Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 133
borgaralegt bóhem,“ segir Nína. „Hann
var mjög hrifinn af því að ég byggi í hálf-
gerðri sveit,“ segir Ólafur, „en sjálfur
hefði hann aldrei getað það, átti erfitt
með alla praktíska hluti." Móðir hans
segir að hann hafi aldrei getað rekið
nagla í vegg. „Það var aldrei hægt að
nota hann í venjulega vinnu.“ Hún segir
þau foreldrana hafa deilt heilmikið um
þetta, faðir hans Alfreð var verkstjóri
hjá Sameinaða gufuskipafélaginu, og
þegar Flóki var 16 ára gamall fannst hon-
um kominn tími til að drengurinn færi að
vinna við eitthvað eins og aðrir drengir.
Hann var beðinn um að passa bjórstæðu
í pakkhúsinu. Flóki lagði sig ofan á stæð-
una og er faðir hans kom aftur var búið
að taka nokkra kassa. Faðir hans spurði
hvort hann hefði ekki orðið var við
þetta? „Jú,“ sagði Flóki. — Og hvers
vegna léstu okkur ekki vita? „Æ,“ sagði
Flóki sem þekkti þá sem tóku kassana,
„það er svo illa liðið.“
„Hann var ofsalega hrifinn af Knúti
Hamsun og taldi hann mesta rithöfund
allra tíma,“ segir Ólafur, „það segir tals-
vert um hann.“
Flóka dreymdi mikið en þeir draumar
voru að sögn vina hans í ætt við mynd-
heiminn og hefur einn þeirra orðið Degi
Sigurðarsyni að yrkisefni.
Flóki var vinur vina sinna og hringdi
gjarnan í þá á hverjum degi. „Hann var
iðulega búinn að taka fram einhverjar
bækur sem hann vissi að ég hefði áhuga
á, áður en ég kom til hans, og hann
reyndist mér vel á erfiðu tímabili er ég
var hvað blankastur, þá tók ég eftir því
að í hvert sinn er ég kom frá Flóka var
500 kall í vasanum mínum. Er ég spurði
hann hvort hann vissi eitthvað um þetta
hristi hann bara höfuðið og sór allt af
sér,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson. Allir
sakna hans sárt, og konan hans Ingi-
björg, sem búið hefur með Flóka síðast-
liðin 15 ár þó eðlilega langmest, svo mik-
ið að hún treysti sér ekki til að ræða um
hann við HEIMSMYND. „Ég tek oft
upp símtólið og ætla að hringja í Flóka,
en man þá að hann er farinn,“ segir Jó-
hann Hjálmarsson. „Ég bíð oft eftir því
að Flóki hringi," segir móðir hans, „ég
hef misst marga, manninn minn, föður
og systkini en enginn missir hefur verið
jafn erfiður og að missa Flóka.“ Allir
sakna símtalanna við Flóka og þeirrar
uppörvunar sem hann veitti öðrum.
„Hann hvatti mig til að skrifa fyrstu
skáldsöguna mína,“ segir Nína sem til-
einkar Flóka bókina Móðir, kona,
meyja. „Hann var besti vinur minn,“
segir Ólafur Gunnarsson, „hann var mér
eins og bróðir og faðir, og gaf mér styrk
til að halda áfram við það sem ég er að
gera.“ Ólafur segir hann hafa haft óvið-
jafnanlega frásagnarhæfileika. „Hann
hefði vel getað orðið rithöfundur, hann
náði slíkum hæðum í frásögninni ef vel lá
á honum að ég hef aldrei heyrt annað
eins, enda var hann mjög áhugasamur
um bókmenntir og vissi nánast allt um
þær. Róki var listamaður í húð og hár.“
Og Hilmar Örn segir: „Flóki sýndi fram
á að það er hægt að vera sérvitringur hér
á landi og lifa því lífi sem menn vilja lifa.
En það er auðvelt að vera misskilinn á
íslandi, því íslendingar eru pakk sem
kunna ekki að meta menn nema þá sem
eru erlendis eða dauðir.“
ABAL STAÐURINN!
HEIMSMYND 133