Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 90

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 90
hverju sannleikskasti, tíundaði eigin galla og velti fyrir mér ímynd annarra. Ég skoðaði allt eins og óvægin mynda- vél. Nú reyni ég að umgangast aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig.“ Ef til vill er það af þessum sökum að ein þekktasta leikkona Svía, Eva Fröl- ing, sú sem lék móður Fanny og Alex- anders í samnefndri mynd Ingmars Bergman, lýsti því yfir í viðtali að næst á eftir Milos Forman væri Lárus Ýmir sá leikstjóri sem hún vildi vinna með. Kim Anderzon sagði að hlutverk sitt í mynd Lárusar, Andra Dansen, hefði ver- ið hið erfiðasta sem hún hefði leikið. Hann gerir kröfur til leikaranna eins og ýmsir íslenskir sviðsleikarar hafa þegar kynnst. Peir eru ekki margir sem hann telur í hópi úrvalsleikara. Nöfn Guðrún- ar Gísladóttur, Kristbjargar Kjeld, Sig- urðar Sigurjónssonar og einhverra fleiri ber á góma. „Almennt eru þó íslenskir leikarar betri en sænskir,“ segir hann. Viðhorf hans til leikarans er athyglis- vert. Líkt og viðhorf hans til leikstjór- ans. „Leikarinn þarf ekki að vera heil- mikil vitsmunavera til að vera góður leikari fremur en að leikstjórinn þurfi að hafa upplifað alla hluti til að geta náð þeim fram. Forsenda túlkunar og sköp- unar er innlifunarhæfni." Hann tekur dæmi af eldri leikkonu sem hann leik- stýrði fyrir nokkrum árum. „Hún hefur í áranna rás leikið mörg ólík hlutverk, ást- konur, mæður og femmes fatal, þótt hún hafi sjálf aldrei verið við karlmann kennd. Pegar við ræddum um hlutverk hennar, sálfræði og persónusköpun var Starfslið Andra Dansen. Tvær að- alleikkonurnar sltja sltthvoru megln við Lárus Ýml. Handrltshöf- undurlnn Lars Lundholm er f mið- Ið með þverslaufu. Sem leikkona var hún hins vegar stór- kostleg. Pau gullnu augnablik sem hún átti á sviðinu voru ekki af vitsmunaleg- um toga, þau voru líkamleg. Það var eitthvað stórkostlegt sem hún gerði sem stóð í engum tengslum við gáfnafar. Slíkt er tilfellið með marga stóra leikara. Tök- um sem dæmi Robert di Niro á hvíta tjaldinu, hvernig hann notar augu, lík- ama og rödd. Leikarar eins og Guðrún Gísladóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Sig- urður Sigurjónsson búa yfir einhverjum svona eiginleika. Pú sest ekkert niður með þessu fólki og ræðir sálfræði ein- hvers hlutverks í botn. Leikari tætir ekki hlutverk sitt í búta eins og úrverk. Hann lætur líkamann tala en eyðir ekki orðum í útskýringar. Það er ekki leikstjórans að tyggja allt oní leikarana. Góður leikari vinnur aðallega út frá tilfinningu, ekki skilgreiningu." Pað er fyrst og fremst vinnan að baki listaverki sem ræður úrslitum, ekki snilli- gáfan, að mati Lárusar. „Hefði Halldór Laxness verið fimmtugur gjaldkeri í Búnaðarbankanum hefði hann ekki stokkið í það að skrifa Kristnihald undir Jökli. Á bak við j)að snilldarverk liggur þrotlaus vinna. Á sama hátt og gullið augnablik í einhverri Antonioni-mynd er ekki háð tilviljun. Mínar bestu senur í Andra Dansen byggja fyrst og fremst á tilfinningu, smekk og verksviti, ekki ein- hverri pælingu." Engu að síður er hæfileikinn til staðar og næmnin fyrir umhverfinu. Sem barn kúrði hann sig ofan í listaverkabækur og tónlist fékk hann til að tárast. Sem ungl- ingur fékk hann áhuga á leikhúsi og kvikmyndum, gekk eitt sinn út af Fellini- mynd í Háskólabíói lífsreyndari maður. Hann var orðinn 27 ára þegar hann hóf nám í leikstjórn við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi. Á þessum árum voru margir nú kunnir íslendingar við nám þar í borg. Má þar nefna Hrafn Gunnlaugsson, Þráin Bertelsson og Þór- arin Eldjárn. „Á skólanum eignaðist ég minn maestro, sem var ungverskur gyð- ingur að nafni Janos Hersko.“ Lokaverkefni Lárusar frá þessum skóla er mynd sem enn er notuð sem Starfslið vlð gerð myndarlnnar Hðst- ens öga sem frum- sýnd verður í sænska sjónvarp- Inu nú á næstunnl. „Það ersíðanundlr Hrafnl Gunnlaugs- synl komlð hvort myndln verður sýnd hór,“ seglr Lárus. Vlð tökur á Den Frusna Leoparden. Klm Anderzon ( Andra Dansen. Hún er ein þekkt- asta leikkona Svía og lýstl því yfir að þetta hlutverk hefði verið sitt erf- iðasta. sjónarhorn hennar á skjön við allt það sem ég var að hugsa. Svo tók hún til máls og sagði mér frá því að hún hefði farið út að borða. Þar hefði maður á næsta borði verið svo flínkur að snæða kjúkling með hnífapörum. Pessi kona velti aldrei fyrir sér, held ég, af hverju hún bjó ein í þessari litlu íbúð eða af hverju líf hennar var eins og það var. 90 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.