutíð þótt einhver sannleiks-
kjarni kunni að felast í þeim. Einn stuðn-
ingsmanna Harts sagði nýlega að það væri
óhugsandi að Hart myndi gefa kost á sér á
ný nema að hann kæmi fram opinberlega
og gæfi skýringu á framferði sínu varðandi
Donnu Rice sem og öðrum framhjáhöld-
um. „Það gæti orðið löng ræða,“ sagði
fyrrum stuðningsmaður hans.
Lee, eiginkona Harts, er þó sögð hafa
lýst því yfir nýlega að svo djúpt hafi eigin-
maður hennar sokkið, mannorð hans ver-
ið dregið í svaðið og einkalíf þeirra sett í
rúst, að héðan í frá væri engin önnur leið
en upp á við fyrir hann.
Donna Rice, aðalhetjan í Hart-
hneykslinu, hefur blómstrað í kjölfar
þess. Hún er orðin eftirsótt ljósmyndafyr-
irsæta og er búin að selja kvikmyndafram-
leiðanda í Hollywood einkarétt á sögu
sinni. Rice hefur farið varlega í sakirnar
að ræða þessi mál við fjölmiðla, leyfði
tímaritinu LIFE að taka við sig viðtal og
kom fram í sjónvarpsþætti með hinni
frægu fréttakonu Barböru Walters.
Ekki eru þó öll kurl komin til grafar
hvað sem Gary Hart, Lee konu hans og
Donnu Rice kann að finnast. í nýlegri
grein í tímaritinu Vanity Fair eftir Gail
Sheehy er dregin upp mjög skuggaleg
mynd af bakgrunni Harts sem og við-
haldsins hans, sem þó skiptir minna máli
þar sem hún stefnir ekki á Hvíta húsið,
hvað sem síðar verður.
Greinarhöfundur sem hefur gert ýtar-
legar rannsóknir á bakgrunni Harts kemst
að þeirra niðurstöðu, að brestir í persónu-
leika mannsins en ekki ástarævintýri
Asamt Lee eiginkonu sinni, sem hefur staðið við hlið hans þegar hann hefur þurft þess með.
Þau skildu tvisvar en tóku upp þráðinn að nýju þegar hann ákvað að fara í forsetaframboð.
Hann hefurauðmýkt hanaæofan í æ, en sagt erað hana langi ekkertsíðurað flytjainn í Hvíta
húsið en hann.
126 HEIMSMYND