Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 35
að það sem gerst hefur á íslandi með
vinnutíma og lág laun geti ekki og hafi
ekki átt sér stað, þar sem aukin eftir-
spurn muni ávallt leiða til verðhækk-
ana). Innflutningur farandverkafólks
mun halda niðri launum, einkum yfir-
borgunum, á þenslutímum og verða
nokkurs konar „sveiflujöfnunartæki á
innlenda kostnaðarverðbólgu", svo ég
noti hugfærasafn hagfræðinnar.
Ný form hallæris á góðæristímum
Hávaxtastefnan, sem gert hefur marga
menn afar efnaða á stuttum tíma, hefur
einnig gert marga fátæka og eignalausa.
Óheft starfsemi á peningamarkaðnum
hefur síðan búið okrinu til ný form sem
líta út eins og nútíma þægindi en virka
eins og gagnsæir hlekkir peningavalds-
ins. Þar á ég til dæmis við tilboð pen-
ingamanna að kaupa með afföllum vænt-
anlegan lánsrétt einstaklinga í húsnæðis-
kerfinu. Sama þjónusta er ugglaust
komin gagnvart námsmönnum með láns-
rétt hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna.
Og auðvitað munu væntanlegir lífeyris-
þegar fá tækifæri til að selja undan sér
lífeyrinn. Þannig er jöfnunarkerfi samfé-
lagsins líka notað til að geirnegla hallæri
þeirra einstaklinga sem eru févana.
Manneskjan ofar peningunum
Orðin góðæri og hallæri fela í sér tíma-
bundið og persónubundið mat á aðstæð-
um. í gamla daga var yfirleitt vísað í ein-
falda mælikvarða eins og magn af veidd-
um fiski. Nú á tímum eru þessi hugtök
samofin hugmyndafræði markaðshag-
kerfisins líkt og tískuorðið „kreppa".
Talað er um kreppu hagkerfa, kreppu
atvinnuvega og væntanlega heims-
kreppu. En orðið kreppa er ekki notað
um fólk, til dæmis kreppu foreldra eða
kreppu launafólks. Fólkið er ekki verk-
efni til skoðunar heldur meintir peninga-
hagsmunir.
Þarna þurfum við að breyta áherslum.
Fólkið, manneskjan, er það sem skiptir
máli. Peningar eru aðeins eitt af tækjum
samskipta milli fólks. Með peningum má
aldrei taka úr sambandi lýðréttindi eða
velta úr sessi undirstöðusáttmálum sér-
hvers mannlegs samfélags um vissa lág-
marks samtryggingu. Dýrmætasta eign
þjóðfélagsins eru þegnar þess, einkum
börnin. Góðæri og hallæri eru orð sem
eiga að lýsa framfærslu fólksins í land-
inu. Góðæri á að vera eftirsóknarvert
fyrir alla einstaklinga samfélagsins. I
miklu góðæri eiga allir skuggar hallæris
að hverfa; líka efnalegt hallæri hinna
bágstöddustu. Ein mikilvægasta forsenda
góðæris í reynd er sú að launin, fram-
færsla alls þorra landsmanna, skapi eig-
endum vinnunnar mannsæmandi kjör og
fulla hlutdeild í arðsemi vinnunnar. í
raunverulegu góðæri situr manneskjan í
öndvegi.
HEIMSMYND 35