Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 92
TÓNLIST
EFTIR ARNA SNÆVARR OG ILLUGA JÖKULSSON
Gera Stuðmenn
allt nema að
koma naktirfram1
Stuðmenn eru án vafa ein virtasta og
vinsælasta hljómsveit landsins. Hljóm-
sveitin var í eina tíð stundarfyrirbrigði
með það eitt að leiðarljósi að skemmta
Stuðmönnunum sjálfum. Nú er hún hins
vegar föst í sessi og gerir út skamman tíma
á ári þegar hljóðfæraleikararnir eru ekki
að sinna öðrum verkefnum. En til hvers?
Til þess að borga næsta rafmagnsreikning
eða svala listrænum metnaði og skemmta
þeim sjálfum?
Stuðmenn trekktu eins og venjulega
mest um verslunarmannahelgina. Um
það bil tíu þúsund manns komu í Húsafell
og þeir áttu víst ekki í vandræðum með
það frekar en fyrri daginn að koma öllum í
feikna stuð. En meirihluti gesta var á aldr-
inum þrettán til átján ára; dauðadrukknir
unglingar sem veltust um skítugir og
sveittir fyrir framan sviðið og tóku ekki
allir eftir hinum fínni blæbrigðum í gríni
Stuðmanna eða hljóðfæraleik. Einn sam-
komugestur um þrítugt, sem taldist vera
rígfullorðinn í Húsafelli, sagði sem svo
þegar hann sá sjömenningana þenja sig
fyrir unglingaflóðið: „Sveiattan, þarna
leggst nú lítið fyrir góða tónlistarmenn."
Annar á svipuðum aldri heyrði til hans og
fussaði og sagði um hæl: „Iss, þetta er ekki
annað en þeir eiga skilið, bölvaðir pen-
ingaplokkararnir. . .“
Það fer enginn fram á að Maggi Kjart-
ans spili á Sögu af hugsjón né að Gunni
Þórðar leiki gömlu lögin á Broadway af
listrænni þörf. Með Stuðmenn gegnir dá-
lítið öðru máli. Fólk gerir aðrar og meiri
kröfur til þeirra félaganna en flestra ann-
arra tónlistarmanna hérlendis og við-
brögðin eru líka harðari ef aðdáendunum
finnst þeir ekki halda árunni hreinni. Nú
síðustu misserin hefur borið töluvert á
röddum sem segja að Stuðmenn hafi sett
töluvert ofan að undanförnu, að gróða-
sjónarmiðið sé þeim óþarflega ofarlega í
huga. Margir urðu hálf móðgaðir þegar
þeir gerðu tilraun til að slá í gegn erlendis
á síðasta ári undir nafninu Strax; aðrir
hlógu bara kuldahlátri og þá ekki síst eftir
að sú tilraun virtist falla um sjálfa sig áður
en hún var almennilega hafin. Einstaka
vonsviknir aðdáendur ganga jafnvel svo
langt að fullyrða að Stuðmenn hafi selt sig
Mammoni og séu orðnir lítið annað en
heldur dapurlegt samansafn miðaldra
manna sem rembist eins og rjúpan við
staurinn að halda uppi einhverju fjöri,
ekki af því þeir finni hjá sér þörf til þess
eða hafi gaman af því, heldur aðeins til að
borga næsta rafmagns- eða hitareikning.
Á amerísku kallast þetta „að fara til Las
Vegas", sem útleggst að verða glassúrleg-
um skemmtanaiðnaði að bráð. Hér á Is-
landi eigum við ekkert Las Vegas en ætli
flestir viti ekki við hvað er átt. Fæstum
þykir það merki um óslökkvandi listræn-
an metnað að skemmta í Las Vegas en á
hinn bóginn fá þeir sem þar koma fram
ekkert smáræði fyrir sinn snúð. Fólk vill
þrátt fyrir allt sjá þá skemmtikrafta sem
Las Vegas býður upp á. Og Stuðmenn
lokkuðu tíu þúsund manns í Húsafell.
Upphaflega áttu Stuðmenn aldrei að
vera annað en dægrastytting og skemmt-
un fyrir þá sem að þeim stóðu. Hljóm-
sveitin kom fyrst fram á fáeinum skemmt-
unum í Menntaskólanum við Hamrahlíð
upp úr 1970 og þá var markmið forsprakk-
anna, Jakobs Magnússonar og Valgeirs
Guðjónssonar, að hafa hana sem allra
hallærislegasta; lausnarorðið var púkó.
Hljómsveitin vakti lukku sem slík og fá-
einum árum seinna voru gefnar út tvær
litlar plötur undir svipuðum formerkjum.
Lag þeirra Honey Will You Marry Me
varð þá býsna vinsælt, sérstaklega fyrir at-
beina félaga Stuðmanna úr menntaskól-
anum.
Það var svo árið 1974 sem Stuðmenn
sprungu út, þá gerðu þeir plötuna marg-
frægu Sumar á SýrlancLi sem margir telja
enn bestu plötu þeirra og altént þá
skemmtilegustu. Þeir sem skamma Stuð-
menn nú fyrir að hafa ánetjast markaðs-
lögmálum benda með trega á þessa plötu;
þar sé hina einu sönnu Stuðmenn að finna
og hvergi annars staðar.
Á Sýrlandsplötunni var kominn til
skjalanna sá hópur sem síðan hefur að
mestu staðið að Stuðmönnum; Jakob Frí-
mann Magnússon, Valgeir Guðjónsson
og þeir félagar hans Egill Ólafsson og Sig-
urður Bjóla, Tómas M. Tómasson og
Þórður Árnason. Það gekk ekki þrauta-
laust að koma plötunni saman og eftir
upptökurnar fóru þeir í hár saman, en hin-
92 HEIMSMYND