Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 34

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 34
EFNAHAGSMÁL EFTIR BIRGI BJÖRN SIGURJÖNSSON GÓÐÆRIEÐAHALLÆRI? / raunverulegu góðœri situr manneskjan í öndvegi . . . í gamla daga höfðu orðin „góðæri“ og „hallæri“ skýrari merkingu en nú á dög- um. Með orðinu góðæri var til dæmis vísað til þess, þegar vel heyjaðist til sveita til að fóðra skepnur á vetrum og þegar vel veiddist á sjó. I góðæri var ein- faldlega mikið framleitt og unnt að seðja marga munna. Þegar talað var um hall- æri var átt við mjög lélegt árferði til sjáv- ar og sveita; þegar sláttur gekk illa og lít- ið veiddist. Á tímum hallæris varð mat- arskortur og hungursneyð og hvers kyns sóttkveikjur felldu fjölda landsmanna. Ég er að tala um það tímabil sögunnar, þegar sjálfsþurftarbúskapur var ríkjandi grundvöllur efnahagsskipulagsins á Is- landi. I sögulegu samhengi getum við nú full- yrt, að bæði góðærið og hallærið hafi áð- ur fyrr skapað jarðveg framsóknar í ís- lensku atvinnulífi. í góðærinu skapaðist sparnaður sem leiddi til fjárfestinga í nýj- um atvinnuháttum en á hallæristímum voru menn knúnir til að leita nýrra leiða til að byggja afkomu sína á. Þannig má hugsa jákvætt og segja að jafnvel í hall- ærinu búi þjóðfélagslegt afl sem beri okkur fram á við. Orðin góðæri og haliæri í dag eru flók- in. . . í blönduðu markaðshagkerfi nútímans er flóknara að skilgreina góðæri og hall- æri. Mikill fiskveiðiafli og mikil fram- leiðsla innlendra landbúnaðarafurða eru varla atriði sem minnst er á í nútíma um- ræðu um góðæri. Þeir einfeldningar sem halda að mikil framleiðsla landbúnaðar- afurða sé merki um góðæri fá að heyra að slíkt ástand sé einungis vegna þess að verð þessara afurða sé falsað; að þetta sé eins konar atvinnubótavinna með niður- greiðslum frá samfélaginu. Hvorki mikil landbúnaðarvöruframleiðsla né mikil innlend neysla á slíkum matvörum á hvert mannsbarn þykir bera vott um góðæri. Þvert á móti er sagt af forystu- mönnum þjóðarinnar, að mikil fram- leiðsla og neysla á landbúnaðarafurðum sé merki um „óréttlætanlega" mismunun atvinnuveganna, tekjutilfærslu frá neyt- endum til bænda og misheppnuð afskipti ríkisvaldsins af markaðnum og er þá er' ekki minnst á hina slæmu ofbeit landsin. sem þessi framleiðsla hefur kallað yfir okkur. Mikil framleiðsla og neysla matvöru þarf sem sagt alls ekki að vera merki um góðæri í samtímaumræðu. í þessari um- ræðu er mælistika góðærisins falin í skil- yrðum markaðshagkerfisins en byggir ekki á einföldum forsendum sjálfsþurft- arbúskaparins. Góðæri verður ekki til staðar fyrir þá sök að okkur takist að framleiða nóg til að fullnægja „þörfum" allra þegnanna fyrir atvinnu og lífsfram- færi. Sjónarmið um þarfir skipta nú á tímum engu máli heldur óskir þeirra um vörur og þjónustu sem eiga það sem aðr- ir girnast (þetta „það“ má kalla peninga til einföldunar). Peningarnir og góðærið Hlutverk peninganna er auðvitað merkilegt þegar við tölum um góðærið. Á meðan magn af peningum stendur í eðlilegu jafnvægi við magn framleiðslu í hagkerfi, þar sem full frjáls samkeppni ríkir, þá eigum við að vænta þess, að þeir eignist vörurnar sem mest vilja borga fyrir þær í þeirri forgangsröð. En eins og við vitum er stöðugt verið að búa til peninga og þessir nýju peningar leiða til hærra vöruverðs og verðgildi pening- anna rýrnar. Þannig geta peningarnir, sem eru forsenda markaðskerfisins, líka ruglað gangverk þess og skapað verð- bólgu (en verðbólga er víst eini núlifandi sameiginlegi óvinur fjármagnseigenda og verkalýðs). En einmitt í peningunum, sem á yfirborðinu virðast valda verð- bólgu og öðrum kreppueinkennum vel- ferðarríkisins, býr merkilegt hreyfiafl markaðshagkerfisins til að skapa skilyrði hagvaxtar. Auðveldlega má sýna fram á að hnignun og vöxtur eiga sömu rætur í blönduðu hagkerfi þótt það hljómi mót- sagnakennt. Góðæri - fyrir hvern? Peningar og ávöxtun þeirra eru hinir sönnu húsbændur markaðskerfisins. Góð raunávöxtun peninganna er fyrir mörg- um hagspekingum bæði forsenda góðær- is og stöðugleika. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst einmitt umræða fjölmiðl- anna í dag mikið um þetta „góðæri pen- inganna“ eða meint skilyrði þess. í orðinu góðæri býr meining um eftir- sóknarvert ástand. En góðæri pening- anna er einskis virði fyrir eignalausa. Þeim kæmi betur góðir atvinnumögu- leikar og mikil og ódýr matvælafram- leiðsla sér og sínum til framfæris. Þetta stillir upp góðærishugtökum tveggja tíma í sögulega mótsögn. Og þegar við skoð- um þróun umræðunnar um góðæri og hallæri blasir við að einstaklingurinn og hagsmunir hans eru ekki miðja og útgangspunktur umræðunnar í dag held- ur hagsæld peninganna í ýmsum mynd- um þeirra. Baksvið góðærisins (hallærið) Þetta beinir sjónarhorninu að hugtak- inu „hallæri", sem lítið er notað. Orðið hallæri hefur málfarslega beinna sam- hengi við afkomu (eða ástand) einstakl- inga heldur en orðið góðæri (t.d. „hall- ærislegur“). Peningalegt hallæri vísar til persónulegs peningaskorts. Peninga- skortur er hins vegar ekki til sem þjóð- hagslegt fyrirbrigði, þar sem ávallt eru framleiddir jafn miklir peningar í hveiju þjóðfélagi og eftirspurn er fyrir. Hallæri peninganna eða eigenda þeirra gengur ekki upp í málinu. Þetta varpar einmitt ljósi á peningahyggju samfélagsins og það hvernig hún byrgir okkur sýn um vandamál þjóðfélagsins. Hver skoðar líf fólksins í landinu í hinu meinta góðæri? Allir vita að launa- taxtar eru lágir og framfærslubyrði þann- ig að tvenn laun þarf til að reka hvert heimili, ef gengið er út frá viðmiðunar- grunni vísitölufjölskyldunnar. Þetta hlýt- ur að vera mælikvarði á hallæri, enda þótt þetta sama fólk lifi á tímum 7,6 pró- sent hagvaxtar! Og á þessum tímum góð- æris á Islandi, þegar raunávöxtun pen- inga slær heimsmet, stingur í augun að kaupmáttur kauptaxta lækkar um 19 pró- sent árið 1983, um 7,6 prósent árið 1984, stendur í stað 1985 og hækkar aðeins um 3,3 prósent á árinu 1986. ísland er enda að verða frægt sem láglaunaland: Singa- púr norðursins. Lág láun leiða af sér tvennt: annars vegar að vinnudagur fólks gerist æ lengri og foreldrar eru þvingaðir til að vera æ meira fjarri ungum börnum og hins vegar að atvinnurekendur gera kröfur um að fá hömlulaust að flytja inn farandverkafólk til að anna aukinni eftir- spurn (hagfræðingar munu sjálfsagt segja 34 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.