Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 59
ljós í könnun Helga var á svefntíma
karla og kvenna. Tveir þriðju hlutar
kvenna sváfu jafnlengi og karlar en
þriðjungur kvennanna svaf lengur fram
eftir á morgnana, og aðspurður kvað
Helgi ekki ólíklegt að þetta væri sá hóp-
ur kvenna sem væri heimavinnandi með
ung börn sem þær vöknuðu til á næt-
urna. „Svefnleysi af geðrænum toga er
aðallega tvenriskonar, svefnleysi af völd-
um streitu eða spennu, svokölluð síð-
vaka, en þá á fólk erfitt með að sofna á
kvöldin, og þunglyndissvefnleysi, svo-
nefnd árvaka, en þá vakna menn eld-
snemma á morgnana og geta ekki sofnað
aftur.“
ölvunar eða afbrota. En hins vegar virð-
ist nýtt og fullt tungl hafa rík áhrif á
suma og þykjast menn merkja þær breyt-
ingar á hegðunarmunstrinu, þó mér sé
ekki kunnugt um að til sé nein vísindaleg
úttekt á því.“
Alls gistu 6710 manns fangageymslur
lögreglunnar á síðastliðnu ári, 6261 karl
og 408 konur, flestir karlanna gistu
fangageymslurnar í nóvembermánuði,
eða 605, en dreifingin er nokkuð jöfn
alla mánuði ársins, fæstir gista fanga-
geymslurnar í janúar, eða 459, en næst-
flestir eru gestirnir í júní, 595. Konurnar
eru flestar í ágúst og september, 43, en
fæstar í desember, 24 talsins. Erfitt er
menn eða komið í veg fyrir afbrot, þó
við getum hvatt fólk til að fara gætilega
og forðast óþarfa áhættu."
Umferðarslys og óhöpp eiga sér stað
allan ársins hring, en aukast þó eftir því
sem dagur styttist. Flestir árekstrar og
slys áttu sér stað í desember á síðastliðnu
ári að sögn Gylfa Jónssonar, lögreglu-
fulltrúa í slysarannsóknardeild lög-
reglunnar, 333 árekstrar og slys voru
skráð þann mánuð, 276 í nóvember og
307 í október, 251 í janúar. Sumarmán-
uðina eru skráðir árekstrar og slys færri,
að meðaltali um 200 á mánuði frá aprfi
fram í ágúst að báðum mánuðum með-
töldum.
gftjndir i
u kertaljósanna
Verður fólk heilsulausara í skamm-
deginu, leitar það meira til lækna? Svo
segir Örn Bjarnason læknir hjá Hollustu-
vernd ríkisins. „Fólk leitar meira til
læknis í skammdeginu, og flestir leita til
lækna í febrúar.“
Guðjón Magnússon, aðstoðarland-
læknir, segir algengast að flensur stingi
sér niður hér í svartasta skammdeginu,
„algengasti tími flensufaraldra bæði hér
°g í nágrannalöndunum er frá því í des-
ember og fram í febrúar."
Lúðvík Ólafsson, læknir í Heilsu-
gæslustöð Breiðholts, hefur haldið ná-
kvæma skrá um sjúklinga sína frá því í
nóvember 1985 og segir að mest sé leitað
til lækna fyrstu mánuði ársins. „Flestir
koma í janúar, febrúar og mars.“
Aukast myrkraverk í skammdeginu?
Er einhver munur á fjölda þeirra er gista
fangageymslumar? Ekki segir Bjarki
Elíasson, yfirlögregluþjónn. „Ég treysti
mér ekki til að leggja mat á hvort einn
mánuður fremur en annar er líklegri til
að menn gisti fangageymslurnar vegna
eins og Bjarki segir að sjá einhverja
fylgni milli ára, þannig gistu flestir
fangageymslurnar í ágústmánuði árið
1985, maímánuður var vinsælastur 1984,
og júlímánuður 1983.
Hvað með afbrot? Að sögn Helga
Daníelssonar, yfirlögregluþjóns hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins, aukast af-
brot á haustin og veturna. „Það er svo
margt sem breytist í okkar þjóðfélagi á
haustin þegar fer að skyggja. Skemmt-
analífið tekur á sig aðra mynd, fleiri
nauðganir eru til dæmis kærðar að lokn-
um skemmtunum en á sumrin, og ungt
fólk sem hefur verið upptekið í vinnu
sest á skólabekk og hefur minni peninga
milli handanna. „Ég stel ekki á sumrin
því þá á ég pening,“ hefur margur ungl-
ingurinn sagt við mig. Það er meira um
þjófnaði vetrarmánuðina, búðahnupl er
langalgengast í kringum jólin. En svo er
guði fyrir að þakka að við búum í tiltölu-
lega góðri borg og friðsamri, en það fylg-
ir alltaf ákveðin áhætta því að vera til,
við getum aldrei upprætt alla afbrota-
Hvað getum við gert til að láta okkur
líða sem best í skammdeginu? Hope
leggur til að við notum sérstakar Ijósa-
perur og sofum lengur út á morgnana. í
sama streng taka hinir útlendingarnir
sem við ræddum við. Margir undirbúa
jólin, sitja yfir kertaljósum og reyna að
hafa það notalegt í myrkrinu. Högni
Óskarsson segir að við ættum að hlæja
meira. „Það hafa verið settar upp hlát-
urstofur á nokkrum stöðum úti í heimi,
þar sem menn koma með stresstöskurn-
ar á morgnana, setjast inn í myrkvaðan
sal og svo er smitandi hlátur settur á fón-
inn. Fólkið í salnum tekur undir og hlær
hjartanlega og segja sérfróðir menn að
þetta sé mjög góð byrjun á vinnudegin-
um. Ég held að við íslendingar ættum að
hlæja meira, það myndi hjálpa okkur
mikið. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem
eru léttir í lund, skapgóðir og koma auga
á broslegar hliðar tilverunnar eru mun
færari en aðrir um að leysa vandamál, og
hafa auk þess meiri sköpunargáfu en
aðrir.“
HEIMSMYND 59