Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 57
aukning verði á útleigu myndbanda eftir
því sem myrkrið færist yfir, og spennu-
myndir eru vinsælastar, koma líklega í
staðinn fyrir gömlu draugasögurnar. Og
fólk flykkist í sóiarlampa til að ná af sér
skammdegisfölvanum, mest er að gera á
sólbaðsstofum í nóvember og desember.
Margir hafa trú á notkun ljósa til að
eyða þunglyndisáhrifum myrkursins. Ein
þeirra er Hope Knútsson iðjuþjálfi, en
hún hefur verið búsett hér á landi í 13 ár.
Hún bjó áður í New York. „Ég hata
skammdegið og myrkrið,“ segir hún.
„Fólk verður drungalegra, en mér finnst
íslendingar allir svolítið drungalegir.“
Hún segir þó að myrkrið hafi ekki nein
vakna fyrr en um 10 leytið í mesta
skammdeginu og fara til vinnu um 11.
„Pað er ónáttúrulegt að vakna svona
snemma og sjá aldrei til sólar. Fólk er
hvort eð er hálfsofandi fram eftir morgni
á vinnustöðum og ekki viðræðuhæft og
alltaf í kaffi. Ég held að afköstin væru
ekkert minni þó fólk kæmi seinna til
vinnu, það væri bara betur vakandi við
vinnuna.“ í sama streng tekur Anh-dao
Tran kennari við Heyrnleysingjaskólann,
en hún hefur búið hér í þrjú ár og bjó áð-
ur í 10 ár í Bandaríkjunum eftir að hún
yfirgaf föðurland sitt Víetnam. Henni
finnst alltof snemmt að leggja af stað til
vinnu fyrir klukkan átta í skammdeginu.
fallegt og ég fann því ekki fyrir skamm-
deginu, en þá var ég lfka ung og fannst
allt stórkostlegt," segir Alísa Kjartans-
son, en hún hefur búið hér á landi sam-
fellt frá 1980. „En í dag þoli ég ekki til-
hugsunina um myrkrið og skammdegið,
og verð hálf þunglynd þegar fer að
skyggja. Mér finnst íslendingar vera
farnir að geta tjáð betur hvaða áhrif
skammdegið hefur á þá og skammast sín
minna fyrir að viðurkenna að þeir finni
fyrir þunglyndisáhrifum." Uppáhaldsárs-
tími Alísu er vorið, „þá lifna ég við eins
og gróðurinn, mér finnst vorið yndisleg-
ur árstími.“
Sofum við meira í skammdeginu en á
áhrif á sig, því hún sé með fyrirbyggjandi
aðgerðir gegn áhrifum þess. „Ég er með
Ijósaperur sem ég hef verið að kynna hér
á landi, en þær hafa áhrif á framleiðslu
heilahormóna og geta því fyrirbyggt
þunglyndi af völdum ljósaskorts. Venju-
legar flúorljósaperur eru heilsuspill-
andi.“ Perurnar sem Hope talar um eru
seldar hjá Natura Casa, en litróf peranna
er algjör eftirlíking af litrófi dagsbirtunn-
ar- Arngrímur Baldursson sölustjóri hjá
Natura Casa segir að rannsóknir hafi
sýnt að þeir sem vinna undir þessum
Ijósum vinni betur og séu minna frá
vegna veikinda en aðrir. „Birta frá
venjulegum flúorljósum. veldur því að
framleiösla hefst á hormónum sem
stuðla að þreytu og svefni.“
Auk þess að nota þessar ljósaperur
setur Hope upp líkamsræktartæki á
stofugólfinu hjá sér. „Þetta lfkist mest
gönguskíðum og ég æfi mig á stofugólf-
'nu undir þessum hollustuijósum,“ segir
hún. Hún er á þeirri skoðun að þeir sem
húsettir eru hér á landi ættu ekki að
„Og það er mjög erfitt að kenna fyrstu
tímana á morgnana, bæði fyrir kennara
og nemendur því fólk er ekki vaknað þó
það sé komið á fætur."
Eru aðrir útlendingar sem hafa flutt
inn í myrkrið okkar á sömu skoðun?
„Skammdegið hefur aldrei haft nein
áhrif á mig,“ segir Lena Bergmann, „en
ég kvíði oft fyrir að fara út, sérstaklega í
vondum veðrum og slæmu skyggni."
„Ég verð syfjaður í skammdeginu en
ekki þunglyndur," segir Ricardo Villa-
lobos, tækniteiknari frá Perú. „Ég hef
heyrt að sumir verði þunglyndir í
skammdeginu, en ég finn ekki fyrir því.“
Hann var búsettur í Bandaríkjunum í tvö
ár áður en hann flutti hingað og segir að
það hafi verið kaldara þar en hér. „Það
eina sem ég hef út á veðrið að setja hér á
landi er að það mætti vera heitara á
sumrin, ég ferðast mikið um hálendið
vegna vinnu minnar og þarf yfirleitt að
hafa með mér þykk hlífðarföt."
„Ég kom hingað til lands fyrst 15.
febrúar 1968. Þá var allt hér snjóhvítt og
sumrin? Ekki segir Helgi Kristbjarnar-
son, geðlæknir, en hann gerði rannsókn
á svefnvenjum landsmanna árin 1982 og
1983. „Meðalsvefntími íslendinga er sjö
og hálfur tími og það kom enginn munur
í ljós eftir árstíðum, fólk svaf jafnlengi
hvort sem um var að ræða vetur eða
sumar, en það segir ekkert um svefn-
þörfina, því eflaust eru það utanaðkom-
andi þættir sem hafa áhrif á svefntímann,
svo sem vinna, og fólk horfir jafnt á
sjónvarp vetur sem sumar.“ Síðastliðið
vor var gerð önnur könnun á svefnvenj-
um landsmanna, þar var athugað hvort
Stöð 2 og myndbandanotkun hefði þau
áhrif að fólk færi seinna að sofa en áður,
en niðurstöður liggja enn ekki fyrir.
„En þó fólk sofi jafnlengi sumar og
vetur telja margir sig sofa óværar á vet-
urna. Ég man eftir því er ég var héraðs-
læknir á Seyðisfirði, að menn kvörtuðu
undan svefntruflunum þann tíma sem
sólin kom ekki upp, og í Norður-Noregi
er talað um miðsvetrarsvefnleysi af þess-
um sökum.“ Eini munurinn sem kom í
HEIMSMYND 57