Heimsmynd - 01.10.1987, Side 82

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 82
götu og heitir Gallery Robert Schoelkopf. Á þess vegum eru verk hennar sýnd og kynnt víða. Louise hefur verið búsett í New York í 40 ár og viðurkenningin kom ekki á einni nóttu. Louise kemur eins oft til íslands og hún getur. Eiginmaður hennar, Leland Bell, er oftast með í förum, en hann er einnig málari. Dóttirin Temma hefur einnig lagt myndlistina fyrir sig. Ætli þau ræði listina sín á milli heima eða fá þau nóg af slíkri umræðu í hópi annarra? „Við tölum mikið um myndlist og gagnrýnum verk hvers annars," upplýsir Louise. „Og við reynum að skoða eins mikið af söfnum og sýning- um og við komumst yfir þegar við erum á ferðalögum.“ Hvernig líst henni þá á ís- lenska myndlist? „Ég er yfirleitt á ferð hér á sumrin og þá er lítið um sýningar, en ég sé það sem ég get. Það er líf í listinni á Is- landi og ég hef séð ýmislegt ágætt. Annars er Lee miklu meiri gagnrýnandi en ég.“ Mörgum þykir full langt liðið síðan Louise sýndi verk sín seinast á Islandi. Megum við eiga von á sýningu í bráð? „Já. Það er fyrirhuguð sýning í Gallerí Borg nú í vetur og þar verð ég aðallega með ný verk. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær vetrar sýningin verður en vonast til að geta verið við opnunina. Galleríið mitt sér yfirleitt alveg um sýningar fyrir mig. Ég sýndi í fyrsta sinn í Noregi í sumar, nánar tiltekið í Bergen. Ég hafði mjög gaman af að koma þangað. Ég er af norsk- um ættum að einum fjórða, afi minn, Jó- hannes Askevold, var norskur en búsettur á íslandi. Annars er ég mjög lítið ættfróð og ættrækin og að því leyti lítill íslending- ur í mér.“ Hún brosir bara leyndardóms- full við spurningunni um hvort hún hafi hitt einhverja norska ættingja sína í ferð- inni. „Það er aldrei að vita.“ „Næsta sýningin mín verður sennilega í einhverjum háskóla á austurströnd Bandaríkjanna. Það verður sýning á verk- um okkar Nínu Tryggvadóttur." Nína og Louise voru afskaplega nánar vinkonur og það er greinilegt að Louise hlakkar til þessarar sýningar. Myndir Louise hafa þótt bera með sér undarlega íslenskt yfirbragð þrátt fyrir að þær séu flestar málaðar í stórborginni New York. „Ætli það sé ekki bara vegna þess að ég þekki ísland best,“ segir Louise kímin. „Ég mála alls staðar en kannski frekar litlar myndir hér á íslandi því það er erfitt að vera að bera of mikið með sér. Ég fæst einnig við skúlptúr, geri eingöngu hvítar styttur úr gifsi, en gifsið flyt ég auð- vitað ekki með mér milli landa." Hún er staðin á fætur, ætlar að ljúka gönguferðinni. Það er rétt sem sagt er að hún er ekki mannblendin og enn síður frökk þótt sagt sé að hún sé ákveðin þegar hún vill það við hafa. En hvernig leggst það í hana að vera við opnun sýningarinn- ar sinnar í vetur, með öllu því umstangi sem því fylgir? „Ágætlega. Það er nú ekki svo slæmt að hitta fólk.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.