Heimsmynd - 01.10.1987, Side 23

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 23
FRIÐÞJÓFUR HELGASON Jónína Michaelsdóttir hlaut nokkuð óvcent þann heiður að verða aðstoðarmaður Porsteins Pálssonar, forsætisráðherra. Ymsir velta vöngum yfir því hvort hún verðifyrst ogfremst blaðafulltrúi hans eða hvort hlutverk hennar verði annað og meira. stendur hann sjálfur ekki of vel að vígi.“ Háttsettur maður í Framsóknarflokkn- um bendir hins vegar á að Þorsteini veiti ekki af aðstoð þaulreynds aðstoðarmanns i úr heimi fjölmiðla því honum hafi þegar orðið á hroðaleg glappaskot í samskiptum sínum við þá. Er þá bent á ótímabæra blaðamannafundi í tengslum við Alberts- málið og einnig „stólamálið" svokallaða, og þá einkum yfirlýsingar hans um hvort hann ætlaði að taka sæti í ríkisstjórninni eða ekki. Sami maður bendir á að í raun hafi Þorsteinn Pálsson tvo aðstoðarmenn í forsætisráðuneytinu, annan pólitískan en hinn faglegan jafnt sem pólitískan. Hinn síðarnefndi er, ef þannig er litið á málin, Ólafur ísleifsson, efnahagsráðgjafi ríkis- stjórnarinnar og jafnframt áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, sérstaklega innan raða ungra sjálfstæðismanna og að auki i þaulkunnugur í kerfinu. Að þessu leyti yrði Jónína ekki eins mikilvægur aðstoð- armaður og til dæmis Jón Ormur Hall- dórsson var í tíð Gunnars Thoroddsen í forsætisráðuneytinu. Helga Jónsdóttir hefur greinilega að- stoðað Steingrím Hermannsson vel og dyggilega í forsætisráðuneytinu því hún heldur starfi sínu þótt hann hafi skipt um I ráðuneyti og hafi nú komið sér fyrir í utan- ríkisráðuneytinu við Hverfisgötu. Helga er án nokkurs vafa frekar pólitískur en faglegur aðstoðarmaður enda var hún á sínum tíma ofarlega á lista Framsóknar í hinu nýja kjördæmi formannsins, Reykja- nesi. Framboðslistar framsóknarmanna í því ágæta kjördæmi hafa komið enn frek- ar við sögu hennar, því þar hefur eigin- maður hennar, Helgi H. Jónsson, vara- , fréttastjóri Sjónvarps verið í framboði auk þess sem faðir hennar, Jón Skaftason, var þingmaður Reyknesinga um árabil. Viðmælendur HEIMSMYNDAR eru á einu máli um að hlutverk Helgu í for- sætisráðuneytinu hafi verið nokkuð stórt þótt fjarvistir vegna barneigna hafi nokk- uð dregið þar úr um skeið. Það dugði Láru Júlíusdóttur ekki til ^ þingmennsku að Stefáni Benediktssyni yrði fótaskortur rétt fyrir prófkjör krata í Reykjavík. Hún varð þar í fjórða sæti en sinnir auk varaþingmennskunnar starfi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra. Lára státar ekki aðeins af því að vera pólitískur aðstoðarmaður því störf hennar hjá Al- þýðusambandinu hljóta að koma sér vel í félagsmálaráðuneytinu. Því er ekki að leyna að ráðning Láru í starfið olli nokkr- um titringi innan Alþýðuflokksins. Mörg- um þótti klaufalegt af Jóhönnu Sigurðar- dóttur að hnykkja enn á valdi Reykjavík- urarmsins og þótti mörgum utan- bæjarmönnum þau nóg fyrir. Og þar sem þeir skipuðu þrjú efstu sætin á undan Láru á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík gerðu gárungarnir því skóna að Jón Bragi Bjarnason sem var í fimmta sæti hlyti að verða aðstoðarmaður aðstoðarmanns ráðherra ef ekki vildi betur. Ekki dró úr óánægjunni er Karl Th. Birgisson, einn þeirra félaga í Bandalagi jafnaðarmanna sem gengu til liðs við Alþýðuflokkinn, var skipaður upplýsingafulltrúi fjármálaráð- herra. Hann er Reykvíkingur eins og hinir kratarnir sem hafa forframast frá því stjórnin tók við völdum. Lára V. Júlíus- dóttir er þó líklega fyrst og fremst pólitísk- ur og persónulegur aðstoðarmaður Jó- hönnu félagsmálaráðherra en hún hefur annan sér til fulltingis. Stefán Ingólfsson er Jóhönnu einnig til halds og trausts en það er tímabundið og á ákveðnu sviði, eða í húsnæðismálum, enda einn harðasti gagnrýnandi stefnu Alexanders Stefáns- sonar fyrrum félagsmálaráðherra í þeim málaflokki. Guðmundur Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu, fær gott tækifæri í starfi aðstoðarmanns menntamálaráðherra til að sannreyna hvort hann sé bróðurbetr- ungur því bróðir hans Þorsteinn aðstoðaði Ragnar Arnalds á sínum tíma í sama ráðu- neyti. Guðmundur var raunar um tíma enn utar á vinstri kantinum en bróðir hans en snérist og er nú aðstoðarmaður sjálf- stæðisráðherrans Birgis ísleifs Gunnars- sonar. Vel verður fylgst með Guðmundi í hinu nýja embætti og ef til vill gætu störf hans þar reynst mælistika á hversu áhrifamiklir aðstoðarmennirnir geta verið. Guðmund- ur hefur gagnrýnt skólakerfið harkalega frá hægri. „Því er ekki að leyna að Guð- mundur tekur áhættu með því að takast þetta á hendur, því nú verður hann að standa við stóru orðin“ segir samherji hans. Guðmundur lagði sjálfur áherslu á í samtali við HEIMSMYND að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því að hann væri aðstoðarmaður tiltekins ráðherra, og það væri ráðherrann sem réði ferðinni en ekki hann. „Eg hef mikinn áhuga á þessum málaflokki enda skrifað talsvert um menntamál í Morgunblaðið undir eigin nafni. Þegar mérbauðst starfið hugsaði ég mig vandlega um. Ég afréð að taka því ekki síst vegna þess að þetta er gott tæki- færi til að komast vel inn í málin. Mér er hins vegar engin launung á því að ég hyggst hverfa aftur í blaðamennsku" sagði Guðmundur við HEIMSMYND. Hreinn Loftsson er enn einn aðstoðar- maður ráðherra sem kemur úr blaða- mennsku. Margir minnast ugglaust bókar hans og Anders Hansen Valdatafl í Val- höll. Hreinn fylgir ráðherranum sem hann aðstoðaði í síðustu stjórn, Matthíasi Á. Mathiesen, úr utanríkisráðuneytinu í samgönguráðuneytið. Sagt er um Bjarna Guðmundsson sem heldur áfram að aðstoða Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra annað kjörtímabilið í röð að hann þekki engir nema bændur. Það lýsir honum vel því hann telst fyrst og fremst faglegur aðstoðarmaður en ekki pólitísk- ur. Finnur Ingólfsson heldur einnig áfram starfi sem aðstoðarmaður ráðherra en fæst nú við nýjan ráðherra og nýtt ráðu- neyti. Finnur er án nokkurs vafa í hópi pólitísku aðstoðarmannanna og athyglis- vert að hann skuli nú taka við aðstoðar- mennsku í heilbrigðisráðuneytinu hjá Guðmundi Bjarnasyni eftir nokkurra ára vist í sjávarútvegsráðuneytinu hjá Hall- dóri Ásgrímssyni. „Ég hafði áhuga á að kynnast nýjum málaflokki“ sagði Finnur í samtali við HEIMSMYND. „Ég hefði ekkert haft á móti því að halda áfram að aðstoða Halldór, en þegar Guðmundur HEIMSMYND 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.