Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 98
framfarir mannkynsins“ eins og Kristinn
E. Andrésson kemst að orði.
Hér á landi sem annars staðar var
bókinni tekið opnum örmum. Sigurður
Grímsson bókmenntagagnrýnandi álítur
söguna með mestu afreksverkum í bók-
menntum nítjándu aldar og segir svo:
„Bókin er uppgjör Hugo við samtíð sína,
þróttmikil og vægðarlaus ádeila. Hann
talar af lipurð og eldmóði máli hinna
hrjáðu og undirokuðu, lýsir átakanlega
þeirri baráttu sem háð er milli einstakl-
inga og þjóðfélags og skírskotar með
brennandi eggjunarorðum til mannúðar
og réttlætiskenndar gjörvalls mannkyns-
ins.“ Rithöfundurinn Guðmundur G.
Hagalín kemst svo að orði um Vesaling-
ana: „Par fer saman hinn fullkomnasta
frásagnarsnilld, hinar ógleymanlegustu
persónulýsingar og hið auðugasta ímynd-
unarafl sem hægt er að hugsa sér.
Persónur sögunnar og þráður
Það er að sjálfsögðu mikið vandaverk
og gott ef ekki ofverk að gera grein fyrir
því í fáeinum línum um hvað þessi tvö
þúsund blaðsíðna skáldsaga Hugos fjall-
ar, jafn víðfeðm og hún er. Hún nær yfir
margra ára tímabil og lýsir aragrúa per-
sóna og staða jafnframt því að segja frá
umfangsmiklum þjóðfélagslegum hrær-
ingum sem vefast inn í flókin einkamál
sögupersónanna. Hér eru á ferðinni mik-
il örlög, sterkar tilfinningar og stórar
grundvallarspurningar um lífið, um rétt-
læti, samviskuna og hið góða og illa.
Sagan sjálf er í rauninni fimm bækur,
sem flestar bera nöfn höfuðpersóna
verksins. Þannig heitir fyrsta bókin Fant-
ine, önnur Cosette, sú þriðja Maríus,
fjórða Rue Plumet og St. Denis og sú síð-
asta ber nafn aðalsöguhetjunnar; Jean
Valjean.
í upphafi sögunnar er Jean Valjean
sleppt lausum til reynslu eftir 19 ára
fangavist og þrælavinnu. Hann kemst að
raun um að guli reisupassinn, sem hann
þarf að bera á sér og lögum samkvæmt
sýna til staðfestingar sjálfum sér, dæmir
hann til hlutskiptis utangarðsmannsins.
Eini maðurinn sem sýnir honum góð-
semi er hinn heilagi biskup í Digne, en
Valjean, sem er orðinn forhertur og bit-
ur eftir áralanga þrælkun, launar honum
góðvildina með því að stela frá honum
silfri. Hann er handtekinn og færður af
lögreglunni til biskupsins aftur og bregð-
ur heldur betur í brún, þegar biskupinn
segir lögreglunni ósatt til þess að bjarga
honum og gefur honum auk þess tvo
dýrmæta kertastjaka.
Þessi atburður hefur mikil áhrif á Jean
Valjean og hann ákveður að byrja nýtt
líf, hann riftir skilorðsdóminum, leggur
land undir fót og tekur upp nafnið
Monsieur Madeleine. Og þrátt fyrir að
hinn heiftrækni löggæslumaður Javert sé
stöðugt á hælum hans tekst honum að
koma undir sig fótunum í borginni
Montreuil-sur-Mer, þar sem hann verður
verksmiðjueigandi og síðarmeir borgar-
stjóri. í verksmiðju hans vinnur kona ein
að nafni Fantine. Hún á óskilgetið
stúlkubarn að nafni Cosette, sem hún
hefur komið fyrir hjá heldur vafasömu
fólki í Montfermeil, Thenardier-hyskinu
(kráareigendur). Fantine er fátæk kona
og sjúk og á dánarbeðinu tekur hún það
loforð af Madeleine (Jean Valjean) að
hann bjargi dóttur hennar. Á sama tíma
hefur maður nokkur sem lítur alveg eins
út og Valjean verið handtekinn í hans
stað. Eftir mikla innri baráttu segir Jean
Valjean til sín og bjargar þar með mann-
inum. Síðan bjargar hann Cosette úr
klóm Thenardier-hjónanna og leggur
leið sína til Parísar þar sem hann. fer
huldu höfði. I hvert skipti sem hann
heldur að Javert sé kominn á spor hans
skiptir hann um dvalarstað. Svo líða níu
ár. I París eru óróatímar; sundrung, upp-
lausn og átök. Stúdentar og verkamenn
fullir hugsjóna og eldmóði mynda félög
og hittast á kaffihúsum til að ræða
ástandið og væntanlega byltingu. Við
kynnumst einum slíkum hópi, sem kenn-
ir sig við ABC kaffihúsið, þeim Enjolras,
Maríusi, Courfeyrac, Combeferre o.fl.
Þegar Lamarque hershöfðingi, eini mað-
urinn innan stjórnarinnar, sem styður fá-
tæklingana, deyr, brýst uppreisnin út.
Stúdentarnir marséra út á stræti Parísar
og hvetja fólk til að ganga til liðs við
byltinguna, reisa götuvígi og undirbúa
sig fyrir átök við hermenn konungsins.
Og hér verður söguþráðurinn ekki rak-
inn frekar. Við fylgjumst með byltingar-
tilraun stúdentanna, uppgjöri þeira Jean
Valjean og Javert og ástarsambandi
þeirra Maríusar og Cosette, þar sem
rómantík og pólitík sitja í fyrirrúmi, sam-
fléttuð á listilegan hátt.
Saga verður leikrit, verður kvikmynd
Eftir skáldsögunni Les Misérables hafa
líklega verið gerðar fleiri leikgerðir og
kvikmyndir en eftir nokkurri annarri
sögu. Það hafa verið gerðar ótal leik-
gerðir, stuttar sem langar, fyrir hljóð-
varp, leiksvið og sjónvarp, meðal annars
framhaldsmyndaflokkar. Fjöldi kvik-
mynda eftir sögunni er á bilinu 20 (sem
er hin opinbera tala) og 51 (sem er hin
óopinbera tala) og er það alveg áreiðan-
lega einsdæmi. Sú fyrsta var svart/hvít,
þögul, gerð í Bandaríkjunum árið 1909,
en Bandaríkjamenn og Frakkar hafa ver-
ið iðnastir við að kvikmynda söguna.
Meðal annarra sem hafa spreytt sig á að
færa söguna yfir á hvíta tjaldið má nefna
Englendinga, ítala og Japani.
Hér á íslandi hafa menn líka fengist
við að dramatísera Les Misérables. Árið
1953 sýndi Leikfélag Reykjavíkur Vesa-
lingana í leikgerð og leikstjórn hins
kunna leikhúsmanns Gunnars R. Han-
sen og í útvarpinu var leikin sérstök leik-
gerð eftir hann í 4 þáttum 1965. Og nú í
vetur ætlar Þjóðleikhúsið að taka til sýn-
ingar nýjustu útfærsluna á skáldsögunni:
söngleikinn Les Misérables, þar sem all-
ur textinn er sunginn eins og í óperum.
Saga verður söngleikur
Söngleikurinn Les Misérables er upp-
runninn í Frakklandi eins og vera ber.
Höfundar hans eru Alain Boublil, sem
samdi handrit og söngtexta og Claude-
Michel Schönberg, sem samdi tónlistina.
Söngleikurinn var frumsýndur í íþrótta-
höllinni í París fyrir sjö árum og naut
óhemju mikilla vinsælda. Tónlistin hlaut
margar viðurkenningar, en í skilgrein-
ingunni áttu menn í erfiðleikum, því
Úr uppfærslu Royal Shakespeare Company á söngleiknum Les Mlsérables
98 HEIMSMYND