Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 132

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 132
danskri konu Annette og í heimsókn hjá þeim var vinkona þeirra beggja, finnska fyrirsætan Aria, og Flóka fannst ekki úr vegi að reyna að hneyksla samlanda sína svolítið. „Hann hafði gaman af að hneyksla aðra ef hann gat,“ segir móðir hans. En var Flóki séní, misskilinn af samtíð sinni og uppi á röngum tíma? Vinir hans eru sannfærðir um það. „Hann var al- gjört séní,“ segir Hilmar Örn tónlistar- maður, „ég hef aldrei hitt greindari mann og hef heldur aldrei hitt mann sem hefur gefið jafn mikið af snilligáfu sinni til annarra. Hann var ótrúlega vel lesinn og minnugur, með svipaða gáfu og Willi- am Blake, formminni, bjó sér til sinn heim sem hann festi á blöð.“ „Já, mér fannst hann snillingur,“ segir Jóhann Hjálmarsson, „strax sem ungur maður var hann farinn að gera myndir sem voru snilldarlegar, sprottnar úr sér- stökum menningarheimi sem á sér enga hliðstæðu hér á landi, hið vanþakkláta umhverfi 6. og 7. áratugarins átti ekki við hann, en ég held ekki að hann hafi verið fæddur á röngum tíma, menn eru farnir að meta það sem Flóki gerði betur í dag, en þegar hann byrjaði að halda sýningar, og ég held að ýmislegt sem hann tók sér fyrir hendur eigi eftir að koma aftur. Flóki var ákaflega hrifinn af 19. öldinni og aldamótaskáldum og rit- höfundum. Pað er ýmislegt sem er líkt með þeim aldamótum sem eru framund- an og hinum síðustu, dulhyggja hefur t.d. vaxið og rómantíkin á áreiðanlega eftir að koma aftur.“ „Hann var 19. aldar maður, að mínu viti séni sem lifði í einstökum hugmynda- heimi,“ segir Nína. „Hann var einmana teiknari, sem sóttist ekki eftir hrósi.“ Var hann tímaskekkja? „Hann réri á sömu mið og súrrealistarnir," segir Aðalsteinn, „fór aftur í gráa forneskju m.a. Kabbala og galdur og hirti í baka- leiðinni það sem honum hentaði frá súr- realistunum, en að baki þessu öllu lá argasta rómantík í sinni ýktustu mynd. Honum fannst alltaf svolítið spes að vera einfari, þar til síðustu árin, þá var ekki laust við að hann væri svolítið beiskur, því honum fannst hann eiga að fá viður- kenningu fyrir að hafa haldið sínu striki alla tíð. En ef til vill hefur það reynst honum erfiðara að bera grímuna eftir því sem aldurinn færðist yfir. Hann var al- gjörlega á móti nútímalegum vinnu- brögðum, hélt sig við pennateikningarn- ar þó menn væru að benda honum á möguleika grafíklistarinnar. „Hann var 19. aldar maður, og hafði mjög gaman af að segja frá þessum tím- um og hann passaði áreiðanlega ekki inn í það munstur sem fylgir nútímalifnaðar- háttum," segir Nína. „Hann var mjög inspírerandi persóna, vissi allt um 19. aldar skáldin og gat sagt af þeim ótal sögur, vissi allt um kaþólsku kirkjuna og dýrlingana og ef hann var í því skapi sagði hann ótal vafasamar sög- ur af þeim. Flóki var mikill leikhúsmaður, hafði gaman af að ögra umhverfinu. Eftir að leikritið mitt var sýnt um áramótin síð- ustu hringdi hann og spurði hvort við ættum ekki að fara saman á kaffihús, „svo þegar við erum að drekka kaffið get ég dregið upp Weekendsex og spurt þig hvort þú hafir séð þetta!“ Var Róki uppi á röngum tíma? Hilm- ar Örn segir að hann hafi stundum sagt í gamni; „hvað skyldi ég hafa gert af mér í fyrra lífi til að fá þau örlög að fæðast af öllum stöðum á íslandi, og af öllum tím- um á tuttugustu öldinni?“ Hann leitaði að sögn vina sinna ekki eftir heimsfrægð. „Pað var eins og hann væri dálítið hræddur við frægðina," segir Hilmar Örn. „Ég sá hann oft hlaupa undan henni. Hingað til lands komu til dæmis eitt sinn þáttargerðarmenn frá BBC, og vildu ræða við Flóka, höfðu mikinn áhuga á honum. Flóki flýtti sér til Bandaríkjanna og kom ekki aftur fyrr en hann var viss um að sjónvarpsfólkið væri farið." Og Ólafur Gunnarsson segir hann hafa fengið boð frá þýskum mynd- listarmanni, hann vildi gera allt fyrir Róka, útvega honum gallerí og opna leiðir hans út í heim og bauð honum meðal annars í mat til sín þar sem þeir áttu að ræða málin. „Róki hringdi og spurði hvort ég væri ekki til í að hitta hann áður en hann færi á stefnumótið. Við fórum út og fengum okkur súkku- laði og rjómatertu og matarboðið færðist nær og nær. Þegar komið var að þeim tíma þegar þeir hefðu átt að fara að snæða forréttinn leit Róki á klukkuna og sagði; „æ, ég gef bara skít í kauða.“ „Hann hljópst undan frægð,“ segir Nína Björk, „Bragi Kristjónsson, maður- inn minn, komst vel að orði í minningar- grein um Róka þegar hann sagði að hann hefði látið vinninginn liggja.“ Hann var ekki trúaður, en flestir vinir hans voru eða urðu kaþólskir og sjálfur var hann við það að taka kaþólska trú ásamt konu sinni Annette, en hætti við á síðustu stundu þar sem hann áleit þetta eina af mörgum rómantískum grillum sínum, Annette hélt hinsvegar sínu striki og tók kaþólska trú. „Hann hafði sterkar kristnar tilhneigingar og vissi meira um trúarbrögð en flestir aðrir," segir Jóhann Hjálmarsson og Hilmar Örn bætir við að Róki hafi verið svo góður maður að hann hafi ekki þurft á boðum eða bönn- um testamentisins að halda. Síðustu árin hugleiddi hann mikið dul- hyggju. „Við komumst aldrei að neinu samkomulagi um það,“ segir Jóhann Hjálmarsson, en Hilmar Örn er sann- færður um yfirnáttúrulega hæfileika Róka. „Það eru bara þrír myndlistar- menn á þessari öld sem hafa notað ein- hverskonar galdur í sambandi við gerð myndverka, Salvador Dali, Flóki og Austin Osman Spare, en hann iðkaði galdra meðvitað, var lærisveinn Aleistair Crowley galdramanns. Flóki spekúleraði mikið í tilvist djöfulsins og illra afla, en hann hafði aðra skoðun í sambandi við djöfulinn en flestir aðrir, að hans viti gat hann verið frelsandi afl sem leyfði fólki að gera allt sem var bannað og skemmti- legt, stóð fyrir fjöri og einstaklingseðli." Jóhann Hjálmarsson telur Róka hafa haft dulræna hæfileika en ekki meira en listamenn almennt; „ég hef ekki litið á myndir hans sem uppsprettu dulrænnar orku, en þær virka á mig sem góð list.“ Hver eru helstu áhrif hans á aðra ís- lenska myndlistarmenn? Hvað segir Aðalsteinn Ingólfsson? „í myndum hans kemur fram opinská erótík og hann skapaði það andrúmsloft í myndlistinni að það væri leyfilegt að gera „dónó“ myndir, en hann hefur ekki haft nein formleg eða stflræn áhrif á aðra. Þessi mikla áhersla á kynlífið átti að benda til þess að hann væri kyntröll, en hann setti alltaf upp nýja og nýja grímu, sagði að myndimar væru svona af því að hann væri algjörlega getulaus, og honum leyfðist þetta þar sem hann var svo ljúfur í umgengni og skemmtilegur, jafnvel með víni.“ Róki var mikil barnagæla, sjálfur átti hann einn son sem nú er rúmlega tví- tugur. „Hann var góður við strákana mína,“ segir Ólafur Gunnarsson, „ég man eitt sinn er strákurinn minn sagði við hann; „Róki, nennirðu að gefa mér krónu fyrir sódavatni, mér er svo heitt í maganum?" Og Róki svaraði á sinn hátt; „við skulum gera meira en það gamli dreng, við skulum ísa, pulsa, súkkulaða, og sódavanna." „Hann kom alltaf með gjöf handa strákunum mínum og hafði mikinn og ekta áhuga á þeim,“ segir Nína. „Þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn fór hann oft með elsta son okkar í göngutúr, og keypti alltaf handa honum tvo ísa. Og hann gat verið barnapía fyrir mann von úr viti.“ Og vinir hans segja að hann hafi haft hæfileika til að gera óstýrilátustu börn að rólegheitamanneskjum, og sum hver sem varla voru í húsum hæf voru farin að teikna fyrir hann áður en þau vissu af, og átti Flóki mikið safn barna- teikninga. Sömu áhrif hafði hann á margan óstýrilátan manninn. Hilmar rifj- ar upp sögu er þeir voru staddir á barn- um á Naustinu og tveggja og hálfs metra sláni vindur sér að þeim og segir: „Það ætti að lemja þig Róki.“ Þetta var stuttu eftir að eitthvert viðtal birtist við hann í dagblöðunum. Róki byijaði að ræða við manninn og eftir skamma stund varð hann ljúfur sem lamb og var farinn að bjóða Flókanum drykk á drykk ofan. „Hann var rómantíker og fagurkeri, og að mörgu leyti íhaldssamur" segir vin- ur hans Jóhann Hjálmarsson. „Hann var 132 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.