Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 137

Heimsmynd - 01.11.1987, Blaðsíða 137
milljónir króna. Lang stærsti hlutinn er fjármagnaður með kaupleigu og Jón Ótt- ar Ragnarsson segir að Sony í Dan- mörku eigi ennþá 70 prósent tækjanna sem Stöð 2 notar. Miklar fjárfestingar standa yfir þessa dagana, og meðal þess sem verið er að kaupa er svokallað paintbox, til myndbandagerðar fyrir 15 til 20 milljónir króna. „Þessi stöð hefði aldrei orðið til án kaupleigu," segir Ólafur. Hann segir að þeir borgi um 60 milljónir króna í af- borganir af kaupleigusamningum á ár- inu, en flestir samninganna eru til 3 til 5 ára. Jón Óttar Ragnarsson vill ekki gefa upp hversu miklar skuldir stöðvarinnar eru, en viðurkennir að þær skipti tugum milljóna hjá kaupleigunum. „En þetta er þó að mörgu leyti gott fyrirkomulag, þrátt fyrir að hér sé um dýrt fjármagn að ræða,“ segir Jón Óttar. Þá má ekki gleyma skuldum við Versl- unarbankann. Ekki er vitað hvað þær eru miklar og forráðamenn stöðvarinnar vilja ekki gefa upp skuldir fyrirtækisins við bankann. Ólafur H. Jónsson segir að þó að þeir skuldi kannski tíu, þrjátíu, sextíu eða jafnvel hundrað milljónir í bönkum hér innanlands þá sé það smáskuld miðað við veltu, og verði greidd á næsta ári. Hann leggur áherslu á að Stöð 2 hafi ætíð staðið í skilum við erlenda og innlenda lánardrottna. „Is- lenska bankakerfið er gamaldags," segir hann. „Þeir taka aðeins steypu sem tryggingu.' Við fjárfestum hins vegar ekki í steypu, heldur áskrifendum. Verslunarbankinn skildi þetta.“ Og hann heldur áfram: „Ef við hefðum byggt hefði það þýtt 100 til 200 milljónum króna minna til dagskrárgerðar." Loks má geta kostnaðar við ferðalög, skrif- stofu og annað slíkt, sem nemur tugum milljóna á ári. Til dæmis má ætla að flutningskostnaður vegna erlendra mynda sé um 6 milljónir króna á ári. Ólafur dregur enga dul á að Stöð 2 sé rekin með tapi í augnablikinu. „Það er tap á fyrirtækinu á þessu ári, og þrjá síð- ustu mánuði síðasta árs,“ segir Ólafur. „Annað væri óraunhæft." Hann leggur hins vegar áherslu á að þetta sé fjárfest- ingarár. „Við erum að tala um að standa á sléttu með 30 þúsund áskrifendur. Fréttaþátturinn 19:19 hefur hækkað þennan punkt úr 25 þúsund áskrifendum í 30 þúsund áskrifendur." Ólafur gerir sér vonir um að þessum áfanga verði náð fyrir árslok. „Við ætlum að vera með 30 til 35 þúsund áskrifendur um áramótin,“ segir hann. Hann segir jafnframt að tap- ið geti líka orðið úr sögunni með 26 þús- und áskrifendum vegna fjölgunar auglýs- inga á stöðinni. Þarna ber þeim félögum ekki saman því Jón Óttar segir að break even punktinum sé þegar náð. „Næsti áfangi er að borga skuldir," segir hann. „Þegar fer að vora getum við gert upp fortíðina.“ En hver er framtíð Stöðvar 2? Er hún „fjárhagslega skotheld" eins og Jón Ótt- ar orðar það. Það er ljóst að stöðin er rekin með talsverðu tapi í augnablikinu, en því má heldur ekki gleyma að þetta hefur verið ár fjárfestingar, eins og Ólaf- ur H. Jónsson segir. Flestum ber þó saman um að Stöð 2 ætti að geta borið sig. Margir vilja þó meina að yfirbyggingin sé orðin of mikil. „Þessi stöð gæti borið sig með 40 starfs- mönnum, og sama og engri innlendri dagskrárgerð,“ sagði maður sem hafði reiknað dæmið til enda. Það má vel vera rétt, en aðrir vilja meina að stöðin spjari sig eins og hún er núna. Athafnamenn í viðskiptalífinu segja að það hafi verið eitthvert mesta gæfuspor stöðvarinnar að fá Ólaf H. Jónsson til að sjá um fjármál- in. Það sé ekki nóg með að hann njóti virðingar í viðskiptalífinu, heldur hafi hann þann kjark sem þurfi til að reka fyrirtækið. Ólafur talar um mannskapinn eins og handboltalið sem þurfi að stjórna, og þótt þetta sé „stærra lið“ en hann átti von á þegar hann kom inn í fyr- irtækið í maí í fyrra, þá telur hann að yf- irbyggingin sé ekki orðin of mikil. „Það er hins vegar engu fyrirtæki hollt að verða of feitt í mannahaldi," segir Ólaf- ur. Hans mottó er að það sé engin stjarna ómissandi, því það komi alltaf einhver annar í staðinn. Bæði Ólafur H. Jónsson og Jón Óttar Ragnarsson hugsa stórt. Þeir eiga nú í samningaviðræðum við frönsk og vestur- þýsk kvikmyndafyrirtæki um sameigin- lega framleiðslu á sjónvarpsefni og kvik- myndum. Þeir eru bjartsýnir á framtíð- ina og segja að ekkert geti stöðvað fram- gang Stöðvar 2 úr þessu. „Aðalatriðið fyrir íslendinga er að fjárfesta í hug- myndum. Góðum hugmyndum. Ef hug- myndin er slæm þá er alveg sama hvað þú hefur mikla peninga," segir Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri að lokum. Þó peningadæmið geti reynst erfitt, þá getur það að „hugsa stórt" fleytt mönn- um langt. . . TOGSTREITA KVENNA framhald af bls. 66 fyrir skilningsleysi og vantrú á ábyrgðar- tilfinningu hennar sem móður þegar hún var í námi. „Ég er samt góð mamma, maður getur aldrei gert öllum til geðs og við því er ekkert að gera, ég veit þó að það er alltaf einhver sem styður mig, sama hvað ég tek mér fyrir hendur.“ Konur bera því stundum við að þær þjáist af samviskubiti ef þær eru útivinn- andi, en séu óánægðar með að vera heimavinnandi og finni fyrir togstreitu vegna þessa. Annars vegar eru áhyggjur af velferð barnanna; hins vegar metnaðurinn um starfsframa og velgengni og að fá að njóta sín í starfi utan veggja heimilisins. „Ég hef aldrei fundið fyrir þessu fræga samviskubiti sem allar konur eiga að hafa,“ segir Hildur Baldursdóttir sem ýmist hefur unnið úti fullan vinnudag eða verið heimavinnandi. „Ef ég er þess fullviss að börnin séu í góðum höndum er ástæðulaust að hafa áhyggjur." Á þetta frœga samviskubit ef til vill rætur að rekja til þeirrar óvissu sem ríkir um gæslu barna? Er það óttinn um að sá verði verst úti sem síst skyldi — barnið? Að það gangi einungis á milli geymslu- staða og fari á mis við ást og umhyggju? Elín Hirst kveðst hafa samviskubit vegna barnsins síns þegar hún vinnur úti allan daginn, og að það stafi fyrst og fremst af áhyggjum yfir að vera svo lengi í burtu. Kristín Steinarsdóttir segist ekki hafa samviskubit þó að hún vinni úti hálfan daginn, enda viti hún barnið sitt í góðum höndum. Það er athyglisvert að gjarnan er talað um samviskubit kvenna og eins og hálft í hvoru sé gert ráð fyrir að samviskubit yfir velferð barnanna sé einkamál kon- unnar frekar en vandi hjóna. Eru feður svo ábyrgðarlausir að þeir hafa engar áhyggjur af börnum sínum? Varla. . . Er skýringin ef til vill fremur sú að ekki er ætlast til að þeir hafi áhyggjur — það virðist eiga að vera í verkahring konunn- ar. Ung, vel menntuð kona í góðri stöðu, sem nýlega átti sitt fyrsta barn, segir konur þurfa að geta einbeitt sér að sínu starfi án þess að vera með stöðugar áhyggjur. „Einhvern veginn tekst karl- mönnum að sinna sinni vinnu án þess að vera sýknt og heilagt með áhyggjur af börnunum sínum. Hvers vegna ætti kon- um ekki einnig að vera það kleift?“ Elín Kjartansdóttir, sem er í fullu starfi sem arkitekt auk þess að vera tveggja barna móðir, segist vera með stöðugt sam- viskubit vegna barnanna sinna. „Maður fylgist ekki með hvað er að gerast hjá börnunum." Elín segir það erfitt að rífa börnin upp á morgnana til að fara með þau til dagmömmu, og að hún hafi áður haft au-pair-stúlku og sé að reyna að fá aðra til að komast hjá þessu. Auk þess kveðst hún hafa vinnustofu sína heima meðal annars til að geta betur fylgst með börnunum. Ríkir jafnrétti á milli hjóna? Eru eigin- menn skilningsríkir, hjálpsamir og ábyrgðarfullir feður eða eru þeir ef til vill á fótboltaæfingum öll kvöld? Hver sér um að koma börnunum í rúmið? Anna Júlíusdóttir, laganemi og þriggja barna móðir, segir það hafa gengið upp HEIMSMYND 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.