Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 27
EFNAHAGSMÁL
Er kreppa á næsta leiti?
Eru framtíðarspár að verða að veruleika? Verðfall á verðbréfamarkaði í Banda-
ríkjunum - hlutabréf í íslenskum stórfyrirtækjum hœkka. . .
Þróunin á bandarískum hlutabréfamarkaði nú er um margt lík þróuninni
fyrir heimskreppuna 1929 — getur ísland á einhvern hátt dregist inn í hugs-
anlegan efnahagssamdrátt?
y
j -y síðasta tölublaði HEIMSMYND-
AR birtist grein um kenningar dr.
m. Ravi Batra, bandarísks hagfræðings
sem árið 1985 gaf út bókina The Great
Depression of 1990, bók sem verið hefur
á metsölulista New York Times frá því í
vor. í bókinni bendir dr. Batra á mörg
atriði í efnahagslífi Bandaríkjanna sem
svipi til atburða sem urðu þar fyrir
heimskreppuna miklu árið 1929 og færir
rök fyrir því að verði ekki tekið í taum-
ana stefni allt í aðra kreppu árið 1990,
sem geti jafnve! orðið sýnu alvarlegri en
hin fyrri. Þar sem kenningum dr. Batra
voru gerð góð skil í síðasta blaði verður
aðeins stiklað á stóru varðandi þær í
i þessari grein en sjónum frekar beint að
þeim umræðum sem þessar kenningar
hafa valdið svo og þeim efnahagslegu
forsendum sem þær byggja á. Þá er lýst
grundvallarmun á uppbyggingu hluta-
bréfamarkaðar í vestrænum ríkjum og
þeim verðbréfamarkaði sem náð hefur
að þróast hér á landi, sem veldur því að
sveiflur á íslenskum verðbréfamarkaði
eiga ekki að verða nærri eins miklar og
þær geta orðið á erlendum hlutabréfa-
mörkuðum.
S
bók dr. Batra The Great Depress-
ion of 1990 eru nefndar nokkrar
ástæður fyrir því að jarðvegur fyrir
kreppu hefur verið að myndast. I fyrsta
lagi er um að ræða samsöfnun auðs, en
Foreword by Lester Thurow
THEGREAT
DEPRESSION
OF
Why it's got to happen—
How to protect yourself
DR.RAVIBATRA
Bókarkápan á bók dr. Ravi Batra, The
Great Depression of 1990, sem selst hef-
ur í yfir þrjú hundruð þúsund eintökum
nú og hefur verið metsölubók í Banda-
ríkjunum undanfarna mánuði.
hlutfall þjóðarauðs í Bandaríkjunum í
eigu ríkasta hundraðshluta þjóðarinnar
stefnir nú í hámark, svipað og á þriðja
áratugnum. Samsöfnun þessi á sér marg-
ar skýringar, meðal annars erfðir, og þá
staðreynd að skattar á hátekjumenn
voru lækkaðir á fyrstu stjórnarárum
Reagan stjórnarinnar. Þetta ástand leiðir
til ójafnvægis í efnahagsmálum, það er
versnandi afkomu fátækasta hluta þjóð-
arinnar, aukinna neyslulána sama þjóð-
félagshóps og aukinna fjárfestinga rík-
asta hluta þjóðarinnar á hlutabréfamark-
aði. — í öðru lagi nefnir Batra afnám
reglna um fjármálamarkaðinn, en með
svokallaðri deregulation stefnu Reagan
stjórnarinnar hafa margar reglur, sem
hindruðu samruna og samvinnu fyrir-
tækja á mismunandi sviðum fjármála-
starfsemi, verið afnumdar. — í þriðja
lagi nefnir dr. Batra hinn stórfellda sam-
runa- og yfirtökufaraldur sem gengið
hefur yfir bandarískt efnahagslíf á liðn-
Eiga íslendingar erindi á erlenda verð-
bréfamarkaði?
Nú nýverið hefur ríkisstjórnin til-
kynnt um nýjar aðgerðir sem eiga að
hafa það að markmiði að efla sparnað
Íslendinga. í því skyni verður gripið til
ýmissa ráðstafana en ein þeirra er sú að
heimila íslendingum að fjárfesta í er-
lendum verðbréfum. Þegar grein þessi
er rituð hefur reglugerð vegna þessa
ekki litið dagsins Ijós. Þannig er ekki
Ijóst með hvaða hœtti íslenskum fjár-
festingaraðilum verður gert kleift að
fjárfesta erlendis, né heldur hvort heim-
ild þessi verður opin og íslendingum
þannig gert mögulegt að fjárfesta í öll-
um tegundum erlendra verðbréfa.
Þau rök sem hingað til hafa verið
fœrð fyrir því að íslendingar fái að fjár-
festa í erlendum verðbréfum eru að það
sé nauðsynlegt til að nægileg áhættu-
dreifing fáist á þann sparnað sem hér
myndast. íslenskt efnahagskerfi er lítið
og það er óráðlegt að festa sparnað ls-
lendinga einungis í innlendum fram-
leiðslutœkjum. Þess vegna hefur því
meðal annars verið haldið fram að líf-
eyrissjóðirnir ættu að geyma hluta affé
sínu í tryggum, erlendum verðbréfum.
— Með þessu er ekki verið að kasta
rýrð á fjárfestingarmöguleika hér inn-
anlands, enda eru þeir mjög góðir.
Þannig er mjög ólíklegt að jafnhá
ávöxtun fáist á erlendum verðbréfa-
mörkuðum og hér innanlands miðað
við að sama áhætta sé tekin, til þess eru
raunvextir hér alltof háir. Því má búast
við því að lífeyrissjóðum eða öðrum
fjárfestingaraðilum takist ekki að ná
jafngóðri ávöxtun með kaupum á er-
lendum verðbréfum og hér tíðkast, en
sem þáttur í góðri áhœttudreifingu ættu
þessi kaup þó að vera sjálfsögð í nokkr-
um mœli.
HEIMSMYND 27