Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 74
KÆRÐAR NAUÐGANIR
AÐEINS TOPPURINN
Á ÍSJAKANUM
Nauðgarar fara ekki í manngreinarálit. Kærðar nauðganir eru
20 til 25 á ári, en talið er að þær séu 10 sinnum fleiri. Dómar sem
falla í nauðgunarmálum eru 2 til 5 á ári. Er breytinga á lögum og
meðferð kærumála að vænta innan skamms?
Asíðustu árum hafa kvenfrelsis-
hreyfingar víða um heim, svo
sem eins og í Englandi og Bandaríkjun-
um, lagt áherslu á að fremur beri að skil-
greina nauðgun sem grófa líkamlega og
persónulega árás, en sem kynferðisaf-
brot. „Með því móti telja þær að konur
fái betri málsmeðferð fyrir dómstólun-
um, þar sem það að skilgreina glæpinn
sem kynferðisafbrot beini athyglinni í of
miklum mæli að fórnarlambinu, konunni
sjálfri, og í stað þess að beina aðalathygl-
inni að verknaði mannsins og upplifun
konunnar er áherslunni beint að því
hvaða manngerð hún er og hversu trú-
verðug fyrir dómstólunum," segir Guð-
rún H. Tuliníus sem starfað hefur í ráð-
gjafarhóp fyrir þær konur sem hafa orðið
fyrir nauðgun. „Þær segja að nauðgun sé
framin í því skyni að sýna afl og yfir-
burði og þess vegna sé ráðist á konur þar
sem þær eru hvað viðkvæmastar. Sam-
tímis því að þær vilja tala um grófa
líkamlega árás vilja þær að nauðgun nái
líka yfir annars konar kynferðislega mis-
notkun, svo sem þar sem konur eru
neyddar til óeðlilegra maka til dæmis í
munn eða endaþarm. Orðið nauðgun á
því að vera viðurkenning á því að fram-
kvæmdin er ofbeldi af hendi karla gegn
konum og lögin skuli viðurkenna að svo
sé.“
74 HEIMSMYND
Umræður um glæpinn nauðgun
hafa aukist á undanförnum ár-
um, kvennahreyfingar víða um heim
hafa opnað umræðuna, auk þess sem
stofnuð hafa verið nauðgunarathvörf í
mörgum löndum, þar á meðal hér á
landi, og upplýsinga, sem lágu ekki fyrir
áður um þetta afbrot, hefur verið aflað.
„Nauðganir eiga sér stað allmiklu oft-
ar en talið var,“ segir Guðrún H. Tuli-
níus. „Og nauðgarar fara ekki í mann-
greinarálit, konum á öllum aldri og í öll-
um stéttum er nauðgað.“ Dóra Hlín
Ingólfsdóttir rannsóknarlögreglumaður
sem hefur rannsakað mikið af kærðum
nauðgunarmálum tekur í sama streng og
segir konur á öllum aldri fórnarlömb
nauðgara. „Það má segja að þær séu á
aldrinum 12/13 ára til 50/60 ára. Þeir
menn sem hafa verið kærðir fyrir nauðg-
un eru oftast á aldrinum 20 til 30 ára, oft
eru sömu mennirnir kærðir aftur og aft-
ur.“
Að sögn Dóru er algengt að nauðganir
eigi sér stað í bflum sem ekið hefur verið
á afvikinn stað, í heimahúsum, á hótel-
herbergjum, úti á víðavangi og á afvikn-
um stöðum. Aðspurð sagði hún að lík-
lega færu hlutfallslega fleiri nauðganir
fram í heimahúsum hér en erlendis, enda
algengt að fólk fari í samkvæmi í heima-
hús eftir að hafa farið á skemmtistaðina.