Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 96
Stuðmenn beina ekki lengur skeytum sín-
um að þjóðfélagsmeinum og þykir sumum
að broddinn vanti í textagerðina. „Ég myndi
ekki semja Grænu byltinguna núna," segir
Valgeir Guðjónsson. Myndin er af Spilverki
þjóðanna í féiagshyggjuham.
Stína stuð"; Steinunn Bjarnadóttir.
ingu. Pað sjá hins vegar margir ofsjónum
yfir hversu margar plötur og aðgöngu-
miða við seljum.“
Valgeir Guðjónsson, elsti Stuðmaður-
inn ásamt Jakobi, segir þó að þátttakan í
Stuðmönnum sé ekki sama ævintýrið og
áður.
Arsverk Stuðmanna var í ár fimm vikna
ferð um landið ásamt upptöku plötunnar
Á gœsaveiðum auk þess sem upptaka
næstu plötu Strax fer í hönd. „Auðvitað er
hljómsveitin eins og hvert annað fyrir-
tæki,“ segir Valgeir og veltir fyrir sér í
spaugi hvort hann eigi að minnast á Lúð-
vík Storr eða Rolf Johansen hf. í sömu
andránni. Hljómsveitin á fasteignir, eins
og hvert annað fyrirtæki; stúdíó, rútur,
hljóðfæri, er með skrifstofu með símsvara
og skrifstofustúlku, endurskoðar reikn-
inga og hefur nokkra menn á sínum snær-
um um hávertíðina að ógleymdum hljóð-
færaleikurunum sjö.
„Á ákveðnu augnabliki ákváðum við að
reyna að halda skynsamlega utan um
þetta,“ segir Valgeir. Jakobi Magnússyni
var falið það verk þótt hann viðurkenni að
bókhald sé ekki sín uppáhaldsgrein. „Ætli
þetta sé ekki tveggja sjoppu keðja,“ segir
Valgeir um veltu fyrirtækis Stuðmanna en
hvorki hann né Jakob vilja gefa upp nein-
ar tölur. Þeir viðurkenna fúslega að þeir
afli mikilla tekna en benda á að kostnað-
urinn sé mikill.
„Skipulagt kaos“ kallar Jakob fyrirtæk-
ið Stuðmenn. Hann sver hins vegar af sér
að skipulagning hefti nokkru sinni frjó-
saman anda þeirra félaga. Hann bendir
hins vegar á að Stuðmenn séu fjölmennir í
sumarútgerðinni og fari víða, því sé fyrir-
hyggja nauðsyn. „Petta er vel smurð vél,“
Stuðmenn reyndu að gera gott úr kven-
mannsleysinu áður en Ragnhildur kom tii
sögunnar og frelsaði Jakob úr viðjum
kvennastarfa.