Heimsmynd - 01.10.1987, Side 73

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 73
, ingu fræðslunnar þá hefur einhver hluti hennar komist til skila. íslendingar þekkja helstu smitleiðir en halda auk þess að þær séu fleiri en sérfræðingar telja lík- legar. Þá á hins vegar alveg eftir að meta hvort öll þessi aukna þekking hafi haft nokkur áhrif. Vegna skorts á eldri könnunum gæfi ný kynhegðunarkönnun engar niðurstöður um það hvort kynhegðun íslendinga hefði breyst í kjölfar eyðniumræðunnar, en ef rétt væri að staðið mætti að minnsta kosti sjá hver fylgni yrði á milli þekkingar á eyðni og breytni í kynlífi. Athugun á kyn- hegðun Islendinga eftir að eyðni komst til tals hefur hins vegar enn ekki verið gerð og óljóst er hvenær af henni verður. Flest- ir viðmælenda HEIMSMYNDAR voru þó þeirrar skoðunar að þekkingarskortur á kynvenjum íslendinga væri mjög alvar- legur, en svo virðist sem að skort hafi fjár- magn og framtakssemi til að gera gang- skör að þessum málum. Fyrir einu og hálfu ári komu fram hugmyndir um að slík könnun yrði gerð en ljóst var að hún yrði talsvert dýr. Ýmis tákn má þó túlka varðandi áhrif eyðniumræðunnar á breytni fólks. í fyrsta lagi er þess að geta að sala á smokkum ’ jókst mikið í kjölfar áróðursins í vetur. Hjá einum stærsta smokkainnflytjandan- um hér á landi fengust þær upplýsingar að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi selst jafn mikið af smokkum og allt árið í fyrra. Að vísu var bent á að útsölustöðum hefði fjölgað mikið þannig að óvíst væri hvort mikill hluti þessa magns hefði selst vegna aukinnar eftirspurnar neytenda eða hvort eftirspurn hafi loks verið svalað. Smokkar fást nú meðal annars í mörgum kjörbúðum og í lyfjaverslunum hefur einnig orðið vart við umtalsverða sölu- aukningu. „Salan þrefaldaðist hjá okkur fyrstu mánuði ársins miðað við árið á und- an, en mér virðist þó að þetta hafi aðeins dregist saman að undanförnu,“ sagði af- greiðslustúlka í einu apóteki í Reykjavík. „Engu að síður seljum við miklu meira af smokkum en áður og það er líka áberandi hvað fólk er ófeimnara við að spyrja um þessa vöru.“ Aukin sala á smokkum gefur vissulega til kynna að áróðurinn hafi haft einhver áhrif, en út frá henni er þó ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvað smokkanotk- un eða almenn varkárni í kynlífi er mikil. Þannig lét dyravörður á einu öldurhúsi borgarinnar svo um mælt að sér virtist kynferðishegðun gestanna ekki hafa breyst. „Lauslæti hefur ekki minnkað," fullyrti hann. „Það er jafn mikið um það nú og áður að fólk sé að para sig hér inni. “ Á þessum tiltekna stað voru ekki seldar verjur og er sömu sögu að segja af mörg- um vínveitingahúsum. Leigubílstjóri sem HEIMSMYND ræddi við tók í sama streng og dyravörðurinn. „Mér finnst að maður sé alltaf að keyra svipuðu fólki sem hegðar sér svipað." Þessi álit eru að sjálfsögðu aðeins byggð á tilfinningu en ein athyglisverðasta at- hugun sem gerð hefur verið á þessum mál- um er rannsóknaverkefni sem nemendur í félagsfræði í Menntaskólanum í Reykja- vík unnu undir stjórn kennara síns, Krist- ins Einarssonar. Verkefnið hét „Könnun á eyðni“, en þar voru lagðir spurningalist- ar fyrir 160 nemendur skólans á aldrinum 16 ára til tvítugs. Helstu niðurstöður voru á þá leið að hópurinn var mjög meðvitað- ur um eyðni en það kom ekki fram í því að fólk lifði breyttu kynlífi. Þannig voru rúm- lega 16 prósent aðspurðra flokkaðir í áhættuhóp, en þeir skiptu þá oft um maka, notuðu ekki getnaðarvarnir, sváfu hjá við fyrstu kynni og svo framvegis. „Það kom mjög vel fram í könnuninni að það er eitt að fræða og annað að breyta hegðun," sagði Kristinn Einarsson þegar framhald á bls. 137 HEIMSMYND 73 BÖRKUR ARNARSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.