Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 92

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 92
MYNDLIST EFTIR HERDlSI ÞORGEIRSDÖTTUR BERA NORDAL nýráðinn forstöðumaður Listasafns íslands . ., LÍFIÐERALVARA Hún er ekkert ósvipuð listaverki sjálf. Þar sem hún situr undir einu slíku í bókaherberginu á Holtinu. Hárið er svartur massi tekið aftur með spöng, augun dökkbrún og skarpleg, húðin hvít og andlitsfallið ekkert ósvipað miðalda madonnumynd. Klæðnaðurinn, dökk glæsileg dragt, svartir sokkar og skór, er hins vegar táknrænn fyrir unga konu í ábyrgðarstöðu. Bera Nordal, listfræðingur, hefur ver- ið í sviðsljósinu eftir að hún var skipuð forstöðumaður Listasafns íslands. Marg- ar kynsystur hennar glöddust við þau tíð- indi, eins og þegar konum almennt geng- ur vel úti í þjóðfélaginu. Fannst mörgum það ánægjuefni að kona skyldi skipuð í þessa stöðu eftir lát dr. Selmu Jónsdótt- ur sem stjórnað hafði Listasafninu um árabil. Pær heyrðust líka óánægjuradd- irnar yfir þessari skipan Beru í embættið, þar sem alla vega tveir aðrir listfræðingar sóttu um, þótt Bera hafi unnið við hlið dr. Selmu í nokkur ár. „Petta er klíku- skapur. Hún hefur fengið starfið af því að hún er dóttir Jóhannesar Nordal,“ sögðu einhverjir. Aðrir bentu á að hún væri vel að því komin, vel gefin og hæf ung kona með æskilega menntun og reynslu í þetta starf. Sjálf er hún fámál um skipan sína í stöðuna, glöð yfir þeirri vegtyllu en segir það langt í frá hafa verið sjálfgefið að hún fengi þetta embætti. Bera Nordal er 33 ára gömul og tveggja barna móðir. Hún varð stúdent frá MR 1974 og nam listfræði við Há- skólann í Lundi í Svíþjóð og síðar við Courtauld Institute ofArt í London. Eig- inmaður hennar, Sigurður Snævarr, var þar samtímis við nám í hagfræði við London School of Economics. Bera lauk magistergráðu í listasögu 1979 en hefur ekki enn lokið við doktorsritgerð sína, sem hún segist þó byrjuð á. Doktorsritgerðina sína segir hún eiga að fjalla um lýsingar (illuminations) í 14. aldar handritum. „Ég hef sérhæft mig í miðaldalist og svo nútímalist. En kirkju- list frá 11. öld til 16. aldar heillar mig. Það er svo oft talað um þessar myrku miðaldir en á þessum tíma áttu sér stað margir stórkostlegir hlutir í listasögunni. Það er þó mjög flókin hugmyndafræði sem liggur í þessari kirkjulist og maður þarf að vera vel að sér í trúarbragðasögu og heimspeki til að öðlast innsæi í þessa list sem var til dýrðar guði á kaþólskum tímum, þar sem menningin blómstraði í klaustrum og við hirðir.“ Hún gerir hlé á máli sínu og skírskotar með brosandi augnaráði til kvennahóps sem hefur hreiðrað um sig í nærstöddum leðursóf- um með kokteila í glösum. Þær tala um hrukkur og þennan einkennilega fýlusvip sem setji mark sitt á munnvikin þegar aldurinn færist yfir. Það leiðir talið að hugðarefninu konum og jafnréttismál- um. Af hverju er staða kvenna eins og raun ber vitni? „Af hverju," segir hún, „tala konur samankomnar í hóp sjaldn- ast um stjórnmál og efnahagsmál. Af hverju gera karlmenn, samankomnir í hóp, það hins vegar. Ég held,“ svarar hún sjálf, „að konur flýi ábyrgð. Reynd- ar hafa rannsóknir frá Bandaríkjunum sýnt að konur virðast staðnæmast á ákveðnu stigi á sínum starfsferli áður en toppnum er náð. Þær virðast komast upp í stöður innan bankakerfisins, verða deildarstjórar eða þá skrifstofustjórar í fyrirtækjum, en ná ekki lengra. Það þyk- ir sýnt að konur draga sig oft í hlé þegar 92 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.